Borgarlögmaður gagnrýnir Minjastofnun harðlega fyrir skyndifriðun Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2019 12:30 Ebba Schram er borgarlögmaður. Borgarlögmaður gagnrýnir Minjastofnun harðlega fyrir skyndifriðun á hluta Víkurgarðs. Engin rök réttlæti friðun og hún styðjist ekki við tilgang laga þar sem ljóst sé að á umræddu svæði séu engar minjar til að raska. Fallist ráðherra á friðunina skapist skaðabótaskylda á ríkið. Borgarlögmaður hefur sent Minjastofnun Íslands athugasemdir vegna skyndifriðunar stofnunarinnar á hluta Víkurgarðs, eða Fógetagarðsins, inni á byggingarlóð hótels á gamla Landsímareitnum. En Minjastofnun hefur jafnframt sent mennta- og menningarmálaráðuneytinu tillögu um varanlega friðun þessa svæðis og hefur ráðherra frest til 18. febrúar til að taka afstöðu til málsins. Tilgangur Minjastofnunar er að koma í veg fyrir einn af inngöngum væntanlegs hótels á vesturhlið þess. Í athugasemdum Ebbu Schram borgarlögmanns vegna friðlýsingarinnar til Minjastofnunar segir að í skilmálum fyrir friðlýsingartillögu sé að mati Reykjavíkurborgar hvorki að finna röksemdir sem réttlætt geti friðlýsingu hluta lóðarinnar, né um að fyrirhuguð friðlýsing samþýðist ákvæðum laga um menningarminjar. Reykjavíkurborg fái ekki séð að friðlýsing hluta lóðarinnar, til að koma í veg fyrir staðsetningu inngangs að hóteli, sé í samræmi við framangreindan tilgang laganna eða eigi sér stoð í þeim þar sem ljóst sé að staðsetningin muni engum minjum raska. Engar minjar séu lengur til staðar á svæðinu sem friðlýsingartillaga eigi að ná til og þar af leiðandi engin hætta á að minjar spillist, glatist eða gildi þeirra verði rýrt. Víkurgarður sé almenningsgarður og hafi verið lengi. Tillaga um friðlýsingu brjóti gegn meðalhófi og við meðferð málsins hafi ekki verið gætt að rannsóknarskyldu. Borgarlögmaður segir að Minjastofnun hafi haft öll tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við hönnun hótelsins á reitnum í skipulagsferli málsins en ekki gert það. Borgarlögmaður segir að skyndifriðun eða eftir atvikum friðlýsing geti leitt til bótaskyldu ríkisins. Fallist ráðherra á friðlýsinguna séóvissa um hvort hótelið rísi. Fasteignamat lóðar sé rúmar 774 milljónir en ætla megi að raunverðmæti sé umtalsvert meira. Borgarstjórn Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Settu fyllingu yfir svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsingu. 16. janúar 2019 11:57 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Skúli fógeti loki hótelinu Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Borgarlögmaður gagnrýnir Minjastofnun harðlega fyrir skyndifriðun á hluta Víkurgarðs. Engin rök réttlæti friðun og hún styðjist ekki við tilgang laga þar sem ljóst sé að á umræddu svæði séu engar minjar til að raska. Fallist ráðherra á friðunina skapist skaðabótaskylda á ríkið. Borgarlögmaður hefur sent Minjastofnun Íslands athugasemdir vegna skyndifriðunar stofnunarinnar á hluta Víkurgarðs, eða Fógetagarðsins, inni á byggingarlóð hótels á gamla Landsímareitnum. En Minjastofnun hefur jafnframt sent mennta- og menningarmálaráðuneytinu tillögu um varanlega friðun þessa svæðis og hefur ráðherra frest til 18. febrúar til að taka afstöðu til málsins. Tilgangur Minjastofnunar er að koma í veg fyrir einn af inngöngum væntanlegs hótels á vesturhlið þess. Í athugasemdum Ebbu Schram borgarlögmanns vegna friðlýsingarinnar til Minjastofnunar segir að í skilmálum fyrir friðlýsingartillögu sé að mati Reykjavíkurborgar hvorki að finna röksemdir sem réttlætt geti friðlýsingu hluta lóðarinnar, né um að fyrirhuguð friðlýsing samþýðist ákvæðum laga um menningarminjar. Reykjavíkurborg fái ekki séð að friðlýsing hluta lóðarinnar, til að koma í veg fyrir staðsetningu inngangs að hóteli, sé í samræmi við framangreindan tilgang laganna eða eigi sér stoð í þeim þar sem ljóst sé að staðsetningin muni engum minjum raska. Engar minjar séu lengur til staðar á svæðinu sem friðlýsingartillaga eigi að ná til og þar af leiðandi engin hætta á að minjar spillist, glatist eða gildi þeirra verði rýrt. Víkurgarður sé almenningsgarður og hafi verið lengi. Tillaga um friðlýsingu brjóti gegn meðalhófi og við meðferð málsins hafi ekki verið gætt að rannsóknarskyldu. Borgarlögmaður segir að Minjastofnun hafi haft öll tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við hönnun hótelsins á reitnum í skipulagsferli málsins en ekki gert það. Borgarlögmaður segir að skyndifriðun eða eftir atvikum friðlýsing geti leitt til bótaskyldu ríkisins. Fallist ráðherra á friðlýsinguna séóvissa um hvort hótelið rísi. Fasteignamat lóðar sé rúmar 774 milljónir en ætla megi að raunverðmæti sé umtalsvert meira.
Borgarstjórn Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Settu fyllingu yfir svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsingu. 16. janúar 2019 11:57 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Skúli fógeti loki hótelinu Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Settu fyllingu yfir svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsingu. 16. janúar 2019 11:57
Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18
Skúli fógeti loki hótelinu Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. 24. janúar 2019 06:15