Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 15:09 Meðlimir hljómsveitarinnar hafa kennt handvömm endurskoðanda um en ekki ásetningi um brot. Vísir/GETTY Ákærusvið hjá embætti héraðssaksóknara hefur lokið rannsókn sinni á skattamálum meðlima íslensku hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hvort ákært verður í málinu, en niðurstaðan muni liggja fyrir fljótlega. Fyrst var greint frá því að embættið hefði lokið rannsókninni á vef Ríkisútvarpsins. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir málið hafa borist frá skattrannsóknastjóra í mars í fyrra. Málið rataði fyrst í fjölmiðla í mars í fyrra þegar fregnir bárust af því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar, að kröfu tollstjóra. Varðaði kyrrsetningin eigur þeirra sem metnar voru á tæpar 800 milljónir króna en ástæðan var sögð rannsókn skattrannsóknastjóra á meintum skattalagabrotum. Stærsti hlutinn var í eigu Jóns Þórs, eða 638 milljónir króna. Sama dag barst yfirlýsing frá hljómsveitinni þar sem kom fram að málið varðaði skil á framtali meðlima Sigur Rósar og að ekki hefði verið staðið rétt að því á árunum 2010 til 2014. Kom fram í yfirlýsingunni að ekki væri ágreiningur um það og að þessi rannsókn hefði komið þeim í opna skjöldu því þeir töldu að rétt hefði verið staðið að skattskilum og framtalsgerð af hálfu sérfræðings sem hljómsveitin hafði ráðið til að sjá um þau mál. Ýmislegt hefur gengið hjá hljómsveitinni undanfarin ár. Þar á meðal hefur Harpa ohf., sem rekur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, stefnt tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni og félagi hans, KS Productions slf., til að endurheimta 35 milljónir króna af miðasölutekjum sem Kári fékk fyrirframgreiddar vegna tónleika Sigur Rósar í Hörpu í desember árið 2017. Þá hætti Orri Páll Dýrason í Sigur Rós í október í fyrra eftir að hafa verið sakaður af bandarískri listakonu um kynferðisbrot. Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Lögreglumál Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
Ákærusvið hjá embætti héraðssaksóknara hefur lokið rannsókn sinni á skattamálum meðlima íslensku hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hvort ákært verður í málinu, en niðurstaðan muni liggja fyrir fljótlega. Fyrst var greint frá því að embættið hefði lokið rannsókninni á vef Ríkisútvarpsins. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir málið hafa borist frá skattrannsóknastjóra í mars í fyrra. Málið rataði fyrst í fjölmiðla í mars í fyrra þegar fregnir bárust af því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar, að kröfu tollstjóra. Varðaði kyrrsetningin eigur þeirra sem metnar voru á tæpar 800 milljónir króna en ástæðan var sögð rannsókn skattrannsóknastjóra á meintum skattalagabrotum. Stærsti hlutinn var í eigu Jóns Þórs, eða 638 milljónir króna. Sama dag barst yfirlýsing frá hljómsveitinni þar sem kom fram að málið varðaði skil á framtali meðlima Sigur Rósar og að ekki hefði verið staðið rétt að því á árunum 2010 til 2014. Kom fram í yfirlýsingunni að ekki væri ágreiningur um það og að þessi rannsókn hefði komið þeim í opna skjöldu því þeir töldu að rétt hefði verið staðið að skattskilum og framtalsgerð af hálfu sérfræðings sem hljómsveitin hafði ráðið til að sjá um þau mál. Ýmislegt hefur gengið hjá hljómsveitinni undanfarin ár. Þar á meðal hefur Harpa ohf., sem rekur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, stefnt tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni og félagi hans, KS Productions slf., til að endurheimta 35 milljónir króna af miðasölutekjum sem Kári fékk fyrirframgreiddar vegna tónleika Sigur Rósar í Hörpu í desember árið 2017. Þá hætti Orri Páll Dýrason í Sigur Rós í október í fyrra eftir að hafa verið sakaður af bandarískri listakonu um kynferðisbrot.
Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Lögreglumál Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira