Má ekki spila með grímuna og fórnar nefinu fyrir málstaðinn Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 10. janúar 2019 18:42 Arnar Freyr Arnarsson hitar upp á landsliðsæfingunni í dag. vísir/tom Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, æfir með hlífðargrímu vegna nefbrots sem að hann varð fyrir í desember en út af brotinu var hann ekki með á æfingamótinu í Noregi. Bannað er að spila með slíka grímu og þarf Arnar því að taka slaginn inn á línunni á HM. Og inn á línunni er svo sannarlega slagur. Nefið er ekki að öllu gróið og því er Arnar að fórna nebbanum fyrir málstaðinn. „Ég má ekki fá þungt högg. Ég er smá tæpur en þetta er bara nefbrot. Læknarnir segja að þetta eigi að vera það gróið að það þurfi mikið högg til þess að brotna aftur. Þeir sögðu mér að kýla á þetta og því er ekkert annað í stöðunni. Ef ég fæ annað högg brotnar þetta aftur. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Arnar Freyr sem er ekki aðdáandi grímunnar.Arnar með grímuna á æfingu í dag.vísir/tom„Það var mjög óþægilegt á fyrstu æfingunum en þetta venst. Þetta þrengir mikið sýnina á línunni. Í dag var þetta bara fínt og í fyrradag líka. Þetta bara venst,“ segir hann. Línumannsstaðan er ein sú veikasta hjá liðinu en á eftir Arnari, sem er að spila í Meistaradeildinni með Kristianstad, er Ýmir Örn Gíslason sem varð að línumanni í Olís-deildinni fyrir nokkrum mánuðum. Ábyrgðin er því mikil á Arnari. „Ég er bara mjög spenntur og þetta er eiginlega fyrsta mótið sem ég finn bara fyrir tilhlökkun. Ég er rosalega spenntur fyrir því að byrja mótið og fara að spila. Ábyrgðin hefur alltaf verið síðan að ég byrjaði í landsliðinu en maður verður bara að fíla þetta og ég er bara spenntur fyrir því að byrja mótið,“ segir Arnar sem er í þrusu standi. „Ég er alveg í mjög góðu standi. Það er smá ókostur að ég náði ekki að spila þessa leiki í Noregi því þar hefði ég náð að komast aðeins meira inn í þetta. Ég er samt eins tilbúinn í þetta og mögulega verður og ég get ekki beðið eftir því að byrja,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36 Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Bestu menn leikjanna á HM í handbolta þurfa að „gefa“ verðlaunin sín HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. 10. janúar 2019 12:30 Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, æfir með hlífðargrímu vegna nefbrots sem að hann varð fyrir í desember en út af brotinu var hann ekki með á æfingamótinu í Noregi. Bannað er að spila með slíka grímu og þarf Arnar því að taka slaginn inn á línunni á HM. Og inn á línunni er svo sannarlega slagur. Nefið er ekki að öllu gróið og því er Arnar að fórna nebbanum fyrir málstaðinn. „Ég má ekki fá þungt högg. Ég er smá tæpur en þetta er bara nefbrot. Læknarnir segja að þetta eigi að vera það gróið að það þurfi mikið högg til þess að brotna aftur. Þeir sögðu mér að kýla á þetta og því er ekkert annað í stöðunni. Ef ég fæ annað högg brotnar þetta aftur. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Arnar Freyr sem er ekki aðdáandi grímunnar.Arnar með grímuna á æfingu í dag.vísir/tom„Það var mjög óþægilegt á fyrstu æfingunum en þetta venst. Þetta þrengir mikið sýnina á línunni. Í dag var þetta bara fínt og í fyrradag líka. Þetta bara venst,“ segir hann. Línumannsstaðan er ein sú veikasta hjá liðinu en á eftir Arnari, sem er að spila í Meistaradeildinni með Kristianstad, er Ýmir Örn Gíslason sem varð að línumanni í Olís-deildinni fyrir nokkrum mánuðum. Ábyrgðin er því mikil á Arnari. „Ég er bara mjög spenntur og þetta er eiginlega fyrsta mótið sem ég finn bara fyrir tilhlökkun. Ég er rosalega spenntur fyrir því að byrja mótið og fara að spila. Ábyrgðin hefur alltaf verið síðan að ég byrjaði í landsliðinu en maður verður bara að fíla þetta og ég er bara spenntur fyrir því að byrja mótið,“ segir Arnar sem er í þrusu standi. „Ég er alveg í mjög góðu standi. Það er smá ókostur að ég náði ekki að spila þessa leiki í Noregi því þar hefði ég náð að komast aðeins meira inn í þetta. Ég er samt eins tilbúinn í þetta og mögulega verður og ég get ekki beðið eftir því að byrja,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36 Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Bestu menn leikjanna á HM í handbolta þurfa að „gefa“ verðlaunin sín HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. 10. janúar 2019 12:30 Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36
Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35
Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00
Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00
Bestu menn leikjanna á HM í handbolta þurfa að „gefa“ verðlaunin sín HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. 10. janúar 2019 12:30