Skoða hvort Tinni, Tobbi og Kolbeinn geti snúið aftur til Akureyrar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. febrúar 2019 12:30 Reiknað er með að styttan yrði á Torfunefsbryggu á Akureyri. Vísir/Tryggvi Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. „Það svíkur engan sódavatnið á Akureyri,“ sagði Kolbeinn kafteinn á knæpu í bænum í stuttri heimsókn hans, Tinna og Tobba til Akureyrar í Tinna-bókinni Dularfulla stjarnan eftir belgíska teiknimyndahöfundinn Hergé. Akureyringar hafa lengi verið stoltir af þessari tengingu Tinna við bæinn og er þetta ekki í fyrsta sinn sem bæjaryfirvöld skoða hvort minnast megi heimsóknarinnar með einhverjum hætti.Rammar úr bókinni góðu.„Við höfum reynt við þetta einu sinni áður. Þá vorum við reyndar ekki að tala um styttu. Við vorum að velta fyrir því okkur að láta mála ramma úr Dularfullu stjörnunni, líklegast á Amaro-vegginn fræga niður í bæ, þá komust við aðeins í samband við rétthafana í Belgíu,“ segir Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Ekkert varð úr því en nýverið var starfsmönnum Akureyrarstofu falið það hlutverk að kanna hvað þurfi að gera til þess að fá leyfi til þess að reisa styttu af Tinna, Tobba og mögulega Kolbeini kaftein á Akureyri. „Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta væri flókið og það er það sem við ætlum að gera næst, það er að setja okkur aftur í samband við rétthafana og kanna hvaða leyfi við þurfum að hafa, áður en við förum að hanna,“ segir Þórgnýr. Hugmyndin er að reisa styttuna á Torfunefsbryggju við miðbæ Akureyrar en Þórgnýr segir augjóst að Hergé hafi lagst í rannsóknarvinnu áður en hann teiknaði bæinn inn í bókina. „Það er nokkuð augljóst að þar hafa þeir komið að landi. Það er gaman að skoða rammana í bókinni út frá því hvaða upplýsingar Hergé hefur haft. Það er eiginleg alveg augljóst að hann hlýtur að hafa haft einhverjar ljósmyndir eða eitthvað til að styðjast við, því að þetta er ekki alveg út í bláinn. Þetta er ekki alveg ímyndað landslag.“KEA var eitt sinn áberandi á Akureyri og er áberandi í heimsókn félaganna til Akureyrar. Akureyri Styttur og útilistaverk Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. „Það svíkur engan sódavatnið á Akureyri,“ sagði Kolbeinn kafteinn á knæpu í bænum í stuttri heimsókn hans, Tinna og Tobba til Akureyrar í Tinna-bókinni Dularfulla stjarnan eftir belgíska teiknimyndahöfundinn Hergé. Akureyringar hafa lengi verið stoltir af þessari tengingu Tinna við bæinn og er þetta ekki í fyrsta sinn sem bæjaryfirvöld skoða hvort minnast megi heimsóknarinnar með einhverjum hætti.Rammar úr bókinni góðu.„Við höfum reynt við þetta einu sinni áður. Þá vorum við reyndar ekki að tala um styttu. Við vorum að velta fyrir því okkur að láta mála ramma úr Dularfullu stjörnunni, líklegast á Amaro-vegginn fræga niður í bæ, þá komust við aðeins í samband við rétthafana í Belgíu,“ segir Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Ekkert varð úr því en nýverið var starfsmönnum Akureyrarstofu falið það hlutverk að kanna hvað þurfi að gera til þess að fá leyfi til þess að reisa styttu af Tinna, Tobba og mögulega Kolbeini kaftein á Akureyri. „Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta væri flókið og það er það sem við ætlum að gera næst, það er að setja okkur aftur í samband við rétthafana og kanna hvaða leyfi við þurfum að hafa, áður en við förum að hanna,“ segir Þórgnýr. Hugmyndin er að reisa styttuna á Torfunefsbryggju við miðbæ Akureyrar en Þórgnýr segir augjóst að Hergé hafi lagst í rannsóknarvinnu áður en hann teiknaði bæinn inn í bókina. „Það er nokkuð augljóst að þar hafa þeir komið að landi. Það er gaman að skoða rammana í bókinni út frá því hvaða upplýsingar Hergé hefur haft. Það er eiginleg alveg augljóst að hann hlýtur að hafa haft einhverjar ljósmyndir eða eitthvað til að styðjast við, því að þetta er ekki alveg út í bláinn. Þetta er ekki alveg ímyndað landslag.“KEA var eitt sinn áberandi á Akureyri og er áberandi í heimsókn félaganna til Akureyrar.
Akureyri Styttur og útilistaverk Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira