Horfi bjartsýnn til næstu ára Kristinn Páll Teitsson. skrifar 11. febrúar 2019 12:00 Geir, Eggert og Guðni sem allir hafa gegnt starfi formanns KSÍ ræða málin á ársþingi KSÍ. Fréttablaðið/eyþór Guðni Bergsson vann afar sannfærandi sigur í formannskjörinu á 73. ársþingi KSÍ sem fór fram um helgina þegar hann var endurkjörinn með rúmum 80% atkvæða. Hann mun því leiða Knattspyrnusambandið áfram næstu tvö árin eftir að hafa tekið við starfinu fyrir tveimur árum. Geir Þorsteinsson, heiðursformaður KSÍ og fyrrum formaður, bauð sig fram gegn Guðna og fékk tæplega 20% atkvæða en tveir auðir seðlar skiluðu sér á ársþinginu sem fór fram á laugardaginn. Það var ljóst í aðdraganda kosninganna að meðbyrinn var með Guðna enda búinn að fá stuðningsyfirlýsingu frá forseta UEFA. Skömmu fyrir ársþingið lýstu landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir yfir stuðningi við Guðna og stuttu síðar lýsti Hallgrímur Jónasson, sem lék á sínum tíma sextán leiki fyrir A-landsliðið, yfir stuðningi við Guðna í ljósi þess að erfiðleikar hafi verið í samskiptum við Geir þegar hann gegndi embætti formann. Þegar Fréttablaðið bar þetta undir Geir á ársþinginu var hann brattur og virtist hafa gert sér grein fyrir stöðunni í aðdraganda þingsins. „Ég vissi alltaf að þetta yrði brekka. Síðustu vikur hafa verið erfiðar. Það hafa óvænt ummæli komið upp síðustu daga sem mér hafa þótt ósanngjörn en ég gat lítið gert í því,“ sagði Geir sem sagðist stefna að því að halda áfram að vinna við þróunarverkefni knattspyrnunnar í öðrum heimsálfum. Guðni Bergsson sagðist í samtali við Fréttablaðið vera stoltur yfir að finna fyrir þessum stuðningi og að þetta væri viðurkenning á góðu starfi KSÍ undanfarin tvö ár. „Það var léttir þegar þetta var í höfn. Ég var bjartsýnn á sigur enda voru sterkar vísbendingar sem bentu til þess en maður veit aldrei fyrr en talið er upp úr kössunum. Geir hefur unnið frábært starf fyrir KSÍ og hefur mikla þekkingu svo að það mátti ekki vanmeta framboð hans. Þetta sterka fylgi er viðurkenning á því góða starfi sem KSÍ hefur unnið undanfarin ár og er hvatning fyrir næstu tvö ár,“ sagði Guðni og hélt áfram: „Ég varð hálf hrærður þegar tölurnar skiluðu sér en ég er ekki einn í þessu. Þetta er viðurkenning á því starfi sem stjórn KSÍ hefur unnið undanfarin ár. Við höfum verið að vinna í mörgum verkefnum og það eru fleiri spennandi verkefni fram undan svo að ég horfi bjartsýnum augum til næstu ára. Knattspyrnuhreyfingin á Íslandi er á góðum stað og ég er spenntur að halda áfram þessu starfi næstu árin.“ Guðni segist skilja afstöðu Geirs sem gagnrýndi aðkomu utanaðkomandi aðila að kosningabaráttunni í viðtali sem birtist á frettabladid.is eftir kosningarnar. „Það eru allir komnir með rödd og það er erfitt að stýra umræðunni á samfélagsmiðlunum sem ratar oft í blöðin. Það eru kostir og gallar sem fylgja þessu en það ríkir málfrelsi. Þetta var aðeins sýnilegt í aðdraganda kosninganna 2017 en mun meira í dag og þetta sýnir hvað fótboltinn skiptir alla miklu máli sem er það jákvæða í þessu öllu saman.“ Heilt yfir var Guðni ánægður með ársþingið og hugmyndir sem komu upp, bæði á þinginu og á málþingi í aðdraganda ársþingsins. „Það var ánægjulegt hvað það var mikill samhugur á þinginu. Það komu fram margar áhugaverðar tillögur um hvernig hægt væri að fara með sjóði KSÍ enda eiginfjárstaða sambandsins góð. Svo var ánægjulegt hvað allir voru samróma í því að ræða ályktunina um endurgreiðslu á hluta byggingarkostnaðar og jöfnun ferðakostnaðar. Það eru góð skref fyrir öll félög landsins og eitthvað sem þau munu njóta góðs af.“ Íslenski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Guðni Bergsson vann afar sannfærandi sigur í formannskjörinu á 73. ársþingi KSÍ sem fór fram um helgina þegar hann var endurkjörinn með rúmum 80% atkvæða. Hann mun því leiða Knattspyrnusambandið áfram næstu tvö árin eftir að hafa tekið við starfinu fyrir tveimur árum. Geir Þorsteinsson, heiðursformaður KSÍ og fyrrum formaður, bauð sig fram gegn Guðna og fékk tæplega 20% atkvæða en tveir auðir seðlar skiluðu sér á ársþinginu sem fór fram á laugardaginn. Það var ljóst í aðdraganda kosninganna að meðbyrinn var með Guðna enda búinn að fá stuðningsyfirlýsingu frá forseta UEFA. Skömmu fyrir ársþingið lýstu landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir yfir stuðningi við Guðna og stuttu síðar lýsti Hallgrímur Jónasson, sem lék á sínum tíma sextán leiki fyrir A-landsliðið, yfir stuðningi við Guðna í ljósi þess að erfiðleikar hafi verið í samskiptum við Geir þegar hann gegndi embætti formann. Þegar Fréttablaðið bar þetta undir Geir á ársþinginu var hann brattur og virtist hafa gert sér grein fyrir stöðunni í aðdraganda þingsins. „Ég vissi alltaf að þetta yrði brekka. Síðustu vikur hafa verið erfiðar. Það hafa óvænt ummæli komið upp síðustu daga sem mér hafa þótt ósanngjörn en ég gat lítið gert í því,“ sagði Geir sem sagðist stefna að því að halda áfram að vinna við þróunarverkefni knattspyrnunnar í öðrum heimsálfum. Guðni Bergsson sagðist í samtali við Fréttablaðið vera stoltur yfir að finna fyrir þessum stuðningi og að þetta væri viðurkenning á góðu starfi KSÍ undanfarin tvö ár. „Það var léttir þegar þetta var í höfn. Ég var bjartsýnn á sigur enda voru sterkar vísbendingar sem bentu til þess en maður veit aldrei fyrr en talið er upp úr kössunum. Geir hefur unnið frábært starf fyrir KSÍ og hefur mikla þekkingu svo að það mátti ekki vanmeta framboð hans. Þetta sterka fylgi er viðurkenning á því góða starfi sem KSÍ hefur unnið undanfarin ár og er hvatning fyrir næstu tvö ár,“ sagði Guðni og hélt áfram: „Ég varð hálf hrærður þegar tölurnar skiluðu sér en ég er ekki einn í þessu. Þetta er viðurkenning á því starfi sem stjórn KSÍ hefur unnið undanfarin ár. Við höfum verið að vinna í mörgum verkefnum og það eru fleiri spennandi verkefni fram undan svo að ég horfi bjartsýnum augum til næstu ára. Knattspyrnuhreyfingin á Íslandi er á góðum stað og ég er spenntur að halda áfram þessu starfi næstu árin.“ Guðni segist skilja afstöðu Geirs sem gagnrýndi aðkomu utanaðkomandi aðila að kosningabaráttunni í viðtali sem birtist á frettabladid.is eftir kosningarnar. „Það eru allir komnir með rödd og það er erfitt að stýra umræðunni á samfélagsmiðlunum sem ratar oft í blöðin. Það eru kostir og gallar sem fylgja þessu en það ríkir málfrelsi. Þetta var aðeins sýnilegt í aðdraganda kosninganna 2017 en mun meira í dag og þetta sýnir hvað fótboltinn skiptir alla miklu máli sem er það jákvæða í þessu öllu saman.“ Heilt yfir var Guðni ánægður með ársþingið og hugmyndir sem komu upp, bæði á þinginu og á málþingi í aðdraganda ársþingsins. „Það var ánægjulegt hvað það var mikill samhugur á þinginu. Það komu fram margar áhugaverðar tillögur um hvernig hægt væri að fara með sjóði KSÍ enda eiginfjárstaða sambandsins góð. Svo var ánægjulegt hvað allir voru samróma í því að ræða ályktunina um endurgreiðslu á hluta byggingarkostnaðar og jöfnun ferðakostnaðar. Það eru góð skref fyrir öll félög landsins og eitthvað sem þau munu njóta góðs af.“
Íslenski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira