Andlát belgísks manns sýnir fram á mikilvægi þess að kæla matinn hratt Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 18:42 Maðurinn eldaði sér spagettí með tómatsósu, sem dró hann til dauða. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Afar mikilvægt er að kæla hratt niður matvæli sem elduð eru í stórum skömmtum og geyma þau einnig inn í ísskáp. Þannig má koma í veg fyrir að gró sem gætu fundist í matnum spíri og valdi alvarlegum veikindum. Árið 2008 lést belgískur maður eftir að hafa borðað mat sem hann eldaði fimm dögum áður. Þetta kom fram í máli Dóru Gunnarsdóttur forstöðumanns neytendaverndar hjá Matvælastofnun í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni umræðunnar er andlát tvítugs manns frá Belgíu árið 2008 sem komst nýverið aftur í fréttir eftir að læknir fjallaði um það á YouTube-rás sinni. Maðurinn borðaði upphitað spagettí með tómatsósu sem hann hafði útbúið fimm dögum áður og geymt við stofuhita. Í kjölfarið veiktist hann hastarlega af völdum bakteríunnar bacillus cereus, sem lagðist á lifrina í honum, og lést. Bakterían myndar gró sem geta verið eitruð mönnum. Umfjöllun læknisins má sjá í myndbandinu hér að neðan.Gróin geta lifað suðuna af Dóra sagði að sérstaklega þyrfti að passa upp á kælingu þegar eldað er í stórum skömmtum, líkt og í tilfelli belgíska mannsins. Þetta eigi sérstaklega við um þurrvörur á borð við hrísgrjón og pasta. „Það sem maður þarf að passa þegar maður er að elda pasta eða hrísgrjón í stórum skömmtum er að kæla matvælin hratt niður því að það geta verið gró til staðar sem lifa af suðuna. Ef að kælingin er hæg, ekki nógu hröð, þá geta þessi gró farið að spíra eins og við köllum það og bakteríurnar fara að fjölga sér,“ sagði Dóra. „Svo geymir hann þetta líka við stofuhita í langan tíma og þá fara bakteríurnar á fulla ferð og fjölga sér.“ Dóra sagði þetta ekki aðeins eiga við um pasta og hrísgrjón heldur allan mat sem eldaður er í stórum skömmtum og ætlaður er til geymslu. Í flestum tilvikum þurfi að huga vel að hraðri kælingu – og til þess séu til góð ráð. „Þá er hægt að deila súpunni niður í smærri ílát, setja pottinn þess vegna í vatnsbað og hræra aðeins í af og til, skipta um vatn, þannig hraðarðu kælingunni. Svo náttúrulega skiptir máli að setja matvælin inn í ísskáp þegar þau eru orðin nægilega köld, komin í tuttugu gráður. Þannig áttu að geta geymt matvæli í einhverja daga.“Viðtalið við Dóru má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Afar mikilvægt er að kæla hratt niður matvæli sem elduð eru í stórum skömmtum og geyma þau einnig inn í ísskáp. Þannig má koma í veg fyrir að gró sem gætu fundist í matnum spíri og valdi alvarlegum veikindum. Árið 2008 lést belgískur maður eftir að hafa borðað mat sem hann eldaði fimm dögum áður. Þetta kom fram í máli Dóru Gunnarsdóttur forstöðumanns neytendaverndar hjá Matvælastofnun í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni umræðunnar er andlát tvítugs manns frá Belgíu árið 2008 sem komst nýverið aftur í fréttir eftir að læknir fjallaði um það á YouTube-rás sinni. Maðurinn borðaði upphitað spagettí með tómatsósu sem hann hafði útbúið fimm dögum áður og geymt við stofuhita. Í kjölfarið veiktist hann hastarlega af völdum bakteríunnar bacillus cereus, sem lagðist á lifrina í honum, og lést. Bakterían myndar gró sem geta verið eitruð mönnum. Umfjöllun læknisins má sjá í myndbandinu hér að neðan.Gróin geta lifað suðuna af Dóra sagði að sérstaklega þyrfti að passa upp á kælingu þegar eldað er í stórum skömmtum, líkt og í tilfelli belgíska mannsins. Þetta eigi sérstaklega við um þurrvörur á borð við hrísgrjón og pasta. „Það sem maður þarf að passa þegar maður er að elda pasta eða hrísgrjón í stórum skömmtum er að kæla matvælin hratt niður því að það geta verið gró til staðar sem lifa af suðuna. Ef að kælingin er hæg, ekki nógu hröð, þá geta þessi gró farið að spíra eins og við köllum það og bakteríurnar fara að fjölga sér,“ sagði Dóra. „Svo geymir hann þetta líka við stofuhita í langan tíma og þá fara bakteríurnar á fulla ferð og fjölga sér.“ Dóra sagði þetta ekki aðeins eiga við um pasta og hrísgrjón heldur allan mat sem eldaður er í stórum skömmtum og ætlaður er til geymslu. Í flestum tilvikum þurfi að huga vel að hraðri kælingu – og til þess séu til góð ráð. „Þá er hægt að deila súpunni niður í smærri ílát, setja pottinn þess vegna í vatnsbað og hræra aðeins í af og til, skipta um vatn, þannig hraðarðu kælingunni. Svo náttúrulega skiptir máli að setja matvælin inn í ísskáp þegar þau eru orðin nægilega köld, komin í tuttugu gráður. Þannig áttu að geta geymt matvæli í einhverja daga.“Viðtalið við Dóru má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira