Svekktir eftir töpin en hungrið mikið að klára HM með sigri Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 23. janúar 2019 11:00 Bjarki Már Elísson er klár í slaginn í dag. vísir/getty Strákarnir okkar mæta Brasilíu klukkan 14.30 á HM 2019 í handbolta í dag sem er síðasti leikur liðsins á mótinu. Okkar menn þurfa að vinna Brasilíu til að komast upp fyrir það í milliriðlinum. „Það er ekkert annað í stöðunni en að vinna. Við fengum hvíld í gær sem var kærkomin og síðan æfum við í dag. Við ætlum okkur sigur, það er klárt,“ segir Bjarki Már Elísson, hornamaður Íslands. Brasilía bauð upp á ein óvæntustu úrslitin í sögu HM um síðustu helgi þegar að liðið gerði sér lítið fyrir og vann Króatíu. Þetta verður því sýnd veiði en ekki gefin í dag. „Þeir eru komnir mjög langt. Það hefur verið sagt að að þeir séu firmalið en þeir eru ekki meira firmalið en það, að þeir unnu Króata,“ segir Bjarki Már. „Við þurfum að vera klárir. Brassarnir eru með fína leikmenn. Þeir eru með góða markverði og spila mikið af innleysingum. Þeir gerðu það mikið á móti okkur í Noregi og hengu lengi í okkur þá. Við þurfum bara að vera klárir en þetta er alveg gerlegt verkefni og ég hef trú á að við vinnum þá.“Guðmundur og strákarnir ætla að vinna í dag.vísr/gettyStrákarnir okkar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum í milliriðlinum á móti Þýskalandi og Frakklandi og vilja kveðja mótið með sigri í dag. „Við vorum svekktir eftir þessi töp en við gerum okkur grein fyrir því að við vorum að spila við mjög sterk lið. Maður þarf að ná rosalega góðum leik til að vinna þessi lið. Menn voru líka orðnir þreyttir en það er mikið hungur að enda þetta á góðum nótum og fara þannig í næsta verkefni,“ segir Bjarki. Hornamaðurinn rétthenti hefur deilt stöðunni bróðurlega með Stefáni Rafni Sigurmannssyni á mótinu í Þýskalandi en hvernig er að spila oftast bara hálfleik og hálfleik. „Það er oft þannig en ég er mikið að spila 60 mínútur núna hjá Füchse. Ég hef verið í þessari stöðu áður. Stundum er þetta gaman og stundum ekki. Þegar að maður fær eina sendingu í heilum hálfleik er þetta ekkert sérstaklega gaman,“ segir hann. „Maður bara tekur þessu og reynir að gera vel á þeim mínútum sem að maður fær. Þetta er náttúrlega styttri tími og getur verið misgaman,“ segir Bjarki Már Elísson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta þarf að gerast í dag svo Ísland eigi mann í undanúrslitunum á HM í handbolta Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. 23. janúar 2019 10:30 Teitur: Man eftir þegar að ég hitti Karabatic Teitur Örn Einarsson lýkur leik á HM 2019 í dag með strákunum okkar. 23. janúar 2019 10:00 Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira
Strákarnir okkar mæta Brasilíu klukkan 14.30 á HM 2019 í handbolta í dag sem er síðasti leikur liðsins á mótinu. Okkar menn þurfa að vinna Brasilíu til að komast upp fyrir það í milliriðlinum. „Það er ekkert annað í stöðunni en að vinna. Við fengum hvíld í gær sem var kærkomin og síðan æfum við í dag. Við ætlum okkur sigur, það er klárt,“ segir Bjarki Már Elísson, hornamaður Íslands. Brasilía bauð upp á ein óvæntustu úrslitin í sögu HM um síðustu helgi þegar að liðið gerði sér lítið fyrir og vann Króatíu. Þetta verður því sýnd veiði en ekki gefin í dag. „Þeir eru komnir mjög langt. Það hefur verið sagt að að þeir séu firmalið en þeir eru ekki meira firmalið en það, að þeir unnu Króata,“ segir Bjarki Már. „Við þurfum að vera klárir. Brassarnir eru með fína leikmenn. Þeir eru með góða markverði og spila mikið af innleysingum. Þeir gerðu það mikið á móti okkur í Noregi og hengu lengi í okkur þá. Við þurfum bara að vera klárir en þetta er alveg gerlegt verkefni og ég hef trú á að við vinnum þá.“Guðmundur og strákarnir ætla að vinna í dag.vísr/gettyStrákarnir okkar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum í milliriðlinum á móti Þýskalandi og Frakklandi og vilja kveðja mótið með sigri í dag. „Við vorum svekktir eftir þessi töp en við gerum okkur grein fyrir því að við vorum að spila við mjög sterk lið. Maður þarf að ná rosalega góðum leik til að vinna þessi lið. Menn voru líka orðnir þreyttir en það er mikið hungur að enda þetta á góðum nótum og fara þannig í næsta verkefni,“ segir Bjarki. Hornamaðurinn rétthenti hefur deilt stöðunni bróðurlega með Stefáni Rafni Sigurmannssyni á mótinu í Þýskalandi en hvernig er að spila oftast bara hálfleik og hálfleik. „Það er oft þannig en ég er mikið að spila 60 mínútur núna hjá Füchse. Ég hef verið í þessari stöðu áður. Stundum er þetta gaman og stundum ekki. Þegar að maður fær eina sendingu í heilum hálfleik er þetta ekkert sérstaklega gaman,“ segir hann. „Maður bara tekur þessu og reynir að gera vel á þeim mínútum sem að maður fær. Þetta er náttúrlega styttri tími og getur verið misgaman,“ segir Bjarki Már Elísson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta þarf að gerast í dag svo Ísland eigi mann í undanúrslitunum á HM í handbolta Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. 23. janúar 2019 10:30 Teitur: Man eftir þegar að ég hitti Karabatic Teitur Örn Einarsson lýkur leik á HM 2019 í dag með strákunum okkar. 23. janúar 2019 10:00 Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira
Þetta þarf að gerast í dag svo Ísland eigi mann í undanúrslitunum á HM í handbolta Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. 23. janúar 2019 10:30
Teitur: Man eftir þegar að ég hitti Karabatic Teitur Örn Einarsson lýkur leik á HM 2019 í dag með strákunum okkar. 23. janúar 2019 10:00
Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00