Guðmundur: Tveir erfiðir leikir framundan Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2019 16:37 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ánægður með leik sinna manna í sigrinum gegn Barein. Hann var sér í lagi ánægður með ákefðina sem hélt út allan leikinn. Aðspurður hvort að hann hafi ekki verið ánægður með leikinn, sér í lagi í síðari hálfleik, svaraði Guðmundur: „Ég er líka ánægður með fyrri hálfleikinn. Sóknarnýtingin í fyrri hálfleik var einstaklega góð,“ sagði hann í samtali við Tómas Þór Þórðarson. „Ég held að við höfum misnotað sóknir en sóknirnar í heild voru ekki margar því þeir héngu mjög lengi á boltanum. Það var erfitt að halda einbeitingu.“ „Það var rétt smá kafli varnarlega sem við misstum þá af og til en svo bættum við bara í eftir því sem á leið og að halda út svona leik sýnir sterkann og mikinn karakter í liðinu.“ „Það er ekki einfalt að halda einbeitingu og svo rúlluðum við á liðinu. Við náðum að hvíla menn sem er mjög mikilvægt. Þetta gekk áfram og virkilega gaman að upplifa þetta.“ Guðmundur segir að það hafi verið mikilvægt að ná aðeins að rúlla á liðinu og þeir sem hafi fengið nasaþefinn í gær hafi komið enn sterkari inn í leikinn í dag. „Við byrjuðum að rótera liðinu í gær og það var mjög mikilvægt að fá nasaþefinn, taka úr skrekkinn. Síðan gerðum við það sama núna og við rúlluðum vel á þessu og ég er mjög ánægður með það.“ „Það veitir ekki af. Það eru erfiðir tveir leikir framundan en ég er ánægður með innkomu allra sem koma að þessu. Það eru allir sem skila sínu mjög vel. Það var líka fínt að fá á sig þessar sjö á móti sex sóknir þeirra.“ „Það er fínt að reyna sig við það og á stórum köflum leistum við það mjög vel. Við getum fengið það á okkur í öðrum leikjum,“ en Ólafur Gústafsson fór snemma af velli. Guðmundur bjóst ekki við alvarlegum meiðslum. „Nei, ég held ekki. Hann snéri sig aðeins og ef að hann hefði þurft að koma inn þá hefði hann komið inn en við ákváðum að hvíla hann. Daníel gerði þetta frábærlega vel.“ Ætlar hann að gera einhverjar breytingar á hópnum fyrir komandi leiki en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson situr upp í stúku sem sautjándi maður? „Nei, það stendur ekki til. Nú er bara aðeins að ná endurheimt á kröftum. Þetta er búið að vera gríðarlega erfiðir átján tímar eftir leikinn gegn Spáni. Það er ekki sjálfgefið að koma af þessum krafti í þennan leik.“ „Við erum búnir að sjá Barein spila og hjá mörgum öðrum liðum hefur þeim ekkert gengið sérstaklega vel með þá. Það þarf mikið til að ná þessu,“ sagði Guðmundur að lokum.Klippa: Guðmundur: Næstu tveir leikir verða erfiðir HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Stemningin létt hjá fólki á Twitter yfir leiknum Strákarnir okkar léku sér að Barein á HM í handbolta í dag og eru þar með búnir að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. 14. janúar 2019 16:09 Topparnir í tölfræðinni á móti Barein: Björgvin Páll varði fjögur víti Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku 2019 og það var stórsigur. Íslenska liðið skoraði tvöfalt fleiri mörk en Bareinar og vann 18 marka sigur, 36-18. 14. janúar 2019 16:26 Ólafur: Þetta var einn „god morgen“ og áfram gakk Ólafur Guðmundsson átti fínan leik annan leikinn í röð er Ísland vann öruggan sigur á Barein í þriðja leik liðsins á HM í handbolta. 14. janúar 2019 16:27 Aron: Komu nánast slefandi út af Aron Kristjánsson segir að hans menn í Barein hafi orðið virkilega þreyttir í átján marka tapi gegn Íslandi á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:26 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ánægður með leik sinna manna í sigrinum gegn Barein. Hann var sér í lagi ánægður með ákefðina sem hélt út allan leikinn. Aðspurður hvort að hann hafi ekki verið ánægður með leikinn, sér í lagi í síðari hálfleik, svaraði Guðmundur: „Ég er líka ánægður með fyrri hálfleikinn. Sóknarnýtingin í fyrri hálfleik var einstaklega góð,“ sagði hann í samtali við Tómas Þór Þórðarson. „Ég held að við höfum misnotað sóknir en sóknirnar í heild voru ekki margar því þeir héngu mjög lengi á boltanum. Það var erfitt að halda einbeitingu.“ „Það var rétt smá kafli varnarlega sem við misstum þá af og til en svo bættum við bara í eftir því sem á leið og að halda út svona leik sýnir sterkann og mikinn karakter í liðinu.“ „Það er ekki einfalt að halda einbeitingu og svo rúlluðum við á liðinu. Við náðum að hvíla menn sem er mjög mikilvægt. Þetta gekk áfram og virkilega gaman að upplifa þetta.“ Guðmundur segir að það hafi verið mikilvægt að ná aðeins að rúlla á liðinu og þeir sem hafi fengið nasaþefinn í gær hafi komið enn sterkari inn í leikinn í dag. „Við byrjuðum að rótera liðinu í gær og það var mjög mikilvægt að fá nasaþefinn, taka úr skrekkinn. Síðan gerðum við það sama núna og við rúlluðum vel á þessu og ég er mjög ánægður með það.“ „Það veitir ekki af. Það eru erfiðir tveir leikir framundan en ég er ánægður með innkomu allra sem koma að þessu. Það eru allir sem skila sínu mjög vel. Það var líka fínt að fá á sig þessar sjö á móti sex sóknir þeirra.“ „Það er fínt að reyna sig við það og á stórum köflum leistum við það mjög vel. Við getum fengið það á okkur í öðrum leikjum,“ en Ólafur Gústafsson fór snemma af velli. Guðmundur bjóst ekki við alvarlegum meiðslum. „Nei, ég held ekki. Hann snéri sig aðeins og ef að hann hefði þurft að koma inn þá hefði hann komið inn en við ákváðum að hvíla hann. Daníel gerði þetta frábærlega vel.“ Ætlar hann að gera einhverjar breytingar á hópnum fyrir komandi leiki en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson situr upp í stúku sem sautjándi maður? „Nei, það stendur ekki til. Nú er bara aðeins að ná endurheimt á kröftum. Þetta er búið að vera gríðarlega erfiðir átján tímar eftir leikinn gegn Spáni. Það er ekki sjálfgefið að koma af þessum krafti í þennan leik.“ „Við erum búnir að sjá Barein spila og hjá mörgum öðrum liðum hefur þeim ekkert gengið sérstaklega vel með þá. Það þarf mikið til að ná þessu,“ sagði Guðmundur að lokum.Klippa: Guðmundur: Næstu tveir leikir verða erfiðir
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Stemningin létt hjá fólki á Twitter yfir leiknum Strákarnir okkar léku sér að Barein á HM í handbolta í dag og eru þar með búnir að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. 14. janúar 2019 16:09 Topparnir í tölfræðinni á móti Barein: Björgvin Páll varði fjögur víti Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku 2019 og það var stórsigur. Íslenska liðið skoraði tvöfalt fleiri mörk en Bareinar og vann 18 marka sigur, 36-18. 14. janúar 2019 16:26 Ólafur: Þetta var einn „god morgen“ og áfram gakk Ólafur Guðmundsson átti fínan leik annan leikinn í röð er Ísland vann öruggan sigur á Barein í þriðja leik liðsins á HM í handbolta. 14. janúar 2019 16:27 Aron: Komu nánast slefandi út af Aron Kristjánsson segir að hans menn í Barein hafi orðið virkilega þreyttir í átján marka tapi gegn Íslandi á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:26 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Stemningin létt hjá fólki á Twitter yfir leiknum Strákarnir okkar léku sér að Barein á HM í handbolta í dag og eru þar með búnir að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. 14. janúar 2019 16:09
Topparnir í tölfræðinni á móti Barein: Björgvin Páll varði fjögur víti Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku 2019 og það var stórsigur. Íslenska liðið skoraði tvöfalt fleiri mörk en Bareinar og vann 18 marka sigur, 36-18. 14. janúar 2019 16:26
Ólafur: Þetta var einn „god morgen“ og áfram gakk Ólafur Guðmundsson átti fínan leik annan leikinn í röð er Ísland vann öruggan sigur á Barein í þriðja leik liðsins á HM í handbolta. 14. janúar 2019 16:27
Aron: Komu nánast slefandi út af Aron Kristjánsson segir að hans menn í Barein hafi orðið virkilega þreyttir í átján marka tapi gegn Íslandi á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:26