Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 14:40 Enn hefur ekki þurft að loka sundlaugum í Reykjavík vegna kuldans en í Rangárvallasýslu hefur þurft að grípa til þess ráðs. vísir/vilhelm Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. Vegna þessa komi það nokkuð á óvart að Veitum sé brugðið vegna kuldans og það viti varla á gott en Trausti vísar þarna til þess að Veitur hafa virkjað viðbragðsáætlun vegna kuldans og hvatt almenning til að fara vel með heita vatnið. Í færslu sinni spyr Trausti hvað gerist ef raunverulegir kuldar skella á og segir að álag á hitakerfi vaxi talsvert með vindi. „Kannski hafa menn haldið að hnattræn hlýnun hafi gengið frá nákvæmlega öllum kuldaköstum dauðum. Nei, kuldaköst eru ekki dauð þó tíðni þeirra hafi óneitanlega minnkað verulega hin síðari ár miðað við það sem oft var áður og heldur tannlaus hafa þau flest verið síðustu tvo áratugi,“ segir Trausti sem í færslunni tekur saman daga sem eru jafnkaldir eða kaldari en þeir tveir til þrír sem eru nýliðnir í Reykjavík.Frost herðir aftur um helgina „Horft er alveg aftur til 1872 en upplýsingar um daglegan meðalhita vantar stöku ár snemma á 20.öld. Það vekur strax eftirtekt hversu fáir köldu dagarnir hafa verið á þessum áratug, árið 2011 sker sig að vísu nokkuð úr - við fengum þá eftirminnilega kalda syrpu í desember. Fáein stök fyrri ár eru rýr, einna helst viðloðandi upp úr 1920. Þó kuldatímabil síðari hluta 20.aldar hafi hafist nokkuð snögglega 1965 var það samt þannig að kaldir dagar voru nokkuð algengir á stórum hluta hlýindatímans áður - mun algengari heldur en þeir hafa verið síðustu 14-15 árin - en áraskipti veruleg,“ segir Trausti en færslu hans í heild má sjá hér. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Veitna, sagði í samtali við Vísi í gær að heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefði vaxið hraðar heldur en bestu spár um fjölgun íbúa og húsnæði gerðu ráð fyrir. Á árum áður hefði heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu fylgt fjölda íbúa og húsnæðis en undanfarin ár hefur aukningin á heitavatnsnotkun verið hraðari. Í tilkynningu frá Veitum í morgun sagði svo að staðan væri óbreytt á höfuðborgarsvæðinu. Notkunin væri enn að aukast en hægt þó og miðað við veðurspár hefur dregið úr líkum á því að afhending vatns verði takmörkuð á morgun. Það er hins vegar gert ráð fyrir því að frostið herði aftur á laugardag og sunnudag. „Með því aukast líkur á að grípa þurfi til takmarkana á afhendingu þá. Þetta miðast við að ekkert beri út af í rekstri hitaveitunnar. Áfram er grannt fylgst með þróun mála og hagsmunaaðilum haldið upplýstum,“ segir í tilkynningu Veitna. Orkumál Veður Tengdar fréttir Mögulegt að heita vatnið skili sér ekki í laugarnar á föstudag Spáð er áframhaldandi frosti næstu daga og gæti komið til skerðinga á afhendingu á heitu vatni til stærri notenda Veitna á föstudag. 30. janúar 2019 10:57 Notkun heits vatns hefur aukist meira hlutfallslega en nemur fjölgun íbúa Þróunin varð til þess að farið var fyrr í stækkun varmastöðvar í Hellisheiðarvirkjun. 30. janúar 2019 14:04 Of mikið heitt vatn til stórnotanda í Ölfusi Biðlað til viðskiptavina Veitna að fara sparlega með heita vatnið. Einn stórnotandi í Ölfusi hefur notað of mikið heitt vatn. Á þremur svæðum á landinu er farið að bera á skorti. Kuldinn spilar hlutverk. Þegar búið að takmarka heita vatnið í sundlauginni á Hellu. 31. janúar 2019 06:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. Vegna þessa komi það nokkuð á óvart að Veitum sé brugðið vegna kuldans og það viti varla á gott en Trausti vísar þarna til þess að Veitur hafa virkjað viðbragðsáætlun vegna kuldans og hvatt almenning til að fara vel með heita vatnið. Í færslu sinni spyr Trausti hvað gerist ef raunverulegir kuldar skella á og segir að álag á hitakerfi vaxi talsvert með vindi. „Kannski hafa menn haldið að hnattræn hlýnun hafi gengið frá nákvæmlega öllum kuldaköstum dauðum. Nei, kuldaköst eru ekki dauð þó tíðni þeirra hafi óneitanlega minnkað verulega hin síðari ár miðað við það sem oft var áður og heldur tannlaus hafa þau flest verið síðustu tvo áratugi,“ segir Trausti sem í færslunni tekur saman daga sem eru jafnkaldir eða kaldari en þeir tveir til þrír sem eru nýliðnir í Reykjavík.Frost herðir aftur um helgina „Horft er alveg aftur til 1872 en upplýsingar um daglegan meðalhita vantar stöku ár snemma á 20.öld. Það vekur strax eftirtekt hversu fáir köldu dagarnir hafa verið á þessum áratug, árið 2011 sker sig að vísu nokkuð úr - við fengum þá eftirminnilega kalda syrpu í desember. Fáein stök fyrri ár eru rýr, einna helst viðloðandi upp úr 1920. Þó kuldatímabil síðari hluta 20.aldar hafi hafist nokkuð snögglega 1965 var það samt þannig að kaldir dagar voru nokkuð algengir á stórum hluta hlýindatímans áður - mun algengari heldur en þeir hafa verið síðustu 14-15 árin - en áraskipti veruleg,“ segir Trausti en færslu hans í heild má sjá hér. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Veitna, sagði í samtali við Vísi í gær að heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefði vaxið hraðar heldur en bestu spár um fjölgun íbúa og húsnæði gerðu ráð fyrir. Á árum áður hefði heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu fylgt fjölda íbúa og húsnæðis en undanfarin ár hefur aukningin á heitavatnsnotkun verið hraðari. Í tilkynningu frá Veitum í morgun sagði svo að staðan væri óbreytt á höfuðborgarsvæðinu. Notkunin væri enn að aukast en hægt þó og miðað við veðurspár hefur dregið úr líkum á því að afhending vatns verði takmörkuð á morgun. Það er hins vegar gert ráð fyrir því að frostið herði aftur á laugardag og sunnudag. „Með því aukast líkur á að grípa þurfi til takmarkana á afhendingu þá. Þetta miðast við að ekkert beri út af í rekstri hitaveitunnar. Áfram er grannt fylgst með þróun mála og hagsmunaaðilum haldið upplýstum,“ segir í tilkynningu Veitna.
Orkumál Veður Tengdar fréttir Mögulegt að heita vatnið skili sér ekki í laugarnar á föstudag Spáð er áframhaldandi frosti næstu daga og gæti komið til skerðinga á afhendingu á heitu vatni til stærri notenda Veitna á föstudag. 30. janúar 2019 10:57 Notkun heits vatns hefur aukist meira hlutfallslega en nemur fjölgun íbúa Þróunin varð til þess að farið var fyrr í stækkun varmastöðvar í Hellisheiðarvirkjun. 30. janúar 2019 14:04 Of mikið heitt vatn til stórnotanda í Ölfusi Biðlað til viðskiptavina Veitna að fara sparlega með heita vatnið. Einn stórnotandi í Ölfusi hefur notað of mikið heitt vatn. Á þremur svæðum á landinu er farið að bera á skorti. Kuldinn spilar hlutverk. Þegar búið að takmarka heita vatnið í sundlauginni á Hellu. 31. janúar 2019 06:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Mögulegt að heita vatnið skili sér ekki í laugarnar á föstudag Spáð er áframhaldandi frosti næstu daga og gæti komið til skerðinga á afhendingu á heitu vatni til stærri notenda Veitna á föstudag. 30. janúar 2019 10:57
Notkun heits vatns hefur aukist meira hlutfallslega en nemur fjölgun íbúa Þróunin varð til þess að farið var fyrr í stækkun varmastöðvar í Hellisheiðarvirkjun. 30. janúar 2019 14:04
Of mikið heitt vatn til stórnotanda í Ölfusi Biðlað til viðskiptavina Veitna að fara sparlega með heita vatnið. Einn stórnotandi í Ölfusi hefur notað of mikið heitt vatn. Á þremur svæðum á landinu er farið að bera á skorti. Kuldinn spilar hlutverk. Þegar búið að takmarka heita vatnið í sundlauginni á Hellu. 31. janúar 2019 06:00