Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2019 15:42 Katrín og Hugrún eru báðar á því að það þurfi að gæta vel að því að starfsmenn stofnana verði ekki fyrir áreiti á sínum vinnustað. Hugrún R. Hjaltadóttir sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir að Jafnréttisstofa hafi komið að sem ráðgefandi aðili vegna málverka Gunnlaugs Blöndals á veggjum Seðlabankans sem tekin voru niður vegna óþæginda sem þau framkölluðu. Málið hefur verið til umræðu í samfélaginu undanfarin dægrin og var meðal annars til umfjöllunar á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum. Ólafur Ísleifsson óháður þingmaður innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eftir því hver hennar skoðun á þessu væri í því sem kannski má kalla „Brjóstamyndamálið“. Hugrún sagði í viðtali í Kastljósi í gær að fyrirtæki og stofnanir hafi notið slíkrar handleiðslu Jafnréttisstofu. Vísir spurði Hugrúnu nánar út í þau ummæli. Hugrún segir þetta ekki umfangsmikinn þátt í starfsemi stofnunarinnar. „Ráðgjöfin hefur aðalega snúið að myndefni auglýsinga sem almenningur hefur kvartað undan og gæti varðað við brot á 29. grein jafnréttislaga um auglýsingar,“ segir Hugrún og vísar til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. „Slík verkefni hafa verið nokkur á undanförnum árum og hafa verið nokkuð stöðug í fjölda.“Rukka ekki fyrir ráðgjöfinaHversu mörg fyrirtæki og stofnanir eru þetta sem hafa kallað til aðstoð frá sérfræðingum Jafnréttisstofu?„Það eru ekki margir aðilar sem hafa óskað eftir svona ráðgjöf og á árs grundvelli eru þetta líklega 2-3 aðilar en málaskrá okkar er ekki sundur greind með þeim hætti að ég geti svarað þessu án mikillar yfirsetu yfir gögnunum.“Erling Jóhannsson forseti BÍL er ómyrkur í máli í samtali við Vísi í gær og sagði að ef menn ætla að nálgast Listasöguna með þessum gleraugum sé óhjákvæmilegt að allt mun breytast í klám.Hugrún segir Jafnréttisstofu veita fyrirtækjum og stofnunum mjög víðtæka ráðgjöf um jafnréttismál, þá sérstaklega þegar kemur að gerð Jafnréttisáætlana en í þeim er stundum fjallað um myndefni á vinnustöðum. Það er þá alfarið að frumkvæði viðkomandi vinnustaðar. Þegar hún er spurð hvaða fyrirtæki og/eða stofnanir er um að ræða segir hún erfitt um að segja með svo skömmum fyrirvara: „Verkefnin eru svo eðlis ólík að ég á erfitt með að svara þessu. Seðlabankinn er eina stofnunin sem við höfum rætt listaverk við með þeim hætti sem þegar hefur verið lýst. Önnur umræða hefur verið um myndir í almannarými starfsmanna sem ekki eru listaverk.“Ólafur spyr út í afstöðu Katrínar Hugrún segir Jafnréttisstofu ekki þiggja greiðslu fyrir ráðgjöf heldur er svo litið á að hún sé hluti af lögbundnu hlutverki stofnunarinnar.Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við eitt af ómetanlegum verkum bankans en alls eru þau 320. Katrín telur Seðlabankann búa vel að sínu safni og sé í stakk búið til að gera svo eftir sem áður.fbl/stefánOg niðri á Alþingi voru þessi mál til umræðu. Katrín Jakobsdóttir, sem er bókmenntafræðingur, er sér fyllilega meðvituð um gryfjur ritskoðunar sem Ólafur Ísleifsson impraði á í fyrirspurn til hennar (14:08). Hann nefndi að sú ákvörðun að forfæra verkin hafi verið fordæmd harðlega af ýmsum, þar á meðal Bandalagi íslenskra listamanna, sem lýst hefur yfir furðu sinni á ákvörðuninni. Og talað um ritskoðun. Ólafur vildi fá fram viðbrögð Katrínar sem æðsta yfirmanns bankans; hvert hennar viðhorf væri til þessarar ákvörðunar? Og hvort, fyrst Seðlabankanum veittist svo erfitt að fara með þessi listaverk, vert væri að bankinn myndi fela Listasafni Íslands varðveislu síns viðamikla listaverkasafns?Katrín segir málið tvíþætt Katrín sagði að í sínum huga væri málið tví- ef ekki þríþætt, þá að teknu tilliti til fyrirspurnarinnar. Katrín sagðist vera mikill talsmaður listræns frelsis. „Ég tel að við eigum aldrei að skerða hið listræna frelsi og það er grundvallastjórnarmið í mínum huga.“ Katrín segir að í öðru lagi virðist, samkvæmt fréttaflutningi af málinu, þetta listaverk þar sem það var og í því samhengi sem það var þar hafa haft áhrif á líðan starfsmanna.Katrín Jakobsdóttir segist skilja að taka verði tillit til þess hvernig starfsmönnum líði á sínum vinnustað en listrænt frelsi sé grundvallaratriði í hennar huga.visir/vilhelm„Þá finnst mér það vera úrlausnarefni viðkomandi stofnunar, Seðlabankans að tryggja það að listverk sé til sýnis í þeim rýmum þar sem þau hafa þau áhrif að vera ekki sett í óþægilegt samhengi fyrir viðkomandi starfsmenn.“ Katrín sagðist hafa skilning á því að list gæti stuðað og mikilvægt að stofnanir ríkisins sýndi sínum starfsmönnum nærgætni og tillitssemi. En hún væri algerlega á móti því að list sem sýndi nekt eða fælu í sér pólitísk skilaboð, væru bönnuð. Hún opinberaði að hún væri sjálf með verk uppi á vegg á sínu heimili, með pólitísku inntaki, sem eflaust gæti stuðað ýmsa. En, það væri allt í lagi. Viðkomandi þyrfti þá ekkert að koma aftur í heimsókn til sín. Þá sagðist Katrín ekki vita betur en Seðlabankinn búi vel að sínu listaverkasafni. Og væri í stakk búinn til að gera svo. Alþingi Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Hugrún R. Hjaltadóttir sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir að Jafnréttisstofa hafi komið að sem ráðgefandi aðili vegna málverka Gunnlaugs Blöndals á veggjum Seðlabankans sem tekin voru niður vegna óþæginda sem þau framkölluðu. Málið hefur verið til umræðu í samfélaginu undanfarin dægrin og var meðal annars til umfjöllunar á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum. Ólafur Ísleifsson óháður þingmaður innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eftir því hver hennar skoðun á þessu væri í því sem kannski má kalla „Brjóstamyndamálið“. Hugrún sagði í viðtali í Kastljósi í gær að fyrirtæki og stofnanir hafi notið slíkrar handleiðslu Jafnréttisstofu. Vísir spurði Hugrúnu nánar út í þau ummæli. Hugrún segir þetta ekki umfangsmikinn þátt í starfsemi stofnunarinnar. „Ráðgjöfin hefur aðalega snúið að myndefni auglýsinga sem almenningur hefur kvartað undan og gæti varðað við brot á 29. grein jafnréttislaga um auglýsingar,“ segir Hugrún og vísar til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. „Slík verkefni hafa verið nokkur á undanförnum árum og hafa verið nokkuð stöðug í fjölda.“Rukka ekki fyrir ráðgjöfinaHversu mörg fyrirtæki og stofnanir eru þetta sem hafa kallað til aðstoð frá sérfræðingum Jafnréttisstofu?„Það eru ekki margir aðilar sem hafa óskað eftir svona ráðgjöf og á árs grundvelli eru þetta líklega 2-3 aðilar en málaskrá okkar er ekki sundur greind með þeim hætti að ég geti svarað þessu án mikillar yfirsetu yfir gögnunum.“Erling Jóhannsson forseti BÍL er ómyrkur í máli í samtali við Vísi í gær og sagði að ef menn ætla að nálgast Listasöguna með þessum gleraugum sé óhjákvæmilegt að allt mun breytast í klám.Hugrún segir Jafnréttisstofu veita fyrirtækjum og stofnunum mjög víðtæka ráðgjöf um jafnréttismál, þá sérstaklega þegar kemur að gerð Jafnréttisáætlana en í þeim er stundum fjallað um myndefni á vinnustöðum. Það er þá alfarið að frumkvæði viðkomandi vinnustaðar. Þegar hún er spurð hvaða fyrirtæki og/eða stofnanir er um að ræða segir hún erfitt um að segja með svo skömmum fyrirvara: „Verkefnin eru svo eðlis ólík að ég á erfitt með að svara þessu. Seðlabankinn er eina stofnunin sem við höfum rætt listaverk við með þeim hætti sem þegar hefur verið lýst. Önnur umræða hefur verið um myndir í almannarými starfsmanna sem ekki eru listaverk.“Ólafur spyr út í afstöðu Katrínar Hugrún segir Jafnréttisstofu ekki þiggja greiðslu fyrir ráðgjöf heldur er svo litið á að hún sé hluti af lögbundnu hlutverki stofnunarinnar.Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við eitt af ómetanlegum verkum bankans en alls eru þau 320. Katrín telur Seðlabankann búa vel að sínu safni og sé í stakk búið til að gera svo eftir sem áður.fbl/stefánOg niðri á Alþingi voru þessi mál til umræðu. Katrín Jakobsdóttir, sem er bókmenntafræðingur, er sér fyllilega meðvituð um gryfjur ritskoðunar sem Ólafur Ísleifsson impraði á í fyrirspurn til hennar (14:08). Hann nefndi að sú ákvörðun að forfæra verkin hafi verið fordæmd harðlega af ýmsum, þar á meðal Bandalagi íslenskra listamanna, sem lýst hefur yfir furðu sinni á ákvörðuninni. Og talað um ritskoðun. Ólafur vildi fá fram viðbrögð Katrínar sem æðsta yfirmanns bankans; hvert hennar viðhorf væri til þessarar ákvörðunar? Og hvort, fyrst Seðlabankanum veittist svo erfitt að fara með þessi listaverk, vert væri að bankinn myndi fela Listasafni Íslands varðveislu síns viðamikla listaverkasafns?Katrín segir málið tvíþætt Katrín sagði að í sínum huga væri málið tví- ef ekki þríþætt, þá að teknu tilliti til fyrirspurnarinnar. Katrín sagðist vera mikill talsmaður listræns frelsis. „Ég tel að við eigum aldrei að skerða hið listræna frelsi og það er grundvallastjórnarmið í mínum huga.“ Katrín segir að í öðru lagi virðist, samkvæmt fréttaflutningi af málinu, þetta listaverk þar sem það var og í því samhengi sem það var þar hafa haft áhrif á líðan starfsmanna.Katrín Jakobsdóttir segist skilja að taka verði tillit til þess hvernig starfsmönnum líði á sínum vinnustað en listrænt frelsi sé grundvallaratriði í hennar huga.visir/vilhelm„Þá finnst mér það vera úrlausnarefni viðkomandi stofnunar, Seðlabankans að tryggja það að listverk sé til sýnis í þeim rýmum þar sem þau hafa þau áhrif að vera ekki sett í óþægilegt samhengi fyrir viðkomandi starfsmenn.“ Katrín sagðist hafa skilning á því að list gæti stuðað og mikilvægt að stofnanir ríkisins sýndi sínum starfsmönnum nærgætni og tillitssemi. En hún væri algerlega á móti því að list sem sýndi nekt eða fælu í sér pólitísk skilaboð, væru bönnuð. Hún opinberaði að hún væri sjálf með verk uppi á vegg á sínu heimili, með pólitísku inntaki, sem eflaust gæti stuðað ýmsa. En, það væri allt í lagi. Viðkomandi þyrfti þá ekkert að koma aftur í heimsókn til sín. Þá sagðist Katrín ekki vita betur en Seðlabankinn búi vel að sínu listaverkasafni. Og væri í stakk búinn til að gera svo.
Alþingi Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45
Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28