Hópfjármögnun á berklasafni á lokametrunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. janúar 2019 20:00 Hópfjármögnun á berklasafni í Eyjafjarðarsveit er á lokametrunum. Stofnandin safnsins segir að mikilvægt sé að halda sögu Hvíta dauðans, eins og berklaveikin var kölluð, á lofti enda hafi hann haft áhrif á fjölmarga Íslendinga. Að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit er draumur Maríu Pálsdóttur um berklasafn á æskuslóðum hennar óðum að verða að veruleika. Hún vinnur nú hörðum höndum að því að setja upp safnið í gömlu starfsmannahúsi sem var að drabbast niður. Berklar skipa stóran sess í sögu Kristness enda var þar reist berklahæli árið 1927 sem fylltist fljótt af fárveikum berklasjúklingum. Sjúkrahúsið á Akureyri er nú með starfsemi í aðalhúsinu á meðan sum hús sem tengdust hælinu hafa ekki fengið ný hlutverk, þar til nú. „Þau hafa látið á sjá síðan ég var krakki og lék mér hérna og ég hugsaði: Af hverju gerir ekki einhver eitthvað. Svo bara laust því í höfuðið á mér. Af hverju geri ég ekki eitthvað og þá fór boltinn að rúlla og ég að hugsa. Mér fannst eðlilegast að tengja þetta við sögu staðarins,“ segir María Pálsdóttir, stofnandi safnsins. María, ásamt samstarfsfélaga sínum Auði Ösp, hefur unnið hörðum höndum að því að koma húsinu í stand og vonast hún til þess að safnið geti opnað í vor. Fjármögnun verkefnisins fer í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund og er á lokametrunum. Aðeins vantar nokkur þúsund krónur upp í þær 2,8 milljónir sem María vill safna til þess að geta opnað safnið. Hún vonast til þess að ná takmarkinu enda segir hún mikilvægt að saga berklaveikinnar falli ekki í gleymsku.Ekki er langt í land.Mynd/Skjáskot„Það var kannski ekkert hugguleg hugmynd, berklar, en því meira sem ég stúderaði og grúskaði og skoðaði og spurði, því forvitnilegri fannst mér þessi saga og því mikilvægara fannst mér að halda henni á lofti, ekki gleyma henni og ekki týna henni og gera eitthvað við hana,“ segir María. Þannig hafi hún fljótt komist að því að berklaveikin hafi snert gríðarlega marga Íslendinga, þar á meðal hennar eigin fjölskyldu. „Ég til dæmis vissi það ekki fyrr en ég fór sjálf að grúska í þessu að afi minn fékk berkla í olnboga og það stóð til að taka af honum handlegginn. En langamma mín kom í veg fyrir það. Hann hélt handleggnum. Var reyndar með frekar visinn og snúinn handlegg og gat þess vegna ekki þvegið sér sjálfur um hárið. Ég hélt alltaf að þetta væri ástarjátning ömmu til afa að þvo honum um árið en þetta voru sem sagt berklarnir,“ segir María.Nánar má fræðast um söfnunina hér. Eyjafjarðarsveit Menning Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Hópfjármögnun á berklasafni í Eyjafjarðarsveit er á lokametrunum. Stofnandin safnsins segir að mikilvægt sé að halda sögu Hvíta dauðans, eins og berklaveikin var kölluð, á lofti enda hafi hann haft áhrif á fjölmarga Íslendinga. Að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit er draumur Maríu Pálsdóttur um berklasafn á æskuslóðum hennar óðum að verða að veruleika. Hún vinnur nú hörðum höndum að því að setja upp safnið í gömlu starfsmannahúsi sem var að drabbast niður. Berklar skipa stóran sess í sögu Kristness enda var þar reist berklahæli árið 1927 sem fylltist fljótt af fárveikum berklasjúklingum. Sjúkrahúsið á Akureyri er nú með starfsemi í aðalhúsinu á meðan sum hús sem tengdust hælinu hafa ekki fengið ný hlutverk, þar til nú. „Þau hafa látið á sjá síðan ég var krakki og lék mér hérna og ég hugsaði: Af hverju gerir ekki einhver eitthvað. Svo bara laust því í höfuðið á mér. Af hverju geri ég ekki eitthvað og þá fór boltinn að rúlla og ég að hugsa. Mér fannst eðlilegast að tengja þetta við sögu staðarins,“ segir María Pálsdóttir, stofnandi safnsins. María, ásamt samstarfsfélaga sínum Auði Ösp, hefur unnið hörðum höndum að því að koma húsinu í stand og vonast hún til þess að safnið geti opnað í vor. Fjármögnun verkefnisins fer í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund og er á lokametrunum. Aðeins vantar nokkur þúsund krónur upp í þær 2,8 milljónir sem María vill safna til þess að geta opnað safnið. Hún vonast til þess að ná takmarkinu enda segir hún mikilvægt að saga berklaveikinnar falli ekki í gleymsku.Ekki er langt í land.Mynd/Skjáskot„Það var kannski ekkert hugguleg hugmynd, berklar, en því meira sem ég stúderaði og grúskaði og skoðaði og spurði, því forvitnilegri fannst mér þessi saga og því mikilvægara fannst mér að halda henni á lofti, ekki gleyma henni og ekki týna henni og gera eitthvað við hana,“ segir María. Þannig hafi hún fljótt komist að því að berklaveikin hafi snert gríðarlega marga Íslendinga, þar á meðal hennar eigin fjölskyldu. „Ég til dæmis vissi það ekki fyrr en ég fór sjálf að grúska í þessu að afi minn fékk berkla í olnboga og það stóð til að taka af honum handlegginn. En langamma mín kom í veg fyrir það. Hann hélt handleggnum. Var reyndar með frekar visinn og snúinn handlegg og gat þess vegna ekki þvegið sér sjálfur um hárið. Ég hélt alltaf að þetta væri ástarjátning ömmu til afa að þvo honum um árið en þetta voru sem sagt berklarnir,“ segir María.Nánar má fræðast um söfnunina hér.
Eyjafjarðarsveit Menning Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira