Eins og hamstur á hjóli þegar reynt er að samræma vinnu og fjölskyldulíf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 11:32 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB en eitt aðalbaráttumál félagsins er stytting vinnuvikunnar. vísir/vilhelm Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks sem líður stundum eins og hamstri á hjóli þegar það reynir að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Greint er frá þessu í nýju fréttabréfi BSRB en ein af aðaláherslum stéttarfélagsins í komandi kjaraviðræðum er stytting vinnuvikunnar.Í fréttabréfi BSRB kemur fram að rannsóknin hafi verið unnin af Andreu Hjálmsdóttur, lektor við Háskólann á Akureyri, og Mörtu Einarsdóttur, sérfræðingi á Rannsóknarmiðstöð við sama skóla. „Í henni var rætt við alls 38 einstaklinga sem voru ýmist giftir eða í sambúð, í að minnsta kosti 60 prósent starfshlutfalli og með barn eða börn undir 17 ára aldri. Rætt var við fólkið í kynskiptum hópum með 6 til 8 í hverjum hópi. Þátttakendur í rannsókn Andreu og Mörtu færðu streituna sem þeir upplifa í sínu daglega lífi ekki alltaf í orð, en margir töluðu um sífellt samviskubit sem þeir glíma við, togstreitu um forgangsröðun og þá slæmu tilfinningu sem fylgir því að ná ekki að sinna fjölskyldunni sem skyldi vegna álags í vinnunni, eða öfugt,“ segir í frétt BSRB en talsverður munur var á því hvernig karlar og konur skilgreina álag í sínu daglega lífi.Álag kvenna tengt heimilinu en streita karlmanna tengd vinnunni Þannig áttu konur það frekar til að tala um álag tengt heimilisstörfum og barnauppeldi á meðan karlar tengdu streitu eingöngu við vinnuna, en í rannsókninni voru þeir þættir sem auka álagið hjá þessu fjölskyldufólki dregnir saman í þrjá flokka; vinnuna, heimilisstörfin og barnauppeldið. „Þátttakendur í rannsókninni nefndu ýmsar leiðir til að minnka álag í daglegu lífi, en það sem oftast var nefnt var að annar aðilinn minnkaði við sig launaða vinnu til að geta betur sinnt börnum og heimilinu. Í öllum tilvikum var þar um konur að ræða. Það rímar við aðrar rannsóknir sem sýna að konur taka enn á sig meiri ábyrgð á barnauppeldi og heimilisstörfum en karlar. „Ákall þátttakenda okkar eftir styttri vinnuviku kom skýrt fram í öllum umræðuhópunum og þar var enginn munur á körlum og konum,“ segir meðal annars í niðurstöðum rannsóknarinnar. „Margir viðmælenda töldu að stytt vinnuvika gæti verið mikil gæfa fyrir lífsgæði fjölskyldufólk.“ Niðurstöður rannsakendanna eru skýrar: „Miðað við niðurstöður okkar má ætla að stytting vinnuviku, án launaskerðingar, myndi koma sér vel fyrir barnafólk. Þar sem íslenskir karlar vinna mikla yfirvinnu má ætla að stytting vinnuvikunnar kæmi sér einkar vel fyrir þá og samspil fjölskyldu og atvinnulífs, ekki síst vegna þess að þeim er frekar ætlað fyrirvinnuhlutverk en konum. Eftir að feðraorlof í allt að þrjá mánuði var fest í lög reyndist það körlum auðveldara að fá viðurkenningu á orlofstöku og ætla má að slík viðhorfsbreyting gæti átt sér stað með styttingu vinnuvikunnar,““ segir á vef BSRB en nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar hér. Börn og uppeldi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stéttarfélögin gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar Málþing um styttingu vinnuvikunnar var haldið í Hörpu í dag. 12. janúar 2019 19:30 Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks sem líður stundum eins og hamstri á hjóli þegar það reynir að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Greint er frá þessu í nýju fréttabréfi BSRB en ein af aðaláherslum stéttarfélagsins í komandi kjaraviðræðum er stytting vinnuvikunnar.Í fréttabréfi BSRB kemur fram að rannsóknin hafi verið unnin af Andreu Hjálmsdóttur, lektor við Háskólann á Akureyri, og Mörtu Einarsdóttur, sérfræðingi á Rannsóknarmiðstöð við sama skóla. „Í henni var rætt við alls 38 einstaklinga sem voru ýmist giftir eða í sambúð, í að minnsta kosti 60 prósent starfshlutfalli og með barn eða börn undir 17 ára aldri. Rætt var við fólkið í kynskiptum hópum með 6 til 8 í hverjum hópi. Þátttakendur í rannsókn Andreu og Mörtu færðu streituna sem þeir upplifa í sínu daglega lífi ekki alltaf í orð, en margir töluðu um sífellt samviskubit sem þeir glíma við, togstreitu um forgangsröðun og þá slæmu tilfinningu sem fylgir því að ná ekki að sinna fjölskyldunni sem skyldi vegna álags í vinnunni, eða öfugt,“ segir í frétt BSRB en talsverður munur var á því hvernig karlar og konur skilgreina álag í sínu daglega lífi.Álag kvenna tengt heimilinu en streita karlmanna tengd vinnunni Þannig áttu konur það frekar til að tala um álag tengt heimilisstörfum og barnauppeldi á meðan karlar tengdu streitu eingöngu við vinnuna, en í rannsókninni voru þeir þættir sem auka álagið hjá þessu fjölskyldufólki dregnir saman í þrjá flokka; vinnuna, heimilisstörfin og barnauppeldið. „Þátttakendur í rannsókninni nefndu ýmsar leiðir til að minnka álag í daglegu lífi, en það sem oftast var nefnt var að annar aðilinn minnkaði við sig launaða vinnu til að geta betur sinnt börnum og heimilinu. Í öllum tilvikum var þar um konur að ræða. Það rímar við aðrar rannsóknir sem sýna að konur taka enn á sig meiri ábyrgð á barnauppeldi og heimilisstörfum en karlar. „Ákall þátttakenda okkar eftir styttri vinnuviku kom skýrt fram í öllum umræðuhópunum og þar var enginn munur á körlum og konum,“ segir meðal annars í niðurstöðum rannsóknarinnar. „Margir viðmælenda töldu að stytt vinnuvika gæti verið mikil gæfa fyrir lífsgæði fjölskyldufólk.“ Niðurstöður rannsakendanna eru skýrar: „Miðað við niðurstöður okkar má ætla að stytting vinnuviku, án launaskerðingar, myndi koma sér vel fyrir barnafólk. Þar sem íslenskir karlar vinna mikla yfirvinnu má ætla að stytting vinnuvikunnar kæmi sér einkar vel fyrir þá og samspil fjölskyldu og atvinnulífs, ekki síst vegna þess að þeim er frekar ætlað fyrirvinnuhlutverk en konum. Eftir að feðraorlof í allt að þrjá mánuði var fest í lög reyndist það körlum auðveldara að fá viðurkenningu á orlofstöku og ætla má að slík viðhorfsbreyting gæti átt sér stað með styttingu vinnuvikunnar,““ segir á vef BSRB en nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar hér.
Börn og uppeldi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stéttarfélögin gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar Málþing um styttingu vinnuvikunnar var haldið í Hörpu í dag. 12. janúar 2019 19:30 Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
Stéttarfélögin gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar Málþing um styttingu vinnuvikunnar var haldið í Hörpu í dag. 12. janúar 2019 19:30
Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53