Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2019 23:33 John McCallum, fyrrverandi sendiherra Kanada í Kína. AP/Paul Chiasson Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, bað John McCallum, sendiherra landsins í Kína, um að segja af sér. Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. McCallum hefur á undanförnum dögum gagnrýnt Bandaríkin fyrir að sækjast eftir því að Meng verði framseld og hefur jafnvel sagt framsalsbeiðnina vera gallaða. Stjórnarandstaðan í Kanada hafði gagnrýnt McCallum harðlega fyrir ummæli sín því hið opinbera á ekki að koma með neinum hætti að dómskerfinu í Kanada. Meng er grunuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran og fjársvik í tengslum við þau brot. Yfirvöld í Kína hafa fangelsað minnst tvo Kanadamenn og sagt þá ógna öryggi þjóðarinnar. Þá var dómur annars manns frá Kanada þyngdur. Hann hafði áður verið dæmdur til fangelsisvistar en hefur nú verið dæmdur til dauða. Aðgerðir þessar eru taldar vera hefndaraðgerðir vegna handtöku Meng í síðasta mánuði. Hún var handtekin að beiðni yfirvalda í Bandaríkjunum og standa nú yfir málaferli um hvort yfirvöld Í Kanada megi framselja hana. Reuters ræddi við nokkra reynda embættismenn og sérfræðinga sem segja þetta í fyrsta sinn sem kanadískur sendiherra sé í raun rekinn.Trudeau sagði á fimmtudaginn að hann ætlaði sér ekki að reka McCallum, sem hafði beðist afsökunar á ummælum sínum um framsalsbeiðnina. Á föstudaginn sagði hann hins vegar við Toronto Star að það yrði frábært fyrir Kanada ef Bandaríkin myndu fella beiðnina niður. Hvers konar samkomulag á milli Bandaríkjanna og Kína þyrfti að fela í sér að Kínverjar myndu sleppa mönnunum tveimur sem hafa verið handteknir. Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24 Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44 Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, bað John McCallum, sendiherra landsins í Kína, um að segja af sér. Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. McCallum hefur á undanförnum dögum gagnrýnt Bandaríkin fyrir að sækjast eftir því að Meng verði framseld og hefur jafnvel sagt framsalsbeiðnina vera gallaða. Stjórnarandstaðan í Kanada hafði gagnrýnt McCallum harðlega fyrir ummæli sín því hið opinbera á ekki að koma með neinum hætti að dómskerfinu í Kanada. Meng er grunuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran og fjársvik í tengslum við þau brot. Yfirvöld í Kína hafa fangelsað minnst tvo Kanadamenn og sagt þá ógna öryggi þjóðarinnar. Þá var dómur annars manns frá Kanada þyngdur. Hann hafði áður verið dæmdur til fangelsisvistar en hefur nú verið dæmdur til dauða. Aðgerðir þessar eru taldar vera hefndaraðgerðir vegna handtöku Meng í síðasta mánuði. Hún var handtekin að beiðni yfirvalda í Bandaríkjunum og standa nú yfir málaferli um hvort yfirvöld Í Kanada megi framselja hana. Reuters ræddi við nokkra reynda embættismenn og sérfræðinga sem segja þetta í fyrsta sinn sem kanadískur sendiherra sé í raun rekinn.Trudeau sagði á fimmtudaginn að hann ætlaði sér ekki að reka McCallum, sem hafði beðist afsökunar á ummælum sínum um framsalsbeiðnina. Á föstudaginn sagði hann hins vegar við Toronto Star að það yrði frábært fyrir Kanada ef Bandaríkin myndu fella beiðnina niður. Hvers konar samkomulag á milli Bandaríkjanna og Kína þyrfti að fela í sér að Kínverjar myndu sleppa mönnunum tveimur sem hafa verið handteknir.
Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24 Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44 Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24
Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44
Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32