Forsætisráðherra boðar matvælastefnu sem þegar er í mótun hjá Kristjáni Þór Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. febrúar 2019 06:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hugmyndir um matvælastefnu, sem forsætisráðherra hyggst ræða á fundi ríkisstjórnar á morgun, eru þegar í mótun í verkefnastjórn sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti á fót síðastliðið haust með það að markmiði að drög að matvælastefnu yrðu tilbúin í árslok 2019. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins líta báðir ráðherrar svo á að málið sé á þeirra borði en Katrín Jakobsdóttir mun kynna tillögur sínar um mótun atvinnustefnu í ríkisstjórn á morgun. Katrín segir fulltrúa fernra samtaka hafa óskað eftir fundi með sér um mótun matvælastefnu; Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar og Bændasamtök Íslands. Athygli vekur að um sömu samtök er að ræða og eiga sæti í verkefnastjórn Kristjáns Þórs, að Samtökum ferðaþjónustunnar undanskildum. „Mér finnst frábært hjá atvinnurekendum að stíga fram og segjast vera til í samtal á breiðum grunni,“ segir Katrín. Hún boðaði fleiri ráðherra á fund með samtökunum, ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs, ferðamála og iðnaðar og umhverfis. „Ég mun svo koma með tillögu til ríkisstjórnar á föstudaginn um hvernig við getum brugðist við þessu erindi,“ segir Katrín og leggur áherslu á að mikilvægt sé að taka þessi mál upp á næsta stig og horfa á þau í breiðara samhengi til dæmis út frá umhverfis- og heilbrigðisþáttum. Ekki náðist í Kristján Þór við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt upplýsingum úr ráðuneyti hans er litið svo á að málið sé enn á hans borði þar sem verkefnastjórn hafi verið skipuð og vinni að stefnunni. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Ríkisstjórn Sjávarútvegur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Hugmyndir um matvælastefnu, sem forsætisráðherra hyggst ræða á fundi ríkisstjórnar á morgun, eru þegar í mótun í verkefnastjórn sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti á fót síðastliðið haust með það að markmiði að drög að matvælastefnu yrðu tilbúin í árslok 2019. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins líta báðir ráðherrar svo á að málið sé á þeirra borði en Katrín Jakobsdóttir mun kynna tillögur sínar um mótun atvinnustefnu í ríkisstjórn á morgun. Katrín segir fulltrúa fernra samtaka hafa óskað eftir fundi með sér um mótun matvælastefnu; Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar og Bændasamtök Íslands. Athygli vekur að um sömu samtök er að ræða og eiga sæti í verkefnastjórn Kristjáns Þórs, að Samtökum ferðaþjónustunnar undanskildum. „Mér finnst frábært hjá atvinnurekendum að stíga fram og segjast vera til í samtal á breiðum grunni,“ segir Katrín. Hún boðaði fleiri ráðherra á fund með samtökunum, ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs, ferðamála og iðnaðar og umhverfis. „Ég mun svo koma með tillögu til ríkisstjórnar á föstudaginn um hvernig við getum brugðist við þessu erindi,“ segir Katrín og leggur áherslu á að mikilvægt sé að taka þessi mál upp á næsta stig og horfa á þau í breiðara samhengi til dæmis út frá umhverfis- og heilbrigðisþáttum. Ekki náðist í Kristján Þór við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt upplýsingum úr ráðuneyti hans er litið svo á að málið sé enn á hans borði þar sem verkefnastjórn hafi verið skipuð og vinni að stefnunni.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Ríkisstjórn Sjávarútvegur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira