Segir tryggingafélög áhugasöm um upplýsingar úr heilsuúrum viðskiptavina Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 24. janúar 2019 14:24 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar VÍSIR/VILHELM Forstjóri persónuverndar segir að víða í Evrópu sé tryggingafélög farin að skoða þann möguleika fá viðskiptavini sína til að ganga með snjallúr sem mæli heilsufarsupplýsingar þeirra. Þá hafi persónuvernd borist ábendingar um að íslensk tryggingafyrirtæki hafi gefið starfsmönnum sínum heilsuúr. Hún hefur áhyggjur af þróuninni og segir að varast beri að nota slík úr. Í byrjun mánaðar setti Neytendastofa sölubann á tvær tegundir snjallúra fyrir börn þar sem í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant en auðvelt ver fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í úrin. Síðustu misseri hefur norska neytendastofnunin gert úttektir á snjallaúrum og segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að þar hafi komið í ljós að slík tæki séu varasöm fyrir fullorðna einnig. „Að það sé hægt að brjótast inn í þau og hlera og svo er það líka það að mikið af þessum snjallúrum eru ekki bara að nema skrefin en líka heilsutengd atriði eins og hjartslátt og annað.“ Hún segir að vissulega sé ekki hægt að setja alla framleiðendur undir sama hatt. „Maður gengur út frá því að viðurkenndair framleiðendur séu með hlutina sína í lagi það er hins vegar ekkert öruggt þegar kemur að nettengdum tækjum punktur.“Þá segir Helga að víða í Evrópu séu tryggingafélög farin að skoða þann möguleika að láta viðskiptavini eða starfsmenn ganga með snjallúr. „Og ætla sér svo að lesa úr þeim upplýsingum og mögulega verðmeta fólk og láta það í greiðsluflokka út frá þeim upplýsingum sem berast frá úrunum. Það er hægt að nema mjög mikið og fá miklar upplýsingar og þá er spurningin, er þetta mögulega tæki sem verður notað til að greina fólk enn betur þannig að þeir sem hreyfa sig eiga þeir þá að fá að nota lægri iðgjaldi því svo kemur úrið með aðrar upplýsingar á móti sem gerir það að verkum að viðskiptavinurinn fari í áhættuhóp fái hærri iðgjöld.“ Þessi þróun sé einnig farin að sjást hér á landi. Það hafa borist ábendingar um það að íslensk tryggingafélög hafi afhent starfsmönnum heilsuúr og maður veltir fyrir sér í hvaða stöðu er starfsmaður á viðkomandi vinnustað settur ef hann neitar að setja á sig úrið. Það sé afar viðkvæmt þegar svona er kynnt í vinnuréttarsambandi. „Þetta er eitt af því sem persónuvernd þarf að skoða hvernig fer fram.“ Persónuvernd Tryggingar Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00 „Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Forstjóri persónuverndar segir að víða í Evrópu sé tryggingafélög farin að skoða þann möguleika fá viðskiptavini sína til að ganga með snjallúr sem mæli heilsufarsupplýsingar þeirra. Þá hafi persónuvernd borist ábendingar um að íslensk tryggingafyrirtæki hafi gefið starfsmönnum sínum heilsuúr. Hún hefur áhyggjur af þróuninni og segir að varast beri að nota slík úr. Í byrjun mánaðar setti Neytendastofa sölubann á tvær tegundir snjallúra fyrir börn þar sem í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant en auðvelt ver fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í úrin. Síðustu misseri hefur norska neytendastofnunin gert úttektir á snjallaúrum og segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að þar hafi komið í ljós að slík tæki séu varasöm fyrir fullorðna einnig. „Að það sé hægt að brjótast inn í þau og hlera og svo er það líka það að mikið af þessum snjallúrum eru ekki bara að nema skrefin en líka heilsutengd atriði eins og hjartslátt og annað.“ Hún segir að vissulega sé ekki hægt að setja alla framleiðendur undir sama hatt. „Maður gengur út frá því að viðurkenndair framleiðendur séu með hlutina sína í lagi það er hins vegar ekkert öruggt þegar kemur að nettengdum tækjum punktur.“Þá segir Helga að víða í Evrópu séu tryggingafélög farin að skoða þann möguleika að láta viðskiptavini eða starfsmenn ganga með snjallúr. „Og ætla sér svo að lesa úr þeim upplýsingum og mögulega verðmeta fólk og láta það í greiðsluflokka út frá þeim upplýsingum sem berast frá úrunum. Það er hægt að nema mjög mikið og fá miklar upplýsingar og þá er spurningin, er þetta mögulega tæki sem verður notað til að greina fólk enn betur þannig að þeir sem hreyfa sig eiga þeir þá að fá að nota lægri iðgjaldi því svo kemur úrið með aðrar upplýsingar á móti sem gerir það að verkum að viðskiptavinurinn fari í áhættuhóp fái hærri iðgjöld.“ Þessi þróun sé einnig farin að sjást hér á landi. Það hafa borist ábendingar um það að íslensk tryggingafélög hafi afhent starfsmönnum heilsuúr og maður veltir fyrir sér í hvaða stöðu er starfsmaður á viðkomandi vinnustað settur ef hann neitar að setja á sig úrið. Það sé afar viðkvæmt þegar svona er kynnt í vinnuréttarsambandi. „Þetta er eitt af því sem persónuvernd þarf að skoða hvernig fer fram.“
Persónuvernd Tryggingar Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00 „Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00
„Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg. 9. janúar 2019 11:00