Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. janúar 2019 06:15 Páll Magnússon var útvarpsstjóri í átta ár og er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins. fréttablaðið/ernir Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. Þetta segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá tekur úttektin til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV. Hún er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og er sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. Ríkisendurskoðandi upplýsir ekki um tilefnið fyrr en endurskoðun er lokið. Tímasetningin er þó líklega engin tilviljun. Aðspurður segir Páll að hann telji út af fyrir sig jákvætt að farið sé í slíka úttekt, Ríkisendurskoðun hljóti að hafa sínar ástæður. „Hugsanlegt tilefni er auðvitað fyrirferð Ríkisútvarpsins almennt á þessum markaði. Það barst nú talsvert af kvörtunum yfir því hvernig Ríkisútvarpið gekk fram í auglýsingamálum í tengslum við HM í fótbolta. Svo hefur, af einhverjum ástæðum, stofnunin móast við að framfylgja þeim lagaáskilnaði að aðskilja beri samkeppnisrekstur stofnunarinnar og almannaþjónustu,“ segir Páll. Slíkt hljóti að koma til álita í úttekt Ríkisendurskoðunar. „Það er líka á það að líta að þetta kemur á sama tíma eða rétt áður en mennta- og menningarmálaráðherra leggur fram boðað frumvarp um að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla á markaði. Og í því frumvarpi hlýtur að vera gert ráð fyrir því að það verði með einhverjum hætti minnkuð fyrirferð Ríkisútvarpsins. Sérstaklega sem snýr að auglýsingamarkaði.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. Þetta segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá tekur úttektin til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV. Hún er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og er sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. Ríkisendurskoðandi upplýsir ekki um tilefnið fyrr en endurskoðun er lokið. Tímasetningin er þó líklega engin tilviljun. Aðspurður segir Páll að hann telji út af fyrir sig jákvætt að farið sé í slíka úttekt, Ríkisendurskoðun hljóti að hafa sínar ástæður. „Hugsanlegt tilefni er auðvitað fyrirferð Ríkisútvarpsins almennt á þessum markaði. Það barst nú talsvert af kvörtunum yfir því hvernig Ríkisútvarpið gekk fram í auglýsingamálum í tengslum við HM í fótbolta. Svo hefur, af einhverjum ástæðum, stofnunin móast við að framfylgja þeim lagaáskilnaði að aðskilja beri samkeppnisrekstur stofnunarinnar og almannaþjónustu,“ segir Páll. Slíkt hljóti að koma til álita í úttekt Ríkisendurskoðunar. „Það er líka á það að líta að þetta kemur á sama tíma eða rétt áður en mennta- og menningarmálaráðherra leggur fram boðað frumvarp um að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla á markaði. Og í því frumvarpi hlýtur að vera gert ráð fyrir því að það verði með einhverjum hætti minnkuð fyrirferð Ríkisútvarpsins. Sérstaklega sem snýr að auglýsingamarkaði.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira