Loka landamærunum með gámum og olíubílum Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2019 22:52 Hraðbrautin milli kólumbísku borgarinnar Cúcuta og venesúelsku borgarinnar Ureña. AP Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. Herinn hefur nú lokað landamærunum að Kólumbíu með því að koma gámum og olíubílum þar fyrir. Segja má að tveir forsetar séu nú starfandi í Venesúela – þeir Nicolas Maduro og Juan Guaidó. Maduro, sem gegnt hefur forsetaembættinu frá 2013, hefur fyrirskipað hernum að loka landamærunum milli kólumbísku borginni Cúcuta og venesúelsku borgarinnar Ureña. Er þetta gert til að koma í veg fyrir að neyðaraðstoð berist inn í landið um brúna sem tengir borgirnar tvær. Stjórnarandstæðingar hugðust flytja birgðir inn í landið fyrr í dag, en stjórnarhermenn gripu þá til þess ráðs að loka landamærunum eftir fyrirskipan Maduro. Guaidó, sem íslensk stjórnvöld hafa nú viðurkennt sem lögmætan bráðabirgðaforseta Venesúela, segir að líf 300 þúsund íbúa Venesúela sé í hættu, takist ekki að koma hjálpargögnum til landsins.EPAMatvæði og lyf Reuters greindi frá því í gær að bandarísk yfirvöld hafi ætlað sér að senda matvæli og lyf til Venesúela, en Maduro hefur ítrekað sakað þau um að aðgerðin sé einungis liður í því að komast yfir olíuauðlindir Venesúela. Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí á síðasta ári. Stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki kosningarnar og eftirlitsaðilar sögðu þær ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela og hefur hann sagt að markmið hans sé að mynda starfstjórn og boða til nýrra kosninga. Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. Herinn hefur nú lokað landamærunum að Kólumbíu með því að koma gámum og olíubílum þar fyrir. Segja má að tveir forsetar séu nú starfandi í Venesúela – þeir Nicolas Maduro og Juan Guaidó. Maduro, sem gegnt hefur forsetaembættinu frá 2013, hefur fyrirskipað hernum að loka landamærunum milli kólumbísku borginni Cúcuta og venesúelsku borgarinnar Ureña. Er þetta gert til að koma í veg fyrir að neyðaraðstoð berist inn í landið um brúna sem tengir borgirnar tvær. Stjórnarandstæðingar hugðust flytja birgðir inn í landið fyrr í dag, en stjórnarhermenn gripu þá til þess ráðs að loka landamærunum eftir fyrirskipan Maduro. Guaidó, sem íslensk stjórnvöld hafa nú viðurkennt sem lögmætan bráðabirgðaforseta Venesúela, segir að líf 300 þúsund íbúa Venesúela sé í hættu, takist ekki að koma hjálpargögnum til landsins.EPAMatvæði og lyf Reuters greindi frá því í gær að bandarísk yfirvöld hafi ætlað sér að senda matvæli og lyf til Venesúela, en Maduro hefur ítrekað sakað þau um að aðgerðin sé einungis liður í því að komast yfir olíuauðlindir Venesúela. Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí á síðasta ári. Stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki kosningarnar og eftirlitsaðilar sögðu þær ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela og hefur hann sagt að markmið hans sé að mynda starfstjórn og boða til nýrra kosninga.
Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15