Spurður um gagnaleka lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Boðað var til blaðamannafundar í desember 2017 vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu í Euromarketmáli. Fréttablaðið/ERNIR Lögmaðurinn Steinbergur Finnbogason var kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að svara spurningum ríkissaksóknara um minnisblað sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings í fyrra. Skjólstæðingur Steinbergs er meintur höfuðpaur í Euromarket-málinu, einni umfangsmestu rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Var Steinbergur krafinn svara um hvernig minnisblaðið komst í hans hendur og hvort það hefði gerst fyrir tilstilli þeirra sem einir áttu að hafa aðgang að skjalinu hjá yfirstjórnum embætta sem að rannsókninni komu eða annarra hjá þeim embættum. Embættin eru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, Héraðssaksóknari, Ríkislögreglustjóri og Tollstjóri. „Ég má ekki svara því hvað kom fram í skýrslutökunni, þinghaldið var lokað, en ég get sagt að ég brást ekki trúnaðarskyldunni við skjólstæðing minn,“ segir Steinbergur. „Aðalatriðið að mínu mati er ekki hvaðan þetta minnisblað kom heldur það sem í því stendur. Það er enginn vafi í mínum huga að minnisblaðið sýnir möguleg mannréttindabrot gegn skjólstæðingi mínum og möguleg hegningarlagabrot lögreglu og á því mun ég meðal annars byggja málsvörn skjólstæðings míns ef og þegar þar að kemur.“ Steinbergur var fyrst kvaddur til skýrslutöku hjá lögreglunni á Akranesi sem falin var rannsókn lekans í fyrravor. Hann neitaði að tjá sig. Skömmu eftir áramót fékk Ríkissaksóknari úrskurð héraðsdóms um vitnaskylduna og Landsréttur staðfesti nýverið þann úrskurð. Steinbergur fékk lögmanninn Arnar Þór Stefánsson til að vera sér til halds og trausts um vitnaskylduna. Í fyrstu fyrirtöku um hana lýsti Arnar málinu sem lögfræðilegu sprengjusvæði með vísan til trúnaðarsambands verjanda við skjólstæðing sinn og vísaði til dómafordæma um trúnaðarskyldu blaðamanna við heimildarmenn sína. – aá Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Lögmaðurinn Steinbergur Finnbogason var kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að svara spurningum ríkissaksóknara um minnisblað sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings í fyrra. Skjólstæðingur Steinbergs er meintur höfuðpaur í Euromarket-málinu, einni umfangsmestu rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Var Steinbergur krafinn svara um hvernig minnisblaðið komst í hans hendur og hvort það hefði gerst fyrir tilstilli þeirra sem einir áttu að hafa aðgang að skjalinu hjá yfirstjórnum embætta sem að rannsókninni komu eða annarra hjá þeim embættum. Embættin eru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, Héraðssaksóknari, Ríkislögreglustjóri og Tollstjóri. „Ég má ekki svara því hvað kom fram í skýrslutökunni, þinghaldið var lokað, en ég get sagt að ég brást ekki trúnaðarskyldunni við skjólstæðing minn,“ segir Steinbergur. „Aðalatriðið að mínu mati er ekki hvaðan þetta minnisblað kom heldur það sem í því stendur. Það er enginn vafi í mínum huga að minnisblaðið sýnir möguleg mannréttindabrot gegn skjólstæðingi mínum og möguleg hegningarlagabrot lögreglu og á því mun ég meðal annars byggja málsvörn skjólstæðings míns ef og þegar þar að kemur.“ Steinbergur var fyrst kvaddur til skýrslutöku hjá lögreglunni á Akranesi sem falin var rannsókn lekans í fyrravor. Hann neitaði að tjá sig. Skömmu eftir áramót fékk Ríkissaksóknari úrskurð héraðsdóms um vitnaskylduna og Landsréttur staðfesti nýverið þann úrskurð. Steinbergur fékk lögmanninn Arnar Þór Stefánsson til að vera sér til halds og trausts um vitnaskylduna. Í fyrstu fyrirtöku um hana lýsti Arnar málinu sem lögfræðilegu sprengjusvæði með vísan til trúnaðarsambands verjanda við skjólstæðing sinn og vísaði til dómafordæma um trúnaðarskyldu blaðamanna við heimildarmenn sína. – aá
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17
Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent