Lykilbragðefni Bláa Opalsins finnst ekki Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 11:30 Rétt rúm tvö ár eru síðan að fréttastofan hafði pakka af nýjum Bláum Opal undir höndum. Þá var talið að hægt yrði að hefja framleiðslu á ný. Annað kom þó á daginn. VÍSIR/ERNIR Þrátt fyrir viðamiklar umleitanir eru aðstandendur Nóa Siríus svartsýnir á að Blár Opal fari aftur í framleiðslu hjá sælgætisfyrirtækinu. Erfiðlega hefur gengið að hafa uppi á lykilbragðefninu og því taldar litlar líkur á að Blár Opal verði fáanlegur þegar 75 ára afmæli Opals verður fagnað árið 2020. Vísir greindi frá því í lok árs 2016 að Nói Siríus hafi um það leyti verið að „þreifa fyrir sér“ í framleiðslu Blás Opals. Sælgætið var tekið af markaði árið 2005 eftir að hætt var að framleiða helsta bragðefnið. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Blár Opal var tekinn úr sölu. Það var til að mynda gert árið 1982 en sælgætið rataði þó aftur á markað tveimur árum síðar. Þá var búið að breyta innihaldinu örlítið. Eftir endurkomuna innihélt Blár Opal 1,4 prósent af aðalbragðefninu, klóróformi. Nýleg reglugerð um þetta leyti setti hámarkið við tvö prósent. Klóróform er þó ekki notað í matvælavinnslu í dag. Fregnir af yfirvofandi endurkomu Bláa Opalsins í desember 2016 vöktu að vonum athygli enda hafa margir Íslendingar kallað eftir því að hafin verði framleiðsla á Bláum Opal á ný. Nóa Siríus hafa borist ótal áskoranir í áranna rás þess efnis og þá eru jafnframt dæmi um að bláir opalpakkar séu seldir á uppboði fyrir þúsundir króna.Sent út til greiningar Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Siríus, segir að á þeim tveimur árum sem liðin eru frá fyrri fréttaflutningi hafi verið reynt til hins ítrasta að hefja framleiðsluna aftur - en án árangurs. Ásættanlegt staðkvæmdarbragðefni fyrir klóróform, sem gaf Bláa Opal sinn sérstaka keim, sé hreinlega hvergi fáanlegt. Í leit sinni hafi Nói Siríus til að mynda sett sig í samband við marga af „öflugustu bragðefnaframleiðendum í heiminum“. Þeir hafi jafnvel látið greina Bláa Opalinn, „en ekki haft erindi sem erfiði við að ná að endurgera það einstaka bragð sem var af Bláum Opal,“ segir Auðjón. Það sé ekki síst hvimleitt í ljósi þess að Opal fagnar 75 ára afmæli á næsta ári. Auðjón segir að því hafi Nóa Siríus verið í mun um að ná að hefja framleiðslu á Bláum Opal. „En það verður að segjast eins og er, að við erum svartsýn á að það takist – þótt við gefumst aldrei upp,“ segir Auðjón. Neytendur Tengdar fréttir Blár Opal og Piparpúkar aftur í framleiðslu hjá Nóa Líkur eru á að bæði Blár Opal og Piparpúkar muni sjást aftur í verslunum á næstu misserum. 1. desember 2016 14:40 Hvaða vörur vilt þú fá aftur? Eins og Vísir greindi frá á fimmtudaginn er Blár Opal og Piparpúkar á leiðinni aftur í framleiðslu hjá Nóa Síríus. 5. desember 2016 14:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Þrátt fyrir viðamiklar umleitanir eru aðstandendur Nóa Siríus svartsýnir á að Blár Opal fari aftur í framleiðslu hjá sælgætisfyrirtækinu. Erfiðlega hefur gengið að hafa uppi á lykilbragðefninu og því taldar litlar líkur á að Blár Opal verði fáanlegur þegar 75 ára afmæli Opals verður fagnað árið 2020. Vísir greindi frá því í lok árs 2016 að Nói Siríus hafi um það leyti verið að „þreifa fyrir sér“ í framleiðslu Blás Opals. Sælgætið var tekið af markaði árið 2005 eftir að hætt var að framleiða helsta bragðefnið. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Blár Opal var tekinn úr sölu. Það var til að mynda gert árið 1982 en sælgætið rataði þó aftur á markað tveimur árum síðar. Þá var búið að breyta innihaldinu örlítið. Eftir endurkomuna innihélt Blár Opal 1,4 prósent af aðalbragðefninu, klóróformi. Nýleg reglugerð um þetta leyti setti hámarkið við tvö prósent. Klóróform er þó ekki notað í matvælavinnslu í dag. Fregnir af yfirvofandi endurkomu Bláa Opalsins í desember 2016 vöktu að vonum athygli enda hafa margir Íslendingar kallað eftir því að hafin verði framleiðsla á Bláum Opal á ný. Nóa Siríus hafa borist ótal áskoranir í áranna rás þess efnis og þá eru jafnframt dæmi um að bláir opalpakkar séu seldir á uppboði fyrir þúsundir króna.Sent út til greiningar Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Siríus, segir að á þeim tveimur árum sem liðin eru frá fyrri fréttaflutningi hafi verið reynt til hins ítrasta að hefja framleiðsluna aftur - en án árangurs. Ásættanlegt staðkvæmdarbragðefni fyrir klóróform, sem gaf Bláa Opal sinn sérstaka keim, sé hreinlega hvergi fáanlegt. Í leit sinni hafi Nói Siríus til að mynda sett sig í samband við marga af „öflugustu bragðefnaframleiðendum í heiminum“. Þeir hafi jafnvel látið greina Bláa Opalinn, „en ekki haft erindi sem erfiði við að ná að endurgera það einstaka bragð sem var af Bláum Opal,“ segir Auðjón. Það sé ekki síst hvimleitt í ljósi þess að Opal fagnar 75 ára afmæli á næsta ári. Auðjón segir að því hafi Nóa Siríus verið í mun um að ná að hefja framleiðslu á Bláum Opal. „En það verður að segjast eins og er, að við erum svartsýn á að það takist – þótt við gefumst aldrei upp,“ segir Auðjón.
Neytendur Tengdar fréttir Blár Opal og Piparpúkar aftur í framleiðslu hjá Nóa Líkur eru á að bæði Blár Opal og Piparpúkar muni sjást aftur í verslunum á næstu misserum. 1. desember 2016 14:40 Hvaða vörur vilt þú fá aftur? Eins og Vísir greindi frá á fimmtudaginn er Blár Opal og Piparpúkar á leiðinni aftur í framleiðslu hjá Nóa Síríus. 5. desember 2016 14:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Blár Opal og Piparpúkar aftur í framleiðslu hjá Nóa Líkur eru á að bæði Blár Opal og Piparpúkar muni sjást aftur í verslunum á næstu misserum. 1. desember 2016 14:40
Hvaða vörur vilt þú fá aftur? Eins og Vísir greindi frá á fimmtudaginn er Blár Opal og Piparpúkar á leiðinni aftur í framleiðslu hjá Nóa Síríus. 5. desember 2016 14:00
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent