Framúrkeyrslan á framkvæmdum á bragganum er frávik segir borgarstjóri Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. janúar 2019 12:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. Bæði sveitarstjórnalög og lög um skjalavörslu hafi verið brotin í ferlinu við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur lítið fyrir það. Hann segir að í skýrslu Innri endurskoðuna komi fram ábendingar varðandi skjalavörsluna sem verði fylgt eftir en léleg skjalavarsla sé víða í kerfinu. „Mér sýnist þetta vera enn eitt upphlaupið í þessu máli. Þjóðskjalavörður hefur greint frá því að um 50% skilaskildra ríkisstofnanna uppfylli ekki alveg lög um skjalavörslu en það hefur engum dottið í hug að það sé lögreglumál,“ segir Dagur. Hann segir hlutverk Innri endurskoðunar að vísa málinu áfram ef upp komi grunur um saknæmt athæfi og það hafi ekki verið gert. Skýrsla innri endurskoðunar sýni fyrst og fremst að mistök hafi verið gerð. “Ein af meginniðurstöðu þeirrar skýrslu er að það fundust engin dæmi um misferli,“ segir hann. Aðspurður að því hvort að aðrar framkvæmdir í borginni hafi farið fram úr áætlunum segir Dagur framúrkeyrsluna á honum einsdæmi. Bragginn er frávik hjá borginni. Auðvitað er þekkt að framkvæmdir geta farið fram úr áætlunum og það þurfa allir að vera búnir undir það en bragginn er frávik,“ segir Dagur. Hann segir algengt að það vanti skýrslur hjá ríki og sveitarfélögum um framkvæmdir því þar sé ekki innri endurskoðun. „Ástæðan fyrir því að það eru ekki til skýrslur hjá öðrum sveitarfélögum er að þær skýrslur eru ekki unnar,“ segir Dagur. Dagur áréttar að hann ætlar að sitja í starfshópi sem fer yfir úrbætur sem þarf að gera eftir að skýrslan um bragganna kom út en Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur sagt sig úr honum og vegna þess að hún telur að borgarstjóri eigi ekki að sitja þar sem aðili málsins. „Það er beinlínis skylda mín að fylgja eftir ábendingum Innri endurskoðunnar og þannig hefur það alltaf verið,“ segir Dagur að lokum. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Sjá meira
Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. Bæði sveitarstjórnalög og lög um skjalavörslu hafi verið brotin í ferlinu við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur lítið fyrir það. Hann segir að í skýrslu Innri endurskoðuna komi fram ábendingar varðandi skjalavörsluna sem verði fylgt eftir en léleg skjalavarsla sé víða í kerfinu. „Mér sýnist þetta vera enn eitt upphlaupið í þessu máli. Þjóðskjalavörður hefur greint frá því að um 50% skilaskildra ríkisstofnanna uppfylli ekki alveg lög um skjalavörslu en það hefur engum dottið í hug að það sé lögreglumál,“ segir Dagur. Hann segir hlutverk Innri endurskoðunar að vísa málinu áfram ef upp komi grunur um saknæmt athæfi og það hafi ekki verið gert. Skýrsla innri endurskoðunar sýni fyrst og fremst að mistök hafi verið gerð. “Ein af meginniðurstöðu þeirrar skýrslu er að það fundust engin dæmi um misferli,“ segir hann. Aðspurður að því hvort að aðrar framkvæmdir í borginni hafi farið fram úr áætlunum segir Dagur framúrkeyrsluna á honum einsdæmi. Bragginn er frávik hjá borginni. Auðvitað er þekkt að framkvæmdir geta farið fram úr áætlunum og það þurfa allir að vera búnir undir það en bragginn er frávik,“ segir Dagur. Hann segir algengt að það vanti skýrslur hjá ríki og sveitarfélögum um framkvæmdir því þar sé ekki innri endurskoðun. „Ástæðan fyrir því að það eru ekki til skýrslur hjá öðrum sveitarfélögum er að þær skýrslur eru ekki unnar,“ segir Dagur. Dagur áréttar að hann ætlar að sitja í starfshópi sem fer yfir úrbætur sem þarf að gera eftir að skýrslan um bragganna kom út en Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur sagt sig úr honum og vegna þess að hún telur að borgarstjóri eigi ekki að sitja þar sem aðili málsins. „Það er beinlínis skylda mín að fylgja eftir ábendingum Innri endurskoðunnar og þannig hefur það alltaf verið,“ segir Dagur að lokum.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Sjá meira