Þetta þarf að gerast í dag svo Ísland eigi mann í undanúrslitunum á HM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2019 10:30 Kristján Andrésson, Sander Sagosen og Mikkel Hansen. Samsett mynd/Getty og EPA Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. Þýskaland og Frakkland hafa þegar tryggt sig inn í undanúrslitin úr okkar riðli en í hinum riðlinum berjast þrjár Norðurlandaþjóðir um tvö laus sæti. Ísland getur átt góðan fulltrúa í undanúrslitunum á HM takist Svíum að tryggja sig inn í undanúrslitin í dag. Verkefnið er þó eins krefjandi og þau gerast því sænska liðsins bíður leikur á móti heimamönnum í danska landsliðinu. Danmörk er líka í bestu stöðunni fyrir lokaleikina enda með átta stig eða tveimur stigum meira en Svíþjóð og Noregur. Norðmenn spila við Ungverjaland í dag og sá leikur fer fram á undan leik Danmerkur og Svíþjóðar. Vinni Norðmenn Ungverja verða þeir líka í mjög góðri stöðu. En þeir þurfa samt að treysta á ákveðin úrslit verði ekki í leik Dana og Svía.Mikkel Hansen fagnar einu marka sinn á HM.Getty/Jan ChristensenDanir tryggja sér sæti í undanúrslitunum með því að ná í stig á móti Svíum og ef að Norðmenn vinna sinn leik á móti Ungverjalandi þá mega Danir tapa með þremur mörkum eða minna. Verði öll liðin jöfn að stigum með átta stig þá munu úrslit úr innbyrðisleikjum ráða röð liðanna. Danir unnu fjögurra marka sigur á Norðmönnum og búa því vel í þeim útreikningum. Norðmenn unnu Svía með þremur mörkum og eru því í -1 í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Svíar eru -3 og þurfa því þriggja marka sigur á Dönum til að komast upp fyrir Norðmenn. Tveggja marka sigur Svía gæti dugað vinni Norðmenn ekki upp forskot Svía í heildarmarkamun en Svíar eiga tvö mörk á Norðmenn fyrir lokaumferðina. Svíar eru +15 en Norðmenn +13. Danir gætu setið eftir en þá aðeins ef þeir tapa með meira en fimm mörkum á móti Svíum og Norðmenn verða jafnir þeim og Svíum að stigum. Öll liðin væru þá með átta stig en í innbyrðisleikjum væri Svíar +3, Norðmenn -1 og Danir -2. Það er hinsvegar afar ólíklegt að Svíar náði að vinna sex marka sigur á Dönum í Jyske Bank Boxen í Herning. Allt getur samt gerst. Danir og Norðmenn eru vissulega í betri stöðu en Svíar. Leikur Noregs og Ungverjalands hefst klukkan 17.00 en leikur Danmerkur og Svíþjóðar hefst klukkan 19.30. Þegar Danmörk og Svíþjóð hefja leik þá vita þau bæði nákvæmlega stöðuna og leikurinn gæti því orðið mjög taktískur.EPA/SRDJAN SUKIDanir fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef þeir vinna Svía - Ef þeir gera jafntefli við Svía - Ef Norðmenn vinna ekki UngverjaSvíar fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef þeir vinna Dani og Norðmenn vinna ekki Ungverja - Ef þeir gera jafntefli við Dani og Norðmenn tapa fyrir Ungverjum - Ef þeir vinna Dani með 3 mörkum eða meira og Norðmenn vinna UngverjaNorðmenn fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef Svíar tapa fyrir Dönum - Ef þeir vinna Ungverja og Svíar vinna ekki Dani - Ef þeir vinna Ungverja og Svíar vinna Dani með 1 marki - Ef þeir gera jafntefli við Ungverja og Svíar vinna ekki DaniNorðmaðurinn Sander Sagosen fagnar marki á HM.EPA/Henning BaggerInnbyrðisstaðan verði Danmörk, Noregur og Svíþjóð jöfn að stigum:Danmörk +4 mörk 30-26 sigur á NoregiMæta Svíum í kvöld.Noregur -1 mark 26-30 tap fyrir Danmörku 30-27 sigur á SvíþjóðSvíþjóð -3 mörk 27-30 tap fyrir NoregiMæta Dönum í kvöld HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. Þýskaland og Frakkland hafa þegar tryggt sig inn í undanúrslitin úr okkar riðli en í hinum riðlinum berjast þrjár Norðurlandaþjóðir um tvö laus sæti. Ísland getur átt góðan fulltrúa í undanúrslitunum á HM takist Svíum að tryggja sig inn í undanúrslitin í dag. Verkefnið er þó eins krefjandi og þau gerast því sænska liðsins bíður leikur á móti heimamönnum í danska landsliðinu. Danmörk er líka í bestu stöðunni fyrir lokaleikina enda með átta stig eða tveimur stigum meira en Svíþjóð og Noregur. Norðmenn spila við Ungverjaland í dag og sá leikur fer fram á undan leik Danmerkur og Svíþjóðar. Vinni Norðmenn Ungverja verða þeir líka í mjög góðri stöðu. En þeir þurfa samt að treysta á ákveðin úrslit verði ekki í leik Dana og Svía.Mikkel Hansen fagnar einu marka sinn á HM.Getty/Jan ChristensenDanir tryggja sér sæti í undanúrslitunum með því að ná í stig á móti Svíum og ef að Norðmenn vinna sinn leik á móti Ungverjalandi þá mega Danir tapa með þremur mörkum eða minna. Verði öll liðin jöfn að stigum með átta stig þá munu úrslit úr innbyrðisleikjum ráða röð liðanna. Danir unnu fjögurra marka sigur á Norðmönnum og búa því vel í þeim útreikningum. Norðmenn unnu Svía með þremur mörkum og eru því í -1 í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Svíar eru -3 og þurfa því þriggja marka sigur á Dönum til að komast upp fyrir Norðmenn. Tveggja marka sigur Svía gæti dugað vinni Norðmenn ekki upp forskot Svía í heildarmarkamun en Svíar eiga tvö mörk á Norðmenn fyrir lokaumferðina. Svíar eru +15 en Norðmenn +13. Danir gætu setið eftir en þá aðeins ef þeir tapa með meira en fimm mörkum á móti Svíum og Norðmenn verða jafnir þeim og Svíum að stigum. Öll liðin væru þá með átta stig en í innbyrðisleikjum væri Svíar +3, Norðmenn -1 og Danir -2. Það er hinsvegar afar ólíklegt að Svíar náði að vinna sex marka sigur á Dönum í Jyske Bank Boxen í Herning. Allt getur samt gerst. Danir og Norðmenn eru vissulega í betri stöðu en Svíar. Leikur Noregs og Ungverjalands hefst klukkan 17.00 en leikur Danmerkur og Svíþjóðar hefst klukkan 19.30. Þegar Danmörk og Svíþjóð hefja leik þá vita þau bæði nákvæmlega stöðuna og leikurinn gæti því orðið mjög taktískur.EPA/SRDJAN SUKIDanir fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef þeir vinna Svía - Ef þeir gera jafntefli við Svía - Ef Norðmenn vinna ekki UngverjaSvíar fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef þeir vinna Dani og Norðmenn vinna ekki Ungverja - Ef þeir gera jafntefli við Dani og Norðmenn tapa fyrir Ungverjum - Ef þeir vinna Dani með 3 mörkum eða meira og Norðmenn vinna UngverjaNorðmenn fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef Svíar tapa fyrir Dönum - Ef þeir vinna Ungverja og Svíar vinna ekki Dani - Ef þeir vinna Ungverja og Svíar vinna Dani með 1 marki - Ef þeir gera jafntefli við Ungverja og Svíar vinna ekki DaniNorðmaðurinn Sander Sagosen fagnar marki á HM.EPA/Henning BaggerInnbyrðisstaðan verði Danmörk, Noregur og Svíþjóð jöfn að stigum:Danmörk +4 mörk 30-26 sigur á NoregiMæta Svíum í kvöld.Noregur -1 mark 26-30 tap fyrir Danmörku 30-27 sigur á SvíþjóðSvíþjóð -3 mörk 27-30 tap fyrir NoregiMæta Dönum í kvöld
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira