Milljarðar úr þörungum við Hellisheiðarvirkjun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. janúar 2019 07:00 Nýta aukaafurðir Hellisheiðarvirkjunar í Jarðhitagarði ON. Fréttablaðið/Ernir Smáþörungafyrirtækið Algaennovation Iceland ehf. er sagt munu velta sjö milljörðum króna fimm árum eftir að það tekur til starfa í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun. Að því er kemur fram í fundargerð bæjarráðs Ölfuss hefur Algaennovation Iceland sótt um fyrirgreiðslu hjá ívilnunarnefnd nýfjárfestinga. Samið hafi verið við alþjóðlega sprotafyrirtækið Algaennovation um aðstöðu og ýmis orkutengd aðföng fyrir ræktun smáþörunga í Jarðhitagarði ON. „Úr þörungunum verður framleitt fóður fyrir skepnur og hugsanlega til manneldis. Algaennovation er í eigu vísindamannanna sem stofnuðu fyrirtækið auk íslenskra fyrirtækja og fjárfesta,“ segir um áætlaða starfsemi fyrirtækisins. Bæjarráð Ölfuss segir verksmiðjuna geta orðið eina af stoðum atvinnulífs í sveitarfélaginu og gefur jákvæða umsögn um hana til ívilnunarnefndar. „Þá fellur verkefnið afar vel að áherslum sveitarfélagsins á umhverfisvænan léttiðnað, matvælavinnslu og fullnýtingu orku innan svæðisins,“ segir bæjarráðið enn fremur í bókun sinni um málið. Verkefnið styrki búsetu á svæðinu og efli innri gerð þess. „Þannig er gert ráð fyrir að eftir fimm ár muni árstekjur verksmiðjunnar verða um 70 milljónir dollara sem samsvarar um 7 milljörðum króna og störfin sem skapast verði að minnsta kosti 25 til 35. Í upphafi mun árleg framleiðsla hlaupa á tugum tonna en á sjötta ári verður framleiðslan komin í 900 tonn,“ dregur bæjarráðið upp í framtíðarmynd af starfsemi Algaennovation Iceland. Þá er útskýrt að Jarðhitagarður Orku náttúrunnar sé umgjörð um fjölbreytta starfsemi og stuðli að sem bestri nýtingu afurða og að jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun. Vinnslu rafmagns og heits vatns í Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun fylgja ýmsar aukaafurðir; vatn og gufur. „Efni í jarðgufunni á borð við kísil og jarðhitaloft geta verið verðmæt og við virkjunina er greiður aðgangur að fersku vatni og rafmagni sem unnið er í virkjuninni.“ Einnig er fjallað um málið í hafnafrettir.is, fréttabréfi Ölfuss. „Ástæða er til að hrósa þessu tiltekna fyrirtæki fyrir skilning á mikilvægi þess að vinna þétt og náið með samfélaginu og íbúum á svæðinu. Þannig hyggst fyrirtækið leita leiða til að manna störf með íbúum í nágrenni þess, kaupa þjónustu af fyrirtækjum þar og ýmislegt fleira,“ er þar haft eftir Elliða Vignissyni bæjarstjóra, sem er bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og bætir við: „Framtíðin er björt og hamingjan á heimilisfesti í Ölfusi.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Ölfus Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Smáþörungafyrirtækið Algaennovation Iceland ehf. er sagt munu velta sjö milljörðum króna fimm árum eftir að það tekur til starfa í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun. Að því er kemur fram í fundargerð bæjarráðs Ölfuss hefur Algaennovation Iceland sótt um fyrirgreiðslu hjá ívilnunarnefnd nýfjárfestinga. Samið hafi verið við alþjóðlega sprotafyrirtækið Algaennovation um aðstöðu og ýmis orkutengd aðföng fyrir ræktun smáþörunga í Jarðhitagarði ON. „Úr þörungunum verður framleitt fóður fyrir skepnur og hugsanlega til manneldis. Algaennovation er í eigu vísindamannanna sem stofnuðu fyrirtækið auk íslenskra fyrirtækja og fjárfesta,“ segir um áætlaða starfsemi fyrirtækisins. Bæjarráð Ölfuss segir verksmiðjuna geta orðið eina af stoðum atvinnulífs í sveitarfélaginu og gefur jákvæða umsögn um hana til ívilnunarnefndar. „Þá fellur verkefnið afar vel að áherslum sveitarfélagsins á umhverfisvænan léttiðnað, matvælavinnslu og fullnýtingu orku innan svæðisins,“ segir bæjarráðið enn fremur í bókun sinni um málið. Verkefnið styrki búsetu á svæðinu og efli innri gerð þess. „Þannig er gert ráð fyrir að eftir fimm ár muni árstekjur verksmiðjunnar verða um 70 milljónir dollara sem samsvarar um 7 milljörðum króna og störfin sem skapast verði að minnsta kosti 25 til 35. Í upphafi mun árleg framleiðsla hlaupa á tugum tonna en á sjötta ári verður framleiðslan komin í 900 tonn,“ dregur bæjarráðið upp í framtíðarmynd af starfsemi Algaennovation Iceland. Þá er útskýrt að Jarðhitagarður Orku náttúrunnar sé umgjörð um fjölbreytta starfsemi og stuðli að sem bestri nýtingu afurða og að jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun. Vinnslu rafmagns og heits vatns í Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun fylgja ýmsar aukaafurðir; vatn og gufur. „Efni í jarðgufunni á borð við kísil og jarðhitaloft geta verið verðmæt og við virkjunina er greiður aðgangur að fersku vatni og rafmagni sem unnið er í virkjuninni.“ Einnig er fjallað um málið í hafnafrettir.is, fréttabréfi Ölfuss. „Ástæða er til að hrósa þessu tiltekna fyrirtæki fyrir skilning á mikilvægi þess að vinna þétt og náið með samfélaginu og íbúum á svæðinu. Þannig hyggst fyrirtækið leita leiða til að manna störf með íbúum í nágrenni þess, kaupa þjónustu af fyrirtækjum þar og ýmislegt fleira,“ er þar haft eftir Elliða Vignissyni bæjarstjóra, sem er bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og bætir við: „Framtíðin er björt og hamingjan á heimilisfesti í Ölfusi.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Ölfus Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira