Telur hugsanlegt að fjöldi Íslendinga fái röng sýklalyf vegna ofnæmisskráningar Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2019 10:43 Benti Teitur á að fólk gæti leitað til heimilislæknis eftir ráðgjöf ef það er skráð með ofnæmi fyrir pensilíni. Vísir/Getty Teitur Guðmundsson læknir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða pensilínofnæmi og að hugsanlega sé fjöldi Íslendinga greindur með ofnæmi fyrir þessu sýklalyfi að ósekju. Vitnaði Teitur í nýja grein sem birtist á vef bandaríska læknatímaritsins Jama þar sem kemur fram að um tíu prósent Bandaríkjamanna séu skráð með ofnæmi fyrir pensilíni en nýja rannsóknir bendi til að mikill meirihluti þeirra sem er skráður með ofnæmi fyrir sýklalyfinu sé í raun ekki með ofnæmi fyrir því. Teitur sagði að mögulega þessi grein benti til þess að líklega séu of margir skráðir með ofnæmi fyrir pensilíni. Það verði til þess að læknar gefi þessum sjúklingum sýklalyf sem geti valdið mun alvarlegri aukaverkunum og sjúklingar fari þá á mis við bestu mögulegu meðferð. Hann sagði að mögulega hafi einhver fengið ofnæmisviðbrögð í æsku við pensilíni. Sjúklingurinn hafi þá kvartað undan lítils háttar útbrotum, kláða eða óþægindum í meltingarvegi. Læknirinn skráði það sem ofnæmi og það sem eftir lifir ævinnar fær sjúklingurinn ekki pensilín heldur mun breiðvirkari sýklalyf sem geta haft verri aukaverkanir og aukið líkur á bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum.Sagði Teitur að ofnæmi vegna pensilíns geti verið lífshættulegt í verstu tilfellunum. Ef einhver hefur þó fundið fyrir minniháttar aukaverkunum, líkt og þeim sem taldar voru upp hér fyrir ofan, þá minnki líkurnar á að þær geri vart við sig einhverjum árum seinna og mögulega séu þeir sem skráðir voru með ofnæmi ekki í raun og veru með það. Benti Teitur á að hægt væri að framkvæma ofnæmispróf fyrir pensilíni og tryggja þannig að sjúklingar fái bestu mögulegu meðferðina. Sagði hann ábyrgð lækna mikla þegar kemur að ávísun sýklalyfja. Í Bandaríkjunum séu um 23 til 25 þúsund dauðsföll á ári rakin til ónæmra baktería og það þurfi að gera mikið átak til að koma í veg fyrir lækna séu ekki að ávísa sýklalyfjum þegar það á ekki við. Kostnaðurinn við ofnæmispróf sé einhver en þó smávægilegur miðað við þá vá sem stafar af ónæmum bakteríum. Teitur sagði að fólk gæti leitað til heimilislæknis eftir ráðgjöf í þessum efnum, það er að segja ef það hefur á einhverjum tímapunkti verið skráð með ofnæmi fyrir pensilíni. Hann sagði góða og gilda ástæðu fyrir því að læknar ávísi sýklalyfjum í ákveðið langan tíma, ýmist fimm, sjö eða tíu daga. Það er til að tryggja að bakteríurnar sem sýklalyfin eiga að uppræta séu allar dauðar. Það að hætta sýklalyfjakúr of snemma af því sjúklingnum líður betur getur valdið því að ekki tekst að drepa allar bakteríurnar og þær geti þannig þróað með sér ónæmi og skapað mun meiri vanda. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Teitur Guðmundsson læknir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða pensilínofnæmi og að hugsanlega sé fjöldi Íslendinga greindur með ofnæmi fyrir þessu sýklalyfi að ósekju. Vitnaði Teitur í nýja grein sem birtist á vef bandaríska læknatímaritsins Jama þar sem kemur fram að um tíu prósent Bandaríkjamanna séu skráð með ofnæmi fyrir pensilíni en nýja rannsóknir bendi til að mikill meirihluti þeirra sem er skráður með ofnæmi fyrir sýklalyfinu sé í raun ekki með ofnæmi fyrir því. Teitur sagði að mögulega þessi grein benti til þess að líklega séu of margir skráðir með ofnæmi fyrir pensilíni. Það verði til þess að læknar gefi þessum sjúklingum sýklalyf sem geti valdið mun alvarlegri aukaverkunum og sjúklingar fari þá á mis við bestu mögulegu meðferð. Hann sagði að mögulega hafi einhver fengið ofnæmisviðbrögð í æsku við pensilíni. Sjúklingurinn hafi þá kvartað undan lítils háttar útbrotum, kláða eða óþægindum í meltingarvegi. Læknirinn skráði það sem ofnæmi og það sem eftir lifir ævinnar fær sjúklingurinn ekki pensilín heldur mun breiðvirkari sýklalyf sem geta haft verri aukaverkanir og aukið líkur á bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum.Sagði Teitur að ofnæmi vegna pensilíns geti verið lífshættulegt í verstu tilfellunum. Ef einhver hefur þó fundið fyrir minniháttar aukaverkunum, líkt og þeim sem taldar voru upp hér fyrir ofan, þá minnki líkurnar á að þær geri vart við sig einhverjum árum seinna og mögulega séu þeir sem skráðir voru með ofnæmi ekki í raun og veru með það. Benti Teitur á að hægt væri að framkvæma ofnæmispróf fyrir pensilíni og tryggja þannig að sjúklingar fái bestu mögulegu meðferðina. Sagði hann ábyrgð lækna mikla þegar kemur að ávísun sýklalyfja. Í Bandaríkjunum séu um 23 til 25 þúsund dauðsföll á ári rakin til ónæmra baktería og það þurfi að gera mikið átak til að koma í veg fyrir lækna séu ekki að ávísa sýklalyfjum þegar það á ekki við. Kostnaðurinn við ofnæmispróf sé einhver en þó smávægilegur miðað við þá vá sem stafar af ónæmum bakteríum. Teitur sagði að fólk gæti leitað til heimilislæknis eftir ráðgjöf í þessum efnum, það er að segja ef það hefur á einhverjum tímapunkti verið skráð með ofnæmi fyrir pensilíni. Hann sagði góða og gilda ástæðu fyrir því að læknar ávísi sýklalyfjum í ákveðið langan tíma, ýmist fimm, sjö eða tíu daga. Það er til að tryggja að bakteríurnar sem sýklalyfin eiga að uppræta séu allar dauðar. Það að hætta sýklalyfjakúr of snemma af því sjúklingnum líður betur getur valdið því að ekki tekst að drepa allar bakteríurnar og þær geti þannig þróað með sér ónæmi og skapað mun meiri vanda.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira