Íslenskt fjártæknifyrirtæki fær tveggja milljóna dollara fjárfestingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. janúar 2019 23:15 Þeir Hjörtur Hjartarson, Sveinn Valfells, Jón Helgi Egilsson og Gísli Kristjánsson stofnuðu Monerium árið 2016. monerium Tilkynnt var um það í dag að íslenska fjártæknifyrirtækið Monerium, sem þróar lausnir og þjónustur sem nýta bálkakeðjur (e. blockchain) til að stunda hefðbundna fjármálaþjónustu, hefði hlotið tveggja milljóna dollara fjárfestingu, eða sem samsvarar um 240 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Fjárfestarnir eru ConsenSys, Crowberry Capital, eignarahaldsfélagið Hof auk nokkurra einstaklinga. ConsenSys er bandarískt fyrirtæki og er leiðandi á sviði bálkakeðja á heimsvísu að sögn Sveins Valfells, forstjóra og eins af stofnendum Monerium. Flestir tengja bálkakeðjur við rafmyntir á borð við Bitcoin. Spurður hvort að um sé þá að ræða hefðbundna fjármálaþjónustu með slíkum myntum segir Sveinn svo ekki vera. „Nei, þetta er alveg ótengt rafmyntum. Bálkakeðjur eru þannig úr garði gerðar að þær má nýta til að stunda aðra þjónustu, það er að segja þjónustu sem er ótengd rafmyntum en það er mjög nýtt af nálinni að gera það. Við erum eiginlega að ryðja brautina með það í heiminum og þess vegna höfum við fengið þennan stuðning og viðurkenningu frá ConsenSys. Það er alveg nýtt af nálinni að veita hefðbundna fjármálaþjónustu með bálkakeðjum, ótengt rafmyntum, og það er það sem við erum að gera,“ segir Sveinn. Hann segir fjármagnið nýtast við áframhaldandi þróun og vöxt fyrirtækisins og að í fjárfestingunni felist mikil viðurkenning á þeim árangri sem Monerium hefur nú þegar náð sem og framtíðarmöguleikum fyrirtækisins. Hefur Monerium sótt um að fá að stunda leyfisskylda starfsemi sem fjármálafyrirtæki. Tækni Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Tilkynnt var um það í dag að íslenska fjártæknifyrirtækið Monerium, sem þróar lausnir og þjónustur sem nýta bálkakeðjur (e. blockchain) til að stunda hefðbundna fjármálaþjónustu, hefði hlotið tveggja milljóna dollara fjárfestingu, eða sem samsvarar um 240 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Fjárfestarnir eru ConsenSys, Crowberry Capital, eignarahaldsfélagið Hof auk nokkurra einstaklinga. ConsenSys er bandarískt fyrirtæki og er leiðandi á sviði bálkakeðja á heimsvísu að sögn Sveins Valfells, forstjóra og eins af stofnendum Monerium. Flestir tengja bálkakeðjur við rafmyntir á borð við Bitcoin. Spurður hvort að um sé þá að ræða hefðbundna fjármálaþjónustu með slíkum myntum segir Sveinn svo ekki vera. „Nei, þetta er alveg ótengt rafmyntum. Bálkakeðjur eru þannig úr garði gerðar að þær má nýta til að stunda aðra þjónustu, það er að segja þjónustu sem er ótengd rafmyntum en það er mjög nýtt af nálinni að gera það. Við erum eiginlega að ryðja brautina með það í heiminum og þess vegna höfum við fengið þennan stuðning og viðurkenningu frá ConsenSys. Það er alveg nýtt af nálinni að veita hefðbundna fjármálaþjónustu með bálkakeðjum, ótengt rafmyntum, og það er það sem við erum að gera,“ segir Sveinn. Hann segir fjármagnið nýtast við áframhaldandi þróun og vöxt fyrirtækisins og að í fjárfestingunni felist mikil viðurkenning á þeim árangri sem Monerium hefur nú þegar náð sem og framtíðarmöguleikum fyrirtækisins. Hefur Monerium sótt um að fá að stunda leyfisskylda starfsemi sem fjármálafyrirtæki.
Tækni Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira