Færri hælisumsóknir í fyrra en undanfarin ár Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 19:37 Útlendingastofnun veitti 160 manns alþjóðlega vernd í fyrra en 800 sóttu um hana. Fréttablaðið/GVA Einstaklingum sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi fækkaði um rúmlega fjórðung á milli ára í fyrra. Þó að umsóknum ríkisborgara ríkja sem íslensk stjórnvöld telja örugg hafi fækkað um tvo þriðju fjölgaði umsóknum fólks frá öðrum ríkjum. Í frétt á vef Útlendingastofnunar kemur fram að 800 manns sóttu um alþjóðlega vernd í fyrra. Alls var 160 einstaklingum veitt vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum með ákvörðun stofnunarinnar. Þegar þeir sem fengu vernd í gegnum kærunefnd útlendingamála, sem aðstandendur eða í boði stjórnvalda eru taldir með var heildarfjöldi þeirra sem hlutu vernd 289 í fyrra. Umsóknirnar komu frá einstaklingum frá sjötíu ríkjum. Um fjórðungur umsækjenda var frá ríkjum á lista svonefndra öruggra upprunaríkja og er það sögð mikil fækkun frá síðustu tveimur árum á undan. Þá kom rúmur helmingur umsækjenda frá slíkum ríkjum. Stærstu hópar umsækjenda voru frá Írak og Albaníu, 112 og 108 umsóknir frá ríkisborgurum hvors ríkis. Þar á eftir voru Sómalar fjölmennastir (53), Afganar (46) og Pakistanar (45). Nærri því þrír af hverjum fjórum umsækjendum voru karlar og rúmur fjórðungur var fullorðinn eldri en átján ára.Tölfræði Útlendingastofnunar sem sýnir hvernig fjöldi umsókna hefur þróast undanfarin þrjú ár.ÚtlendingastofnunSigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggur áherslu á að umsækjendum frá ríkjum sem íslensk stjórnvöld telja örugg og hún telur að hafi lagt inn tilhæfulausar umsóknir hafi fækkað í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. „Ég hef lagt mikla áherslu á að stemma stigu við tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd frá öruggum ríkjum sem streymdu hingað til lands með fordæmalausum hætti árið 2016. Með aðgerðum sem drógu úr hvata fólks til að leggja fram bersýnilega tilhæfulausar umsóknir ásamt aðgerðum í samráði við erlend yfirvöld þeirra landa sem skilgreind voru sem örugg hefur mikill árangur náðst,“ skrifar ráðherrann. Þá segir Sigríður að mikill árangur hafi náðst í að hraða afgreiðslu umsókna í forgangsmeðferð. Afgreiðslutíminn hafi styst úr 69 dögum að meðaltali árið 2017 í fimm daga að meðaltali í fyrra. Hælisleitendur Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Einstaklingum sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi fækkaði um rúmlega fjórðung á milli ára í fyrra. Þó að umsóknum ríkisborgara ríkja sem íslensk stjórnvöld telja örugg hafi fækkað um tvo þriðju fjölgaði umsóknum fólks frá öðrum ríkjum. Í frétt á vef Útlendingastofnunar kemur fram að 800 manns sóttu um alþjóðlega vernd í fyrra. Alls var 160 einstaklingum veitt vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum með ákvörðun stofnunarinnar. Þegar þeir sem fengu vernd í gegnum kærunefnd útlendingamála, sem aðstandendur eða í boði stjórnvalda eru taldir með var heildarfjöldi þeirra sem hlutu vernd 289 í fyrra. Umsóknirnar komu frá einstaklingum frá sjötíu ríkjum. Um fjórðungur umsækjenda var frá ríkjum á lista svonefndra öruggra upprunaríkja og er það sögð mikil fækkun frá síðustu tveimur árum á undan. Þá kom rúmur helmingur umsækjenda frá slíkum ríkjum. Stærstu hópar umsækjenda voru frá Írak og Albaníu, 112 og 108 umsóknir frá ríkisborgurum hvors ríkis. Þar á eftir voru Sómalar fjölmennastir (53), Afganar (46) og Pakistanar (45). Nærri því þrír af hverjum fjórum umsækjendum voru karlar og rúmur fjórðungur var fullorðinn eldri en átján ára.Tölfræði Útlendingastofnunar sem sýnir hvernig fjöldi umsókna hefur þróast undanfarin þrjú ár.ÚtlendingastofnunSigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggur áherslu á að umsækjendum frá ríkjum sem íslensk stjórnvöld telja örugg og hún telur að hafi lagt inn tilhæfulausar umsóknir hafi fækkað í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. „Ég hef lagt mikla áherslu á að stemma stigu við tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd frá öruggum ríkjum sem streymdu hingað til lands með fordæmalausum hætti árið 2016. Með aðgerðum sem drógu úr hvata fólks til að leggja fram bersýnilega tilhæfulausar umsóknir ásamt aðgerðum í samráði við erlend yfirvöld þeirra landa sem skilgreind voru sem örugg hefur mikill árangur náðst,“ skrifar ráðherrann. Þá segir Sigríður að mikill árangur hafi náðst í að hraða afgreiðslu umsókna í forgangsmeðferð. Afgreiðslutíminn hafi styst úr 69 dögum að meðaltali árið 2017 í fimm daga að meðaltali í fyrra.
Hælisleitendur Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira