Guðmundur: Dagur mun örugglega prófa ýmislegt Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 15. janúar 2019 15:00 Guðmundur Guðmundsson undirbýr sig alltaf vel. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í óða önn að undirbúa sína stráka fyrir leikinn á móti Japan á morgun en Japan kom verulega á óvart á móti Spáni og var yfir í hálfleik. „Japan er miklu sterkara lið en Barein. Þeir sýndu það í gær og eru búnir að sýna það í mjög mörgum leikjum finnst mér. Þeir hafa verið að bæta sinn leik og í gær spiluðu þeir frábæran leik að mínu mati, bæði í vörn og sókn,“ segir Guðmundur. Dagur Sigurðsson stýrir liði Japan en hann hefur oft komið á óvart með sín lið og Guðmundur er ekki frá því að hann beiti einhverjum brögðum á morgun. „Hann mun örugglega prófa ýmislegt. Ég get lofað þér því. Við ætlum að undirbúa okkur eins vel og við getum gagnvart því sem við eigum von á. Við erum búnir að greina þá vel og við leggjum enn þá meira í það í dag. Leikmennirnir eru að fara núna sjálfir á fund að horfa á leikinn og svo er fundur þar sem ég legg svo fram ákveðnar klippur,“ segir Guðmundur. Eftir leikinn á móti Japna fá strákarnir okkar um sólarhrings langa hvíld fyrir leikinn á móti Makedóníu en Makedóníumenn aðeins um fimmtán stundir. Skiptir það máli? „Það er voða erfitt að segja til um það. Maður sér það ekki fyrr en út í leikinn er komið. Ég er bara ekkert að hugsa um Makedóníu núna. Allur minn hugur er á Japan og að undirbúa liðið fyrir það er ærið verkefni,“ segir Guðmundur sem var ánægður með stórsigurinn á Barein. „Það er jákvæð upplifun. Það er erfitt að byrja mót á að tapa tveimur leikjum og auðvitað fór orka í það, bæði líkamleg og andleg. Þess vegna var gott að fá þennan leik á móti Barein. Tilfinningin er góð að landa fyrsta sigrinum og við gerðum þetta af krafti.“ „Það er líka gott hvernig við erum búnir að rúlla á liðinu og allir eru búnir að stimpla sig inn. Það er enginn að fara að koma inn á í fyrsta skipti og taka úr sér einhvern skrekk. Það var hluti af þessu líka hjá okkur og það er mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Guðmundur - Undirbúum okkur vel HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í óða önn að undirbúa sína stráka fyrir leikinn á móti Japan á morgun en Japan kom verulega á óvart á móti Spáni og var yfir í hálfleik. „Japan er miklu sterkara lið en Barein. Þeir sýndu það í gær og eru búnir að sýna það í mjög mörgum leikjum finnst mér. Þeir hafa verið að bæta sinn leik og í gær spiluðu þeir frábæran leik að mínu mati, bæði í vörn og sókn,“ segir Guðmundur. Dagur Sigurðsson stýrir liði Japan en hann hefur oft komið á óvart með sín lið og Guðmundur er ekki frá því að hann beiti einhverjum brögðum á morgun. „Hann mun örugglega prófa ýmislegt. Ég get lofað þér því. Við ætlum að undirbúa okkur eins vel og við getum gagnvart því sem við eigum von á. Við erum búnir að greina þá vel og við leggjum enn þá meira í það í dag. Leikmennirnir eru að fara núna sjálfir á fund að horfa á leikinn og svo er fundur þar sem ég legg svo fram ákveðnar klippur,“ segir Guðmundur. Eftir leikinn á móti Japna fá strákarnir okkar um sólarhrings langa hvíld fyrir leikinn á móti Makedóníu en Makedóníumenn aðeins um fimmtán stundir. Skiptir það máli? „Það er voða erfitt að segja til um það. Maður sér það ekki fyrr en út í leikinn er komið. Ég er bara ekkert að hugsa um Makedóníu núna. Allur minn hugur er á Japan og að undirbúa liðið fyrir það er ærið verkefni,“ segir Guðmundur sem var ánægður með stórsigurinn á Barein. „Það er jákvæð upplifun. Það er erfitt að byrja mót á að tapa tveimur leikjum og auðvitað fór orka í það, bæði líkamleg og andleg. Þess vegna var gott að fá þennan leik á móti Barein. Tilfinningin er góð að landa fyrsta sigrinum og við gerðum þetta af krafti.“ „Það er líka gott hvernig við erum búnir að rúlla á liðinu og allir eru búnir að stimpla sig inn. Það er enginn að fara að koma inn á í fyrsta skipti og taka úr sér einhvern skrekk. Það var hluti af þessu líka hjá okkur og það er mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Guðmundur - Undirbúum okkur vel
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira