Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu Sighvatur Jónsson skrifar 10. febrúar 2019 12:30 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Hanna Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg, heldur þurfi þau líka að vera til þess fallin að kynda undir ofbeldi eða hatri á manni eða mönnum, svo að lögin eigi við þau. Sigríður segir að þingið hafi haft til skoðunar í mörg ár hvernig hægt væri að tryggja með betri hætti tjáningarfrelsi og vernd manna í þeim efnum. Breyting sem gerð var á 233. gr. a. almennra hegningarlaga árið 2014 hafi þrengt tjáningarfrelsið um of. „Ég er mjög sammála því, ég held að það þurfi að gæta að því að frelsi manna til orðs verði ekki þannig að það sé hægt að hafa efasemdir um það að tjáningarfrelsið ríki í raun,“ segir Sigríður. Samkvæmt frumvarpinu er það gert að skilyrði að háttsemi á borð við opinbert háð eða smánun verði að vera til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun svo að varði við lög. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að með því sé verið að auka rými fyrir hatursorðræðu. Sigríður segir svo ekki vera. „Friðhelgi einkalífsins og æra manna sem er varin með ákvæðum um friðhelgi einkalífsins til dæmis, hún stendur áfram óbreytt,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Alþingi Stj.mál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg, heldur þurfi þau líka að vera til þess fallin að kynda undir ofbeldi eða hatri á manni eða mönnum, svo að lögin eigi við þau. Sigríður segir að þingið hafi haft til skoðunar í mörg ár hvernig hægt væri að tryggja með betri hætti tjáningarfrelsi og vernd manna í þeim efnum. Breyting sem gerð var á 233. gr. a. almennra hegningarlaga árið 2014 hafi þrengt tjáningarfrelsið um of. „Ég er mjög sammála því, ég held að það þurfi að gæta að því að frelsi manna til orðs verði ekki þannig að það sé hægt að hafa efasemdir um það að tjáningarfrelsið ríki í raun,“ segir Sigríður. Samkvæmt frumvarpinu er það gert að skilyrði að háttsemi á borð við opinbert háð eða smánun verði að vera til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun svo að varði við lög. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að með því sé verið að auka rými fyrir hatursorðræðu. Sigríður segir svo ekki vera. „Friðhelgi einkalífsins og æra manna sem er varin með ákvæðum um friðhelgi einkalífsins til dæmis, hún stendur áfram óbreytt,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Alþingi Stj.mál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira