Kallar dómarana áhugamenn og segir Króata hafa verið rænda um hábjartan dag Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 22. janúar 2019 13:00 Lino Cervar var verulega ósáttur. vísir/getty Þýskaland vann Króatíu, 22-21, í spennuleik í milliriðli Íslands á HM 2019 í handbolta í gærkvöldi en sigurinn tryggði gestgjöfum Þýskalands sæti í undanúrslitum mótsins og gerði að sama skapi út um vonir Króatíu að komast sömu leið. Lino Cervar, þjálfari króatíska landsliðsins brjálaðist undir lok leiks þegar að honum fannst dómararnir fara illa með sig og sína menn. Hann tók leikhlé þegar lítið var eftir og eyddi því í að stara illilega á umsjónarmenn leiksins. Eftir leik lét hann svo dómarana heyra það á blaðamannafundi. Hann byrjaði á því að tala ensku og óska þýska liðinu til hamingju með sigurinn en skipti svo yfir á króatísku. Hann sagði það mikilvægt því margir króatískir blaðamenn voru í salnum. „Það er mikilvægt að segja nokkra hluti um dómarana og réttlæti leiksins,“ sagði Cervar en orð hans voru svo túlkuð af konu í fjölmiðlateymi króatíska liðsins. „Þetta heimsmeistaramót ræður því hvaða lið komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í Tokýó árið 2020. Á mínum 45 ár sem þjálfari hef ég aldrei séð annað eins.“Króatía getur í besta falli náð fimmta sæti en líka endað í 9. sæti.vísir/getty„Dómararnir sinntu ekki starfi sínu í dag. Ólympíunefndin segir að allir eigi að spila á sama réttlætisgrundvelli en okkar lið spilaði ekki við sömu aðstæður og andstæðingurinn í dag.“ „Handboltinn verður að breytast. Það þýðir ekki að áhugamenn ákveði hvar mitt lið spilar næst. Ég vil hrósa mínu liði fyrir hvernig það tók á óréttlætinu en þetta er í þriðja sinn á HM sem við erum rændir.“ „Á endanum vil ég óska þýska liðinu til hamingju þýska liðinu til hamingju þannig að enginn haldi að ég virði það ekki. Christian [Prokop, þjálfari Þýskalands] og leikmennirnir eru toppmenn og þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Lino Cervar. Króatía er í fjórða sæti milliriðilsins en það tryggir því leik um sjöunda sætið en það sæti gefur þátttökurétt í umspilinu um Ólympíuleikina. Króatar geta aftur á móti misst sætið ef þeir tapa fyrir Frökkum og Brasilía vinnur Ísland á morgun því Brassar eru yfir gegn Króatíu í innbyrðis viðureignum eftir ein sögulegustu úrslit HM frá upphafi þegar að Brasilía vann Króatíu á sunnudaginn. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn en Lino Cervar fer af stað eftir 3:28. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira
Þýskaland vann Króatíu, 22-21, í spennuleik í milliriðli Íslands á HM 2019 í handbolta í gærkvöldi en sigurinn tryggði gestgjöfum Þýskalands sæti í undanúrslitum mótsins og gerði að sama skapi út um vonir Króatíu að komast sömu leið. Lino Cervar, þjálfari króatíska landsliðsins brjálaðist undir lok leiks þegar að honum fannst dómararnir fara illa með sig og sína menn. Hann tók leikhlé þegar lítið var eftir og eyddi því í að stara illilega á umsjónarmenn leiksins. Eftir leik lét hann svo dómarana heyra það á blaðamannafundi. Hann byrjaði á því að tala ensku og óska þýska liðinu til hamingju með sigurinn en skipti svo yfir á króatísku. Hann sagði það mikilvægt því margir króatískir blaðamenn voru í salnum. „Það er mikilvægt að segja nokkra hluti um dómarana og réttlæti leiksins,“ sagði Cervar en orð hans voru svo túlkuð af konu í fjölmiðlateymi króatíska liðsins. „Þetta heimsmeistaramót ræður því hvaða lið komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í Tokýó árið 2020. Á mínum 45 ár sem þjálfari hef ég aldrei séð annað eins.“Króatía getur í besta falli náð fimmta sæti en líka endað í 9. sæti.vísir/getty„Dómararnir sinntu ekki starfi sínu í dag. Ólympíunefndin segir að allir eigi að spila á sama réttlætisgrundvelli en okkar lið spilaði ekki við sömu aðstæður og andstæðingurinn í dag.“ „Handboltinn verður að breytast. Það þýðir ekki að áhugamenn ákveði hvar mitt lið spilar næst. Ég vil hrósa mínu liði fyrir hvernig það tók á óréttlætinu en þetta er í þriðja sinn á HM sem við erum rændir.“ „Á endanum vil ég óska þýska liðinu til hamingju þýska liðinu til hamingju þannig að enginn haldi að ég virði það ekki. Christian [Prokop, þjálfari Þýskalands] og leikmennirnir eru toppmenn og þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Lino Cervar. Króatía er í fjórða sæti milliriðilsins en það tryggir því leik um sjöunda sætið en það sæti gefur þátttökurétt í umspilinu um Ólympíuleikina. Króatar geta aftur á móti misst sætið ef þeir tapa fyrir Frökkum og Brasilía vinnur Ísland á morgun því Brassar eru yfir gegn Króatíu í innbyrðis viðureignum eftir ein sögulegustu úrslit HM frá upphafi þegar að Brasilía vann Króatíu á sunnudaginn. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn en Lino Cervar fer af stað eftir 3:28.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira
Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00
Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00
Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00