May segist ákveðin í að Brexit fari fram á tilætluðum tíma Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 07:31 Theresa May segist ætla til Brussel með endurnýjað umboð, hugmyndir og ákveðni. ESB hefur útilokað að semja um írsku baktrygginguna svonefndu. Vísir/EPA Engan bilbug er að finna á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þrátt fyrir ítrekuð áföll í tilraunum hennar til að ná sátt um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í dag segist hún harðákveðin í að útgangan fari fram í lok mars eins og upphaflega var lagt upp með. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa útilokað að semja upp á nýtt við Breta um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands eftir að breskir þingmenn höfnuðu útgöngusamningi May með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Fylgjendur útgöngunnar á þingi eru mótfallnir baktryggingunni sem myndi þýða að Evrópureglur giltu áfram á Norður-Írlandi á meðan Bretar og Evrópusambandið koma sér saman um hvernig landamærunum á Írlandi verður háttað eftir útgönguna. Breska þingið kaus með því May leitaði eftir „öðrum valkosti“ við írsku baktrygginguna í síðustu viku. Því segist May í grein sem hún skrifar í blaðið Sunday Telegraph að hún ætli sér að fara aftur til Brussel með „nýtt umboð, nýjar hugmyndir og endurnýjaða ákveðni“. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu klukkan 23:00 föstudaginn 29. mars. Í grein sinni stendur May föst á því að sú dagsetning haldi. Hún muni „skila Brexit á réttum tíma“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Simon Coveney, varaforsætisráðherra Írlands, varar á sama tíma við því í grein í Sunday Times að enginn „trúverðugur valkostur“ við baktrygginguna sé til. „Evrópusambandið mun ekki semja aftur um útgöngusáttmálann og það verður enginn útgöngusáttmáli án baktryggingarinnar,“ skrifar hann. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Mögulegt að fresta þurfi útgöngu Breta úr ESB Í viðtali við BBC segir breski utanríkisráðherrann að ef nýr samningur næst rétt fyrir fyrirhugaðan útgöngudag gæti þurft að seinka honum á meðan mikilvægar lagabreytingar væru samþykktar. 31. janúar 2019 10:21 Myndi sætta sig við frestun Graham Brady, formaður hinnar áhrifamiklu 1922-nefndar breska Íhaldsflokksins, sagðist í gær vel geta sætt sig við að útgöngudegi yrði frestað ef þörf væri á stuttum tíma til viðbótar til þess að koma útgöngusamningi í gegnum þingið. 1. febrúar 2019 06:00 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitar að breyta Brexit samkomulaginu. 30. janúar 2019 19:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Engan bilbug er að finna á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þrátt fyrir ítrekuð áföll í tilraunum hennar til að ná sátt um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í dag segist hún harðákveðin í að útgangan fari fram í lok mars eins og upphaflega var lagt upp með. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa útilokað að semja upp á nýtt við Breta um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands eftir að breskir þingmenn höfnuðu útgöngusamningi May með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Fylgjendur útgöngunnar á þingi eru mótfallnir baktryggingunni sem myndi þýða að Evrópureglur giltu áfram á Norður-Írlandi á meðan Bretar og Evrópusambandið koma sér saman um hvernig landamærunum á Írlandi verður háttað eftir útgönguna. Breska þingið kaus með því May leitaði eftir „öðrum valkosti“ við írsku baktrygginguna í síðustu viku. Því segist May í grein sem hún skrifar í blaðið Sunday Telegraph að hún ætli sér að fara aftur til Brussel með „nýtt umboð, nýjar hugmyndir og endurnýjaða ákveðni“. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu klukkan 23:00 föstudaginn 29. mars. Í grein sinni stendur May föst á því að sú dagsetning haldi. Hún muni „skila Brexit á réttum tíma“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Simon Coveney, varaforsætisráðherra Írlands, varar á sama tíma við því í grein í Sunday Times að enginn „trúverðugur valkostur“ við baktrygginguna sé til. „Evrópusambandið mun ekki semja aftur um útgöngusáttmálann og það verður enginn útgöngusáttmáli án baktryggingarinnar,“ skrifar hann.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Mögulegt að fresta þurfi útgöngu Breta úr ESB Í viðtali við BBC segir breski utanríkisráðherrann að ef nýr samningur næst rétt fyrir fyrirhugaðan útgöngudag gæti þurft að seinka honum á meðan mikilvægar lagabreytingar væru samþykktar. 31. janúar 2019 10:21 Myndi sætta sig við frestun Graham Brady, formaður hinnar áhrifamiklu 1922-nefndar breska Íhaldsflokksins, sagðist í gær vel geta sætt sig við að útgöngudegi yrði frestað ef þörf væri á stuttum tíma til viðbótar til þess að koma útgöngusamningi í gegnum þingið. 1. febrúar 2019 06:00 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitar að breyta Brexit samkomulaginu. 30. janúar 2019 19:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Mögulegt að fresta þurfi útgöngu Breta úr ESB Í viðtali við BBC segir breski utanríkisráðherrann að ef nýr samningur næst rétt fyrir fyrirhugaðan útgöngudag gæti þurft að seinka honum á meðan mikilvægar lagabreytingar væru samþykktar. 31. janúar 2019 10:21
Myndi sætta sig við frestun Graham Brady, formaður hinnar áhrifamiklu 1922-nefndar breska Íhaldsflokksins, sagðist í gær vel geta sætt sig við að útgöngudegi yrði frestað ef þörf væri á stuttum tíma til viðbótar til þess að koma útgöngusamningi í gegnum þingið. 1. febrúar 2019 06:00
May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09
Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitar að breyta Brexit samkomulaginu. 30. janúar 2019 19:00