Starfsmönnum seldir smábílar Félagsbústaða Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. janúar 2019 07:30 Einn bílanna sem Félagsbústaðir auglýstu til sölu. Mynd/félagsbústaðir „Þetta þótti ásættanleg niðurstaða enda með öllu óvíst hvort tekist hefði að selja alla bílana með öðrum hætti,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, um þá ákvörðun að selja starfsmanni fimm smábíla í eigu félagsins og dóttur annars einn. Alls fengust 780 þúsund krónur fyrir bílana sem orðnir voru gamlir og lúnir að sögn Sigrúnar. Ákveðið var að selja bílana innanhúss eftir að hefðbundnar auglýsingar báru ekki árangur. Í september síðastliðnum seldu Félagsbústaðir bifreiðar sem félagið hafði verið með í notkun um langt árabil og komið var að því að endurnýja. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóranum var um að ræða sex smábíla sem voru á bilinu 11 til 13 ára gamlir og eknir frá 108-160 þúsund kílómetra. Flestir hafi verið í döpru ástandi.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.„Fimm þessara bíla voru af gerðinni Honda Jazz en einn af gerðinni Toyota Yaris. Að mati bílasala sem FB leitaði til hefðu þessir bílar verið þungir í sölu vegna aldurs og ástands og taldi hann að fá mætti í hæsta lagi um 150 þús. kr. staðgreitt fyrir hvern Hondu bíl en eitthvað meira fyrir Toyotuna. Sölulaun fyrir hvern bíl hefðu verið 63.500 krónur,“ segir í svari Sigrúnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Af þessum sökum var þess freistað að auglýsa eftir tilboðum í bílana í Fréttablaðinu og á vef Félagsbústaða þann 18. ágúst 2018. „Þegar þessar auglýsingar báru ekki árangur var sendur tölvupóstur á starfsmenn FB og þeim boðið að gera tilboð í bílana. Mánuði síðar voru fimm þeirra seldir starfsmanni FB fyrir samtals 600 þúsund krónur og sá sjötti var seldur dóttur annars starfsmanns fyrir 180 þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við: „Samanlagt fengust því 780 þúsund krónur fyrir bílana með þessu móti sem er svipað eða heldur meira en vænta mátti samkvæmt upplýsingum sem fyrir lágu og að teknu tilliti til sölulauna,“ segir Sigrún. Félagsbústaðir hafa að sögn Sigrúnar endurnýjað átta bíla af þrettán. Kaupverð þeirra var á bilinu 2,9 til 3,2 milljónir. Hluti nýju bílanna var keyptur af innkaupadeild borgarinnar að undangengnu útboði en hluti eftir verðkönnun hjá umboðum. Félagið vinnur að mótun innkaupareglna í samráði við borgina. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta þótti ásættanleg niðurstaða enda með öllu óvíst hvort tekist hefði að selja alla bílana með öðrum hætti,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, um þá ákvörðun að selja starfsmanni fimm smábíla í eigu félagsins og dóttur annars einn. Alls fengust 780 þúsund krónur fyrir bílana sem orðnir voru gamlir og lúnir að sögn Sigrúnar. Ákveðið var að selja bílana innanhúss eftir að hefðbundnar auglýsingar báru ekki árangur. Í september síðastliðnum seldu Félagsbústaðir bifreiðar sem félagið hafði verið með í notkun um langt árabil og komið var að því að endurnýja. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóranum var um að ræða sex smábíla sem voru á bilinu 11 til 13 ára gamlir og eknir frá 108-160 þúsund kílómetra. Flestir hafi verið í döpru ástandi.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.„Fimm þessara bíla voru af gerðinni Honda Jazz en einn af gerðinni Toyota Yaris. Að mati bílasala sem FB leitaði til hefðu þessir bílar verið þungir í sölu vegna aldurs og ástands og taldi hann að fá mætti í hæsta lagi um 150 þús. kr. staðgreitt fyrir hvern Hondu bíl en eitthvað meira fyrir Toyotuna. Sölulaun fyrir hvern bíl hefðu verið 63.500 krónur,“ segir í svari Sigrúnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Af þessum sökum var þess freistað að auglýsa eftir tilboðum í bílana í Fréttablaðinu og á vef Félagsbústaða þann 18. ágúst 2018. „Þegar þessar auglýsingar báru ekki árangur var sendur tölvupóstur á starfsmenn FB og þeim boðið að gera tilboð í bílana. Mánuði síðar voru fimm þeirra seldir starfsmanni FB fyrir samtals 600 þúsund krónur og sá sjötti var seldur dóttur annars starfsmanns fyrir 180 þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við: „Samanlagt fengust því 780 þúsund krónur fyrir bílana með þessu móti sem er svipað eða heldur meira en vænta mátti samkvæmt upplýsingum sem fyrir lágu og að teknu tilliti til sölulauna,“ segir Sigrún. Félagsbústaðir hafa að sögn Sigrúnar endurnýjað átta bíla af þrettán. Kaupverð þeirra var á bilinu 2,9 til 3,2 milljónir. Hluti nýju bílanna var keyptur af innkaupadeild borgarinnar að undangengnu útboði en hluti eftir verðkönnun hjá umboðum. Félagið vinnur að mótun innkaupareglna í samráði við borgina.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði