Rótarhópar fyrir konur með fíknivanda Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. janúar 2019 07:45 Katrín Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir skipa ráð Rótarinnar. Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur stofnað til sjálfshjálparhópastarfs í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sem kallaðir eru Rótarhópar. Hópastarfinu er ætlað að styðja konur til bata frá vímuefnafíkn og er það konunum að kostnaðarlausu að sækja sér stuðning í hópana. Í Rótarhópunum er unnið út frá þekkingu á sambandi áfalla og vímuefnavanda og er þátttaka í þeim aðeins hluti af bataferlinu að sögn aðstandenda. „Engin skyndilækning er til á áhrifum áfalla og allt lífið erum við að skoða fortíð okkar, læra af henni og skapa okkur betri framtíð í kjölfarið,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, annar tveggja leiðbeinenda Rótarhópanna. Guðrún Ebba er grunnskólakennari og hefur leitt sjálfshjálparhópa í Stígamótum og Drekaslóð. Hinn leiðbeinandinn, Katrín G. Alfreðsdóttir, er félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og með gráðu í fíknifræðum. Umræðuefni hópanna tengjast viðfangsefnum námskeiðsins Konur studdar til bata, sem Rótin hélt í haust, þar sem aðaláherslan var á sjálfsmynd, sambönd og samskipti, kynverund og andlega heilsu kvenna með fíknivanda. „Innan þessara þátta eru undirflokkar sem allir snerta mikilvæg atriði fyrir konur í bataferli. Spurt er hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig þær hafi komist af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra hafi gripið. Rætt er um nýjar aðferðir til að takast á við vandann í stað þess að grípa til þess að nota vímuefni.“ Guðrún Ebba segir það hafa verið draum kvennanna sem að Rótinni standa frá byrjun að stofna hópastarf, eða eins konar stuðningshópa, að fyrirmynd Stephanie Covington, sem er þekktur fíknisérfræðingur og doktor í sálfræði frá Bandaríkjunum. „Stephanie horfir á fíknina í gegnum áföllin, sem afleiðingu þess sem kom fyrir,“ útskýrir Guðrún Ebba. „Við teljum brýna þörf á svona starfi og það hefur mikið verið kallað eftir að Rótin verði með fundi eða einhvers konar hópastarf. Þetta er okkar svar við því.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur stofnað til sjálfshjálparhópastarfs í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sem kallaðir eru Rótarhópar. Hópastarfinu er ætlað að styðja konur til bata frá vímuefnafíkn og er það konunum að kostnaðarlausu að sækja sér stuðning í hópana. Í Rótarhópunum er unnið út frá þekkingu á sambandi áfalla og vímuefnavanda og er þátttaka í þeim aðeins hluti af bataferlinu að sögn aðstandenda. „Engin skyndilækning er til á áhrifum áfalla og allt lífið erum við að skoða fortíð okkar, læra af henni og skapa okkur betri framtíð í kjölfarið,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, annar tveggja leiðbeinenda Rótarhópanna. Guðrún Ebba er grunnskólakennari og hefur leitt sjálfshjálparhópa í Stígamótum og Drekaslóð. Hinn leiðbeinandinn, Katrín G. Alfreðsdóttir, er félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og með gráðu í fíknifræðum. Umræðuefni hópanna tengjast viðfangsefnum námskeiðsins Konur studdar til bata, sem Rótin hélt í haust, þar sem aðaláherslan var á sjálfsmynd, sambönd og samskipti, kynverund og andlega heilsu kvenna með fíknivanda. „Innan þessara þátta eru undirflokkar sem allir snerta mikilvæg atriði fyrir konur í bataferli. Spurt er hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig þær hafi komist af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra hafi gripið. Rætt er um nýjar aðferðir til að takast á við vandann í stað þess að grípa til þess að nota vímuefni.“ Guðrún Ebba segir það hafa verið draum kvennanna sem að Rótinni standa frá byrjun að stofna hópastarf, eða eins konar stuðningshópa, að fyrirmynd Stephanie Covington, sem er þekktur fíknisérfræðingur og doktor í sálfræði frá Bandaríkjunum. „Stephanie horfir á fíknina í gegnum áföllin, sem afleiðingu þess sem kom fyrir,“ útskýrir Guðrún Ebba. „Við teljum brýna þörf á svona starfi og það hefur mikið verið kallað eftir að Rótin verði með fundi eða einhvers konar hópastarf. Þetta er okkar svar við því.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira