Nýliðarnir lært margt á HM: Miklu meiri hraði en heima í Val Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 22. janúar 2019 19:30 Ýmir Örn Gíslason er á sínu öðru stórmóti en í fyrsta sinn á HM. vísri/getty HM-nýliðar íslenska landsliðsins hafa allir stimplað sig rækilega inn á einn eða annan hátt. Þeir fagna tækifærinu að þreyta frumraun sína á stærsta sviðinu og safna í reynslubankann. Alls eru níu leikmenn í íslenska landsliðinu sem lýkur leik á HM á morgun gegn Brasilíu sem eru að spila á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn og sjö eru á sínu fyrsta stórmóti. Við spurðum þrjá af þessum nýliðum hvað þeir eru búnir að læra af dvölinni í mekka handboltans. „Það er að koma sér inn á þetta stóra svið og fá reynslu á móti svona ógeðslega góðum liðum eins og Frakklandi og Þýskalandi,“ segir Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson sem kom óvænt inn í hópinn á lokametrunum fyrir mótið. „Það er bara frábært að fá að spila svona leiki og sjá hvernig þetta er. Þetta er allt annar hraði og allt önnur harka heldur en þar sem ég er að spila. Þetta eru rosalega mikilvægar mínútur sem maður er að fá og maður verður að nýta hverja einustu,“ segir Teitur Örn.Gísli Þorgeir Kristjánsson og Teitur Örn EInarsson eru báðir á sínu fyrsta stórmóti.vísri/gettyGísli Þorgeir Kristjánsson yfirgaf Olís-deildina síðasta sumar eins og Teitur og spilar nú með Kiel í Þýskalandi. Hann, eins og Selfyssingurinn, er á sínu fyrsta stórmóti. „Það er bara að fá tilfinninguna fyrir þessu. Mér finnst það mjög mikilvægt. Ég er búinn að læra mikið af þessum stóru leikjum. Það eru ákveðnar aðstæður sem maður er búinn að læra af og veit núna hvað maður á að gera og ekki að gera. Þetta mót er búið að hjálpa okkur nýliðunum að stimpla sig enn þá frekar inn í liðið og gera enn þá betur fyrir landsliðið,“ segir Gísli Þorgeir. Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason er á sínu öðru stórmóti en fyrsta heimsmeistaramóti. Hann hefur þurft að breyta leik sínum töluvert á undanförnum misserum og viðurkennir að hann þarf ýmislegt að læra. „Það er alveg þó nokkur slatti. Það er náttúrlega bara eitt og hálft ár síðan að ég byrjaði á línunni þannig að það er fullt. Ég þarf að standa blokkina betur, ég þarf líka meiri leikskilning inn á milli. Hann kemur. Í vörninni þarf maður að sleppa nógu snemma til að vera ekki að hanga aftan í mönnum. Það er meiri hreyfanleiki og talandi og keyra þessi hraðaupphlaup. Maður þarf að vera enn fljótari til baka því tempóið er mikið hærra. Mér finnst við spila hratt í Val en þetta er ekki nálægt því. Það er aðlalega hversu leikurinn er. Það er málið,“ segir Ýmir Örn Gíslason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Aron Pálmars búinn að koma okkur oftast yfir á HM 2019 Aron Pálmarsson er sá leikmaður sem hefur komið íslenska handboltalandsliðinu oftast í forystu á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. 22. janúar 2019 16:30 Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00 Ísland er eina liðið á HM þar sem markverðir verja best í vítum Íslensku markverðirnir á HM í handbolta 2019 skera sig algjörlega úr meðal markvarða hjá tólf bestu þjóðunum á þessu heimsmeistaramóti þegar kemur að því hvar þeir eru að verja hlutfallslega best. 22. janúar 2019 15:00 Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Landsliðsþjálfarinn skilur ekki hvernig er verið að fara með leikmennina á HM. 22. janúar 2019 19:00 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
HM-nýliðar íslenska landsliðsins hafa allir stimplað sig rækilega inn á einn eða annan hátt. Þeir fagna tækifærinu að þreyta frumraun sína á stærsta sviðinu og safna í reynslubankann. Alls eru níu leikmenn í íslenska landsliðinu sem lýkur leik á HM á morgun gegn Brasilíu sem eru að spila á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn og sjö eru á sínu fyrsta stórmóti. Við spurðum þrjá af þessum nýliðum hvað þeir eru búnir að læra af dvölinni í mekka handboltans. „Það er að koma sér inn á þetta stóra svið og fá reynslu á móti svona ógeðslega góðum liðum eins og Frakklandi og Þýskalandi,“ segir Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson sem kom óvænt inn í hópinn á lokametrunum fyrir mótið. „Það er bara frábært að fá að spila svona leiki og sjá hvernig þetta er. Þetta er allt annar hraði og allt önnur harka heldur en þar sem ég er að spila. Þetta eru rosalega mikilvægar mínútur sem maður er að fá og maður verður að nýta hverja einustu,“ segir Teitur Örn.Gísli Þorgeir Kristjánsson og Teitur Örn EInarsson eru báðir á sínu fyrsta stórmóti.vísri/gettyGísli Þorgeir Kristjánsson yfirgaf Olís-deildina síðasta sumar eins og Teitur og spilar nú með Kiel í Þýskalandi. Hann, eins og Selfyssingurinn, er á sínu fyrsta stórmóti. „Það er bara að fá tilfinninguna fyrir þessu. Mér finnst það mjög mikilvægt. Ég er búinn að læra mikið af þessum stóru leikjum. Það eru ákveðnar aðstæður sem maður er búinn að læra af og veit núna hvað maður á að gera og ekki að gera. Þetta mót er búið að hjálpa okkur nýliðunum að stimpla sig enn þá frekar inn í liðið og gera enn þá betur fyrir landsliðið,“ segir Gísli Þorgeir. Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason er á sínu öðru stórmóti en fyrsta heimsmeistaramóti. Hann hefur þurft að breyta leik sínum töluvert á undanförnum misserum og viðurkennir að hann þarf ýmislegt að læra. „Það er alveg þó nokkur slatti. Það er náttúrlega bara eitt og hálft ár síðan að ég byrjaði á línunni þannig að það er fullt. Ég þarf að standa blokkina betur, ég þarf líka meiri leikskilning inn á milli. Hann kemur. Í vörninni þarf maður að sleppa nógu snemma til að vera ekki að hanga aftan í mönnum. Það er meiri hreyfanleiki og talandi og keyra þessi hraðaupphlaup. Maður þarf að vera enn fljótari til baka því tempóið er mikið hærra. Mér finnst við spila hratt í Val en þetta er ekki nálægt því. Það er aðlalega hversu leikurinn er. Það er málið,“ segir Ýmir Örn Gíslason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Aron Pálmars búinn að koma okkur oftast yfir á HM 2019 Aron Pálmarsson er sá leikmaður sem hefur komið íslenska handboltalandsliðinu oftast í forystu á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. 22. janúar 2019 16:30 Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00 Ísland er eina liðið á HM þar sem markverðir verja best í vítum Íslensku markverðirnir á HM í handbolta 2019 skera sig algjörlega úr meðal markvarða hjá tólf bestu þjóðunum á þessu heimsmeistaramóti þegar kemur að því hvar þeir eru að verja hlutfallslega best. 22. janúar 2019 15:00 Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Landsliðsþjálfarinn skilur ekki hvernig er verið að fara með leikmennina á HM. 22. janúar 2019 19:00 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Aron Pálmars búinn að koma okkur oftast yfir á HM 2019 Aron Pálmarsson er sá leikmaður sem hefur komið íslenska handboltalandsliðinu oftast í forystu á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. 22. janúar 2019 16:30
Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00
Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00
Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00
Ísland er eina liðið á HM þar sem markverðir verja best í vítum Íslensku markverðirnir á HM í handbolta 2019 skera sig algjörlega úr meðal markvarða hjá tólf bestu þjóðunum á þessu heimsmeistaramóti þegar kemur að því hvar þeir eru að verja hlutfallslega best. 22. janúar 2019 15:00
Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Landsliðsþjálfarinn skilur ekki hvernig er verið að fara með leikmennina á HM. 22. janúar 2019 19:00