Segja fólk næst leiðslunni hafa verið löðrandi í olíu áður en hún sprakk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2019 10:34 Frá vettvangi í Mexíkó þar sem sprengingin varð. AP/ Alexis Triboulard Fjöldi þeirra sem lést í gríðarmikilli sprengingu við olíuleiðslu í Mexíkó á föstudaginn er kominn upp í 85. Sprengingin varð er íbúar í nærliggjandi bæ freistuðu þess að stela olíu. Mikill olíuskortur er í Mexíkó. Olíuleiðslan liggur í grennd við bæinn Tlahuelilpan í miðhluta Mexikó. Í frétt NBC um málið segir að olíuleiðslan sé vinsæl á meðal þjófa sem hafi gert fjölmörg göt á hana í gegnum tíðina, til þess að komast í olíuna. Sprengingin á föstudaginn varð við eitt slíkt gat en þar höfðu allt að 600 manns safnast saman til þess að freista þess að næla sér í olíu enda talsverður olíuskortur í landinu.Rak steypujárn í leiðsluna Sjónarvottar sem komust lífs af segja að í fyrstu hafi lekinn við gatið verið lítill og hægt hafi verið að fylla eina og eina fötu í einu þannig að biðröð myndaðist. Eitthað virðist þetta hafa farið í taugarnar á sumum sem endaði með því að einn af þeim sem beið í biðröðinni rak steypujárn í gegnum viðgerð á gati á leiðslunni. Við það flæddi olía út um allt og segir í frétt NBC að þeir sem hafi verið staddir næst olíuleiðslunni hafi verið þaktir olíu, ekki síst þeir sem tóku að sér að standa við leiðsluna og fylla ílát handa þeim sem beðið höfðu eftir því að komast að leiðslunni. Fljótlega eftir það virðist sprengingin hafa orðið en ekki er vitað hvað olli henni. Sprengingin var gríðarstór og lokuðu yfirvöld af svæði sem er álíka stórt og knattspyrnuvöllur en jarðneskar leifar þeirra sem lentu í sprengingunni fundust á víð og dreif.Alejandro Gertz Manero, dómsmálaráðherra Mexíkó, hefur gefið það út að yfirvöld muni greiða fyrir sjúkrahúsvist og aðhlynningu þeirra 58 sem slösuðust í sprengingunni. Auk þess mun ríkið greiða jarðarfarir þeirra 85 sem létust. Fjölmargra er enn saknað eftir sprenginguna.Þá sagði Mareno að þeir sem voru á staðnum eingöngu í þeim tilgangi að næla sér í olíu muni ekki vera sóttir til saka vegna málsins. Rannsókn málsins muni beinast að því hvað, og mögulega hver, hafi valdið sprengingunni.Hér má sjá myndband sem tekið var upp þegar sprengingin varð. Rétt er þó að vara við myndefninu. Mexíkó Tengdar fréttir 66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Fjöldi þeirra sem lést í gríðarmikilli sprengingu við olíuleiðslu í Mexíkó á föstudaginn er kominn upp í 85. Sprengingin varð er íbúar í nærliggjandi bæ freistuðu þess að stela olíu. Mikill olíuskortur er í Mexíkó. Olíuleiðslan liggur í grennd við bæinn Tlahuelilpan í miðhluta Mexikó. Í frétt NBC um málið segir að olíuleiðslan sé vinsæl á meðal þjófa sem hafi gert fjölmörg göt á hana í gegnum tíðina, til þess að komast í olíuna. Sprengingin á föstudaginn varð við eitt slíkt gat en þar höfðu allt að 600 manns safnast saman til þess að freista þess að næla sér í olíu enda talsverður olíuskortur í landinu.Rak steypujárn í leiðsluna Sjónarvottar sem komust lífs af segja að í fyrstu hafi lekinn við gatið verið lítill og hægt hafi verið að fylla eina og eina fötu í einu þannig að biðröð myndaðist. Eitthað virðist þetta hafa farið í taugarnar á sumum sem endaði með því að einn af þeim sem beið í biðröðinni rak steypujárn í gegnum viðgerð á gati á leiðslunni. Við það flæddi olía út um allt og segir í frétt NBC að þeir sem hafi verið staddir næst olíuleiðslunni hafi verið þaktir olíu, ekki síst þeir sem tóku að sér að standa við leiðsluna og fylla ílát handa þeim sem beðið höfðu eftir því að komast að leiðslunni. Fljótlega eftir það virðist sprengingin hafa orðið en ekki er vitað hvað olli henni. Sprengingin var gríðarstór og lokuðu yfirvöld af svæði sem er álíka stórt og knattspyrnuvöllur en jarðneskar leifar þeirra sem lentu í sprengingunni fundust á víð og dreif.Alejandro Gertz Manero, dómsmálaráðherra Mexíkó, hefur gefið það út að yfirvöld muni greiða fyrir sjúkrahúsvist og aðhlynningu þeirra 58 sem slösuðust í sprengingunni. Auk þess mun ríkið greiða jarðarfarir þeirra 85 sem létust. Fjölmargra er enn saknað eftir sprenginguna.Þá sagði Mareno að þeir sem voru á staðnum eingöngu í þeim tilgangi að næla sér í olíu muni ekki vera sóttir til saka vegna málsins. Rannsókn málsins muni beinast að því hvað, og mögulega hver, hafi valdið sprengingunni.Hér má sjá myndband sem tekið var upp þegar sprengingin varð. Rétt er þó að vara við myndefninu.
Mexíkó Tengdar fréttir 66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31