Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum 15. febrúar 2019 14:32 Weld þótti fremur frjálslyndur repúblikani á sínum tíma. Í kosningabaráttunni árið 2016 kom hann Hillary Clinton meðal annars til varnar vegna rannsóknarinnar á tölvupóstum hennar. Vísir/EPA Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, tilkynnti í dag að hann ætli að bjóða sig fram gegn Donald Trump forseta í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Weld segist ætla að reyna að sigra eða að minnsta kosti að særa forsetann með framboði sínu. „Í hverju landi rennur upp sú stund sem þjóðhollir karlar og konur verða að rísa upp og láta raust sína heyrast. Þetta er sú stund í okkar landi,“ sagði Weld í New Hampshire í dag. Lofaði hann því að reyna að taka slaginn við Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post. Weld er 73 ára gamall og var kjörinn ríkisstjóri í Massachusetts árið 1990. Eftir að hann náði endurkjöri árið 1994 bauð hann sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings en tapaði fyrir John Kerry árið 1996. Árið 2016 sagði hann skilið við Repúblikanaflokkinn og bauð sig fram sem varaforsetaefni Frjálshyggjuflokksins í forsetakosningunum. Weld gekk aftur í Repúblikanaflokkinn fyrr í þessum mánuði. Á viðburðinum í dag sagðist Weld ætla að reyna að ákveða á næstu mánuðum hvort hann geti aflað nægilegs fjár til að bjóða sig fram gegn forsetanum. Stefnumál hans yrðu hefðbundin baráttumál repúblikana um ábyrgð í ríkisfjármálum. Talaði Weld tæpitungulaust um álit sitt á Trump forseta sem hann sakaði um að hegða sér eins og „hrekkjusvín á skólalóðinn“. Repúblikanar í Washington-borg sýndu einkenni þess að vera haldnir svokölluðu Stokkhólmsheilkenni gagnvart forsetanum. „Við þurfum ekki á sex árum til viðbótar af þeim skrípalátum sem við höfum séð að halda,“ sagði Weld. Í viðtali í vikunni viðurkenndi Weld að staða Trump innan flokksins væri sterk og að erfitt yrði að velta honum úr sessi. Mótframboð gæti þó blóðgað forsetann fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember á næsta ári. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, tilkynnti í dag að hann ætli að bjóða sig fram gegn Donald Trump forseta í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Weld segist ætla að reyna að sigra eða að minnsta kosti að særa forsetann með framboði sínu. „Í hverju landi rennur upp sú stund sem þjóðhollir karlar og konur verða að rísa upp og láta raust sína heyrast. Þetta er sú stund í okkar landi,“ sagði Weld í New Hampshire í dag. Lofaði hann því að reyna að taka slaginn við Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post. Weld er 73 ára gamall og var kjörinn ríkisstjóri í Massachusetts árið 1990. Eftir að hann náði endurkjöri árið 1994 bauð hann sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings en tapaði fyrir John Kerry árið 1996. Árið 2016 sagði hann skilið við Repúblikanaflokkinn og bauð sig fram sem varaforsetaefni Frjálshyggjuflokksins í forsetakosningunum. Weld gekk aftur í Repúblikanaflokkinn fyrr í þessum mánuði. Á viðburðinum í dag sagðist Weld ætla að reyna að ákveða á næstu mánuðum hvort hann geti aflað nægilegs fjár til að bjóða sig fram gegn forsetanum. Stefnumál hans yrðu hefðbundin baráttumál repúblikana um ábyrgð í ríkisfjármálum. Talaði Weld tæpitungulaust um álit sitt á Trump forseta sem hann sakaði um að hegða sér eins og „hrekkjusvín á skólalóðinn“. Repúblikanar í Washington-borg sýndu einkenni þess að vera haldnir svokölluðu Stokkhólmsheilkenni gagnvart forsetanum. „Við þurfum ekki á sex árum til viðbótar af þeim skrípalátum sem við höfum séð að halda,“ sagði Weld. Í viðtali í vikunni viðurkenndi Weld að staða Trump innan flokksins væri sterk og að erfitt yrði að velta honum úr sessi. Mótframboð gæti þó blóðgað forsetann fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember á næsta ári.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira