Metsöluhöfundur laug til um heilakrabbamein og dauða móður sinnar og bróður Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2019 23:16 Rithöfundurinn Dan Mallory. Vísir/Getty Höfundur skáldsögunnar Konan í glugganum, eða The Woman in the Window, hefur viðurkennt að hafa logið því að vera með heilakrabbamein. Dan Mallory ritaði þessa skáldsögu undir dulnefninu AJ Finn en hann segist hafa haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein til að fela vandamál sem hann glímdi við vegna geðhvarfasýki. Hann viðurkenndi þetta eftir að hafa verið sakaður um röð lyga um einkalíf sitt af blaðamanninum Ian Parker. Birtist grein blaðamannsins í bandaríska tímaritinu The New Yorker Mallory segir í The New Yorker að það hafi aldrei verið ætlun hans að misnota góðvild annarra með því að ljúga að hann væri með heilakrabbamein.Konan í glugganum var fyrsta skáldsaga Mallory en hún var gefin út í janúar í fyrra og fór beint í efsta sæti á sölulista New York Times. Sagan fjallar um konu sem er haldin víðáttufælni en síðar á árinu er kvikmynd væntanleg sem byggð er á bókinni. Fara Amy Adams og Gary Oldman með aðalhlutverk hennar. Í grein New Yorker er því haldið fram að Mallory hafi ítrekað haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein. Hann hafi sagt það í háskólaumsókn og við samstarfsfélaga sína hjá bókaútgáfum í London og New York. Því er einnig haldið fram í greininni að hann hafi sagt móður sína hafa dáið úr krabbameini og að bróðir sinn væri einnig látinn. Móðir hans greindist vissulega með krabbamein þegar Mallory var á táningsaldri en bæði hún og bróðir hans eru enn á lífi í dag. Mallory segir við New Yorker að hann hafi stóran part ævi sinnar skammast sín fyrir andleg veikindi sín. Hann óttaðist hvaða augum aðrir myndu líta á hann ef þeir kæmust að því sanna, að hann væri haldinn geðhvarfasýki, og því þótti honum auðveldara að segjast vera með heilakrabbamein. Líkt og aðrir sem greinast með geðhvarfasýki hefur hann farið í gegnum mikið þunglyndi, verið haldinn miklum ranghugmyndum og þráhyggju ásamt minnisleysi. „Það hefur verið skelfilegt því í minni nauð hef ég gert, sagt eða trúað hlutum sem ég myndi venjulega aldrei gera, segja eða trúa. Hlutir sem, í mörgum tilvikum, mig rekur ekki minni til,“ segir Mallory við New Yorker. Bókmenntir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Höfundur skáldsögunnar Konan í glugganum, eða The Woman in the Window, hefur viðurkennt að hafa logið því að vera með heilakrabbamein. Dan Mallory ritaði þessa skáldsögu undir dulnefninu AJ Finn en hann segist hafa haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein til að fela vandamál sem hann glímdi við vegna geðhvarfasýki. Hann viðurkenndi þetta eftir að hafa verið sakaður um röð lyga um einkalíf sitt af blaðamanninum Ian Parker. Birtist grein blaðamannsins í bandaríska tímaritinu The New Yorker Mallory segir í The New Yorker að það hafi aldrei verið ætlun hans að misnota góðvild annarra með því að ljúga að hann væri með heilakrabbamein.Konan í glugganum var fyrsta skáldsaga Mallory en hún var gefin út í janúar í fyrra og fór beint í efsta sæti á sölulista New York Times. Sagan fjallar um konu sem er haldin víðáttufælni en síðar á árinu er kvikmynd væntanleg sem byggð er á bókinni. Fara Amy Adams og Gary Oldman með aðalhlutverk hennar. Í grein New Yorker er því haldið fram að Mallory hafi ítrekað haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein. Hann hafi sagt það í háskólaumsókn og við samstarfsfélaga sína hjá bókaútgáfum í London og New York. Því er einnig haldið fram í greininni að hann hafi sagt móður sína hafa dáið úr krabbameini og að bróðir sinn væri einnig látinn. Móðir hans greindist vissulega með krabbamein þegar Mallory var á táningsaldri en bæði hún og bróðir hans eru enn á lífi í dag. Mallory segir við New Yorker að hann hafi stóran part ævi sinnar skammast sín fyrir andleg veikindi sín. Hann óttaðist hvaða augum aðrir myndu líta á hann ef þeir kæmust að því sanna, að hann væri haldinn geðhvarfasýki, og því þótti honum auðveldara að segjast vera með heilakrabbamein. Líkt og aðrir sem greinast með geðhvarfasýki hefur hann farið í gegnum mikið þunglyndi, verið haldinn miklum ranghugmyndum og þráhyggju ásamt minnisleysi. „Það hefur verið skelfilegt því í minni nauð hef ég gert, sagt eða trúað hlutum sem ég myndi venjulega aldrei gera, segja eða trúa. Hlutir sem, í mörgum tilvikum, mig rekur ekki minni til,“ segir Mallory við New Yorker.
Bókmenntir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira