Formaður fjárlaganefndar í vandræðum í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2019 20:00 Það fer mikið fyrir formanni fjárlaganefndar í Hveragerði þessa dagana þar sem hann kemur sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði þar sem úr verður hrærigrautur, misskilningur og lygar. Hér erum við að tala um nýjasta leikrit Leikfélags Hveragerðis, „Tveir tvöfaldir“ sem er sprenghlægilegur farsi. Það gekk mikið á í húsnæði Leikfélags Hveragerðis í gærkvöldi þegar frumsýningin fór fram á sviðinu. „Tveir tvöfaldir“ er eftir breska leikskáldið Ray Cooney í íslenskri þýðingu Árna Ibsen. Leikritið gerist á hóteli en þar tekst formanni fjárlaganefndar Alþingis að koma sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði með því að skrópa á nefndarfundi til að eiga stund með hjákonu sinni. Hreinlyndur og saklaus aðstoðarmaður þingmannsins klúðrar hins vegar málunum og úr verður allskonar misskilningur með tilheyrandi hurðaskellum og látum. Guðmundur Erlingsson leikur Orm Karlsson, formann fjárlaganefndar. „Þetta er geggjað hlutverk en ég efast nú um að þetta sé svona spennandi í lífinu enda vona ég svo innilega að þeir vinni ekki svona eins og ég gerði í kvöld. Það er mikið tempó í sýningunni og mikill hraði, þetta tekur bara virkilega á, sem gamall fótboltamaður þá er þetta bara eins og að spila fótboltaleik“. Verkið er sprenghlægilegur farsi þar sem leikararnir fara á kostum.Magnús HlynurMaríu Sigurðardóttur, leikstjóra og leikurunum var fagnað með miklu lófaklappi í lok sýningar. „Ég er svo ánægð og ég er svo stolt, þau eru búin að standa sig svo vel. Það er búið að ganga á ýmsu hjá okkur, við erum t.d. búin að lenda í því að einn leikarinn okkar lendi í alvarlegu bílslysi og þurfti að hætta við, þá tók bara næsti við, þau eru alveg brilljant, fannst þér það ekki,“ segir María. Steindór Gestsson, heiðursfélagi, ásamt Kristínu Björgu Jóhannesdóttur, sem er einnig heiðursfélagi og eini núlifandi stofnfélagi Leikfélags Hveragerðis en hún er 90 ára.Magnús HlynurSteindór Gestsson sem hefur leikið með Leikfélagi Hveragerðis í að verða 50 ár var gerður að heiðursfélaga á frumsýningunni. „Þetta gjörsamlega setti mig flatan, maður er að vísu búin að vera í mörg ár í þessu hérna en þessu átti ég ekki von á núna. Þetta er ódrepandi leikfélag, frá 1947 hefur ekki dottið út sýning, það er alveg einstakt“, segir Steindór. Hveragerði Leikhús Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Það fer mikið fyrir formanni fjárlaganefndar í Hveragerði þessa dagana þar sem hann kemur sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði þar sem úr verður hrærigrautur, misskilningur og lygar. Hér erum við að tala um nýjasta leikrit Leikfélags Hveragerðis, „Tveir tvöfaldir“ sem er sprenghlægilegur farsi. Það gekk mikið á í húsnæði Leikfélags Hveragerðis í gærkvöldi þegar frumsýningin fór fram á sviðinu. „Tveir tvöfaldir“ er eftir breska leikskáldið Ray Cooney í íslenskri þýðingu Árna Ibsen. Leikritið gerist á hóteli en þar tekst formanni fjárlaganefndar Alþingis að koma sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði með því að skrópa á nefndarfundi til að eiga stund með hjákonu sinni. Hreinlyndur og saklaus aðstoðarmaður þingmannsins klúðrar hins vegar málunum og úr verður allskonar misskilningur með tilheyrandi hurðaskellum og látum. Guðmundur Erlingsson leikur Orm Karlsson, formann fjárlaganefndar. „Þetta er geggjað hlutverk en ég efast nú um að þetta sé svona spennandi í lífinu enda vona ég svo innilega að þeir vinni ekki svona eins og ég gerði í kvöld. Það er mikið tempó í sýningunni og mikill hraði, þetta tekur bara virkilega á, sem gamall fótboltamaður þá er þetta bara eins og að spila fótboltaleik“. Verkið er sprenghlægilegur farsi þar sem leikararnir fara á kostum.Magnús HlynurMaríu Sigurðardóttur, leikstjóra og leikurunum var fagnað með miklu lófaklappi í lok sýningar. „Ég er svo ánægð og ég er svo stolt, þau eru búin að standa sig svo vel. Það er búið að ganga á ýmsu hjá okkur, við erum t.d. búin að lenda í því að einn leikarinn okkar lendi í alvarlegu bílslysi og þurfti að hætta við, þá tók bara næsti við, þau eru alveg brilljant, fannst þér það ekki,“ segir María. Steindór Gestsson, heiðursfélagi, ásamt Kristínu Björgu Jóhannesdóttur, sem er einnig heiðursfélagi og eini núlifandi stofnfélagi Leikfélags Hveragerðis en hún er 90 ára.Magnús HlynurSteindór Gestsson sem hefur leikið með Leikfélagi Hveragerðis í að verða 50 ár var gerður að heiðursfélaga á frumsýningunni. „Þetta gjörsamlega setti mig flatan, maður er að vísu búin að vera í mörg ár í þessu hérna en þessu átti ég ekki von á núna. Þetta er ódrepandi leikfélag, frá 1947 hefur ekki dottið út sýning, það er alveg einstakt“, segir Steindór.
Hveragerði Leikhús Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira