Klofningur Verkamannaflokksins hryggir Corbyn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. febrúar 2019 06:00 Þingmennirnir sjö á fundi í gær. Nordicphotos/AFP Sjö breskir þingmenn tilkynntu í gær að þeir hefðu sagt sig úr Verkamannaflokknum og myndu í staðinn sitja á þingi sem bandalag óháðra þingmanna. Í hópnum eru til að mynda fjórir skuggaráðherrar. Þingmennirnir lýstu yfir megnri óánægju með flokkinn á blaðamannafundi og í yfirlýsingu á nýrri vefsíðu hópsins. „Verkamannaflokkurinn reynir nú að framfylgja stefnumálum sem veikja varnir okkar, samþykkir frásögn ríkja sem eru okkur fjandsamleg, honum hefur mistekist að leiða Brexit-umræðuna og setja fram annan valkost,“ sagði til að mynda í yfirlýsingu. Óánægja þingmannanna sjö virðist tvíþætt. Annars vegar eru þau óánægð með forystu Jeremys Corbyn og hins vegar með það sem þau lýsa sem rótgróinni gyðingaandúð innan flokksins. Luciana Berger, einn þingmannanna og jafnframt gyðingur, sagðist hafa skammast sín fyrir flokkinn. Á blaðamannafundi vísaði hún í mótmæli gyðinga gegn flokknum og talaði um baráttuna fyrir því að fá Verkamannaflokkinn til að viðurkenna skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) á gyðingahatri. BBC telur líklegt að fleiri fylgi í fótspor sjömenningana verði ekki gerð bragarbót á þessu. Corbyn sjálfur hefur brugðist við úrsögnunum með yfirlýsingu. Þar segir hann að ákvörðunin ylli honum vonbrigðum. Sérstaklega þar sem hann teldi Verkamannaflokkinn á góðri leið og þörf væri á stefnu hans. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira
Sjö breskir þingmenn tilkynntu í gær að þeir hefðu sagt sig úr Verkamannaflokknum og myndu í staðinn sitja á þingi sem bandalag óháðra þingmanna. Í hópnum eru til að mynda fjórir skuggaráðherrar. Þingmennirnir lýstu yfir megnri óánægju með flokkinn á blaðamannafundi og í yfirlýsingu á nýrri vefsíðu hópsins. „Verkamannaflokkurinn reynir nú að framfylgja stefnumálum sem veikja varnir okkar, samþykkir frásögn ríkja sem eru okkur fjandsamleg, honum hefur mistekist að leiða Brexit-umræðuna og setja fram annan valkost,“ sagði til að mynda í yfirlýsingu. Óánægja þingmannanna sjö virðist tvíþætt. Annars vegar eru þau óánægð með forystu Jeremys Corbyn og hins vegar með það sem þau lýsa sem rótgróinni gyðingaandúð innan flokksins. Luciana Berger, einn þingmannanna og jafnframt gyðingur, sagðist hafa skammast sín fyrir flokkinn. Á blaðamannafundi vísaði hún í mótmæli gyðinga gegn flokknum og talaði um baráttuna fyrir því að fá Verkamannaflokkinn til að viðurkenna skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) á gyðingahatri. BBC telur líklegt að fleiri fylgi í fótspor sjömenningana verði ekki gerð bragarbót á þessu. Corbyn sjálfur hefur brugðist við úrsögnunum með yfirlýsingu. Þar segir hann að ákvörðunin ylli honum vonbrigðum. Sérstaklega þar sem hann teldi Verkamannaflokkinn á góðri leið og þörf væri á stefnu hans.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira
Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10