Um samflot og brúarsmíði Andri Steinn Hilmarsson skrifar 30. janúar 2019 07:36 Fossvogsbrú verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Önnur umferð, s.s. hópferðabifreiða eða fólksbíla verður ekki leyfð. Ástæða er til þess að skerpa á staðreyndum vegna umræðu á kaffistofum og samfélagsmiðlum í kjölfar bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar nýverið. Þar hvöttu þeir til þess að skoðaðir yrðu kostir þess að hleypa þétt setnum bílum, þ.e. samfloti, yfir brúna. Engin áform eru hjá bæjaryfirvöldum í Kópavogi um að hleypa almennri bílaumferð yfir brúna. Til að mynda sagði í afgreiðslu skipulagsráðs Kópavogsbæjar í október sl., sem var staðfest af bæjarstjórn, þegar samþykkt var að auglýsa tillögu að deiliskipulagi „Skipulagsráð vill ítreka að brúin er hugsuð fyrir eina akrein fyrir almenningssamgöngur auk umferð gangandi og hjólandi.“ Í aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 var við gildistöku gert ráð fyrir að brúin yrði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Samhliða gerð deiliskipulags við brúna var hins vegar gerð sú breyting á aðalskipulaginu í mars 2018 sem heimilar umferð almenningsvagna yfir brúna. Þá verður neyðarakstur leyfður í undantekningartilfellum sem kemur sér vel fyrir íbúa á Kársnesi. Kópavogur tók þátt í alþjóðlegu hugmyndasamkeppninni Nordic Built Cities Challenge árið 2016 og var þá Kársnes valið til þátttöku ásamt fimm öðrum þéttbýlissvæðum á Norðurlöndunum. Tillagan „Spot On Kársnes“ vann sigur úr býtum og gerði tillagan ráð fyrir að lagðar yrðu brýr fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur yfir Fossvog til Reykjavíkur annars vegar og hins vegar yfir Skerjafjörð á Álftanes. Þótt ekki sé unnið að breytingum í skipulagi í samræmi við tillöguna hefur hún orðið Kópavogi mikill innblástur við skipulagsvinnu. Ekki þarf að deila um jákvæð áhrif samflots í umferðinni og hvetur undirritaður til þess að horft verði til sérstakra hvata fyrir samflot þar sem því verður komið við í umferðinni. Þegar fleiri eru um hverja bílferð fækkar bílum í umferðinni og ferðatími fólks styttist. Samflot leiðir til sparnaðar bæði fyrir einstaklinga og samfélagið og dregur úr mengun. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á Kárnsesi á næstu árum. Þétting byggðar og fjölgun íbúa kallar á nýjar áherslur og áskoranir í samgöngumálum. Ekki er á það bætandi að auka á umferð á Kársnesi með tengingu fyrir almenna umferð yfir Fossvogsbrú. Þvert á móti hefur Kópavogsbær hefur sett sér metnaðarfullt markmið um að þrefalda ferðir sem farnar eru með almenningssamgöngum í bænum árið 2040 og fjölga verulega ferðum hjólandi og gangandi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fossvogsbrú Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Fossvogsbrú verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Önnur umferð, s.s. hópferðabifreiða eða fólksbíla verður ekki leyfð. Ástæða er til þess að skerpa á staðreyndum vegna umræðu á kaffistofum og samfélagsmiðlum í kjölfar bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar nýverið. Þar hvöttu þeir til þess að skoðaðir yrðu kostir þess að hleypa þétt setnum bílum, þ.e. samfloti, yfir brúna. Engin áform eru hjá bæjaryfirvöldum í Kópavogi um að hleypa almennri bílaumferð yfir brúna. Til að mynda sagði í afgreiðslu skipulagsráðs Kópavogsbæjar í október sl., sem var staðfest af bæjarstjórn, þegar samþykkt var að auglýsa tillögu að deiliskipulagi „Skipulagsráð vill ítreka að brúin er hugsuð fyrir eina akrein fyrir almenningssamgöngur auk umferð gangandi og hjólandi.“ Í aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 var við gildistöku gert ráð fyrir að brúin yrði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Samhliða gerð deiliskipulags við brúna var hins vegar gerð sú breyting á aðalskipulaginu í mars 2018 sem heimilar umferð almenningsvagna yfir brúna. Þá verður neyðarakstur leyfður í undantekningartilfellum sem kemur sér vel fyrir íbúa á Kársnesi. Kópavogur tók þátt í alþjóðlegu hugmyndasamkeppninni Nordic Built Cities Challenge árið 2016 og var þá Kársnes valið til þátttöku ásamt fimm öðrum þéttbýlissvæðum á Norðurlöndunum. Tillagan „Spot On Kársnes“ vann sigur úr býtum og gerði tillagan ráð fyrir að lagðar yrðu brýr fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur yfir Fossvog til Reykjavíkur annars vegar og hins vegar yfir Skerjafjörð á Álftanes. Þótt ekki sé unnið að breytingum í skipulagi í samræmi við tillöguna hefur hún orðið Kópavogi mikill innblástur við skipulagsvinnu. Ekki þarf að deila um jákvæð áhrif samflots í umferðinni og hvetur undirritaður til þess að horft verði til sérstakra hvata fyrir samflot þar sem því verður komið við í umferðinni. Þegar fleiri eru um hverja bílferð fækkar bílum í umferðinni og ferðatími fólks styttist. Samflot leiðir til sparnaðar bæði fyrir einstaklinga og samfélagið og dregur úr mengun. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á Kárnsesi á næstu árum. Þétting byggðar og fjölgun íbúa kallar á nýjar áherslur og áskoranir í samgöngumálum. Ekki er á það bætandi að auka á umferð á Kársnesi með tengingu fyrir almenna umferð yfir Fossvogsbrú. Þvert á móti hefur Kópavogsbær hefur sett sér metnaðarfullt markmið um að þrefalda ferðir sem farnar eru með almenningssamgöngum í bænum árið 2040 og fjölga verulega ferðum hjólandi og gangandi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar