Strákarnir fá „tossamiða“ eftir leiki Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 17. janúar 2019 11:21 Arnór Þór fékk miða í gær en hér má sjá miða sem Elvar Örn Jónsson fékk eftir leikinn gegn Japan. vísir/getty/hsí Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, var sáttur með sigurinn á Japan í gær en það reyndist erfiðara en margir bjuggust við að draga hann að landi. „Við vissum fyrir leikinn að þetta yrði hörkuleikur. Við horfðum á allan leikinn þeirra með Spáni og eftir það horfðum við á klippur hjá Gumma. Þeir fengu hörku sjálfstraust eftir leikinn á móti Spáni,“ sagði Arnór Þór eftir leikinn í gær. „Mér finnst þeir bara góðir. Þeir eru ótrúlega snöggir á löppunum og erfitt að eiga við þá.“ Íslensku strákarnir hafa verið að fjúka svolítið út af með tvær mínútur og finnst Arnóri línan hans lin. „Mér persónlega finnst verið að dæma of mikið af tveimur mínútum. Svona er þetta bara samt. Við þurfum kannski að vera aðeins klókari og vera fljótari að sleppa þeim,“ sagði hann en nú er það Makedónía í dag. „Makedónía er með frábært lið. Þeir eru með Lazarov sem er frábær, Ristovski í markinu og Manaskov í horninu. Þetta er hörkulið og eru að spila sjö á sex þannig að við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik.“ Arnór hjálpaði fréttamönnum Vísis eftir leik og kallaði þá aftur inn á viðtalssvæðið þegar að þeir höfðu gleymt honum. Arnór vissi nefnilega að hann ætti að fara í viðtal við Vísi og Stöð 2. Kjartan Vídó, fjölmiðlafulltrúi HSÍ, tekur nefnilega við beiðnum pressunnar í gegn WhatsApp og lætur svo strákana fá það sem hann hefur í góðum húmor kallað „tossamiða“. „Kjartan Vídó lét mig fá blað sem á stendur Arnór, RÚV, Stöð 2, MBL. Takk fyrir takk,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson léttur að lokum og fór í sturtu.Klippa: Arnór - Verður erfiður leikur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, var sáttur með sigurinn á Japan í gær en það reyndist erfiðara en margir bjuggust við að draga hann að landi. „Við vissum fyrir leikinn að þetta yrði hörkuleikur. Við horfðum á allan leikinn þeirra með Spáni og eftir það horfðum við á klippur hjá Gumma. Þeir fengu hörku sjálfstraust eftir leikinn á móti Spáni,“ sagði Arnór Þór eftir leikinn í gær. „Mér finnst þeir bara góðir. Þeir eru ótrúlega snöggir á löppunum og erfitt að eiga við þá.“ Íslensku strákarnir hafa verið að fjúka svolítið út af með tvær mínútur og finnst Arnóri línan hans lin. „Mér persónlega finnst verið að dæma of mikið af tveimur mínútum. Svona er þetta bara samt. Við þurfum kannski að vera aðeins klókari og vera fljótari að sleppa þeim,“ sagði hann en nú er það Makedónía í dag. „Makedónía er með frábært lið. Þeir eru með Lazarov sem er frábær, Ristovski í markinu og Manaskov í horninu. Þetta er hörkulið og eru að spila sjö á sex þannig að við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik.“ Arnór hjálpaði fréttamönnum Vísis eftir leik og kallaði þá aftur inn á viðtalssvæðið þegar að þeir höfðu gleymt honum. Arnór vissi nefnilega að hann ætti að fara í viðtal við Vísi og Stöð 2. Kjartan Vídó, fjölmiðlafulltrúi HSÍ, tekur nefnilega við beiðnum pressunnar í gegn WhatsApp og lætur svo strákana fá það sem hann hefur í góðum húmor kallað „tossamiða“. „Kjartan Vídó lét mig fá blað sem á stendur Arnór, RÚV, Stöð 2, MBL. Takk fyrir takk,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson léttur að lokum og fór í sturtu.Klippa: Arnór - Verður erfiður leikur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00
Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00