Guðmundur: Er hrærður Anton Ingi Leifsson skrifar 17. janúar 2019 19:07 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands var hrærður í leikslok eftir sigurinn gegn Makedóníu. Hann segir að hann hafi sjaldað séð jafn mikla baráttu og vilja eins og hann sá í kvöld. „Mér fannst þetta stórkostleg frammistaða. Leikurinn var erfiður og eins og við vissum þá voru þeir að fara spila sjö á móti sex,“ sagði Guðmundur í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok. „Við vorum búnir að fara yfir þetta endalaust. Þetta er ekki einfalt. Við ákváðum að keyra á þá í hvert skipti sem við gátum og planið var að keyra áfram á þá í síðari hálfleik.“ „Það gekk upp en leikurinn byrjaði kannski ekki vel fyrir okkur sóknarlega því við vorum að misnota færi sóknarlega. Það var ákveðið hik á okkur. Við misnotum víti og það var ákveðinn óheppni í gang, finnst mér.“ „Í staðinn fyrir að koma með endalaus nýjar ákvarðanir þá fórum við yfir stöðuna í hálfleik. Við ræddum ákveðna hluti og komum með einn nýjan hlut sem við byrjuðum á síðari hálfleik. Síðan löguðum við til taktíkarnar.“ „Við breyttum áhersluatriðum og það skóp það að við sköpuðum okkur frábær færi en varnarleikurinn var algjörlega stórkostlegur. Ég hef ekki oft upplifað svona baráttu og vilja. Ég er hrærður í dag.“ Arnar Freyr Arnarsson var algjörlega magnaður í vörn íslenska liðsins í dag og ekki síðri sóknarlega. Guðmundur hrósaði honum í leikslok. „Þetta var algjörlega stórbrotinn leikur hjá honum og hann fórnar sér allan tímann. Ég spurði hann tvisvar hvort að hann þyrfti pásu en nei hann þurfti enga pásu. Hann vildi halda áfram og það er frábært. Það var líka mjög mikilvægt.“ „Síðan voru aðrir að standa sig rosalega vel. Þetta var mjög erfitt að vinna og við vorum að spila gegn miklu leikreyndara liði en við. Að byrja með nýtt lið og komast í milliriðil. Nú þurfum við að fara upp á hótel og setja upp ný markmið.“ Guðmundur segir að leikjaplanið sé undarlegt. Frakkarnir geta hvílt sig á meðan Ísland spilar gegn bæði Þjóðverjum og Frökkum um helgina. Ekki hægt að breyta þessu núna en verður gert athugasemd við þetta segir Guðmundur. „Það sem bíður okkar er gríðarlega erfitt prógram. Það er umhugsunarefni að við komum til að spila gegn Þjóðverjum á laugardag og Frakklandi á sunnudag. Það eru fjórir leikir á fimm dögum. Frakkarnir fá að hvíla í tvo daga fyrir leikinn gegn okkur.“ „Þetta er eitthvað sem er algjörlega óskiljanlegt og auðvitað þarf að gera athugarsemdir við þetta á síðari stigum. Það er ekki hægt að breyta því núna en ég er bara að segja að það er erfitt framhald fyrir okkur.“ „Við ætlum að njóta þess og fara til Köln að spila fyrir framan fulla höll. Það er engu líkt,“ sagði Guðmundur að lokum. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Dómarinn eins og pabbi sem er að stjórna leik út í garði í barnaafmæli“ Ísland er komið í milliriðil eftir frábæran sigur á Makedóní 17. janúar 2019 18:31 Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52 Gísli Þorgeir: Væri fáranlegt að hverfa frá því Miðjumaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög góðan leik í sigrinum gegn Makedóníu. 17. janúar 2019 18:45 Sérfræðingurinn: Þjálfarinn fær réttilega toppeinkunn Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli. 17. janúar 2019 19:00 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands var hrærður í leikslok eftir sigurinn gegn Makedóníu. Hann segir að hann hafi sjaldað séð jafn mikla baráttu og vilja eins og hann sá í kvöld. „Mér fannst þetta stórkostleg frammistaða. Leikurinn var erfiður og eins og við vissum þá voru þeir að fara spila sjö á móti sex,“ sagði Guðmundur í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok. „Við vorum búnir að fara yfir þetta endalaust. Þetta er ekki einfalt. Við ákváðum að keyra á þá í hvert skipti sem við gátum og planið var að keyra áfram á þá í síðari hálfleik.“ „Það gekk upp en leikurinn byrjaði kannski ekki vel fyrir okkur sóknarlega því við vorum að misnota færi sóknarlega. Það var ákveðið hik á okkur. Við misnotum víti og það var ákveðinn óheppni í gang, finnst mér.“ „Í staðinn fyrir að koma með endalaus nýjar ákvarðanir þá fórum við yfir stöðuna í hálfleik. Við ræddum ákveðna hluti og komum með einn nýjan hlut sem við byrjuðum á síðari hálfleik. Síðan löguðum við til taktíkarnar.“ „Við breyttum áhersluatriðum og það skóp það að við sköpuðum okkur frábær færi en varnarleikurinn var algjörlega stórkostlegur. Ég hef ekki oft upplifað svona baráttu og vilja. Ég er hrærður í dag.“ Arnar Freyr Arnarsson var algjörlega magnaður í vörn íslenska liðsins í dag og ekki síðri sóknarlega. Guðmundur hrósaði honum í leikslok. „Þetta var algjörlega stórbrotinn leikur hjá honum og hann fórnar sér allan tímann. Ég spurði hann tvisvar hvort að hann þyrfti pásu en nei hann þurfti enga pásu. Hann vildi halda áfram og það er frábært. Það var líka mjög mikilvægt.“ „Síðan voru aðrir að standa sig rosalega vel. Þetta var mjög erfitt að vinna og við vorum að spila gegn miklu leikreyndara liði en við. Að byrja með nýtt lið og komast í milliriðil. Nú þurfum við að fara upp á hótel og setja upp ný markmið.“ Guðmundur segir að leikjaplanið sé undarlegt. Frakkarnir geta hvílt sig á meðan Ísland spilar gegn bæði Þjóðverjum og Frökkum um helgina. Ekki hægt að breyta þessu núna en verður gert athugasemd við þetta segir Guðmundur. „Það sem bíður okkar er gríðarlega erfitt prógram. Það er umhugsunarefni að við komum til að spila gegn Þjóðverjum á laugardag og Frakklandi á sunnudag. Það eru fjórir leikir á fimm dögum. Frakkarnir fá að hvíla í tvo daga fyrir leikinn gegn okkur.“ „Þetta er eitthvað sem er algjörlega óskiljanlegt og auðvitað þarf að gera athugarsemdir við þetta á síðari stigum. Það er ekki hægt að breyta því núna en ég er bara að segja að það er erfitt framhald fyrir okkur.“ „Við ætlum að njóta þess og fara til Köln að spila fyrir framan fulla höll. Það er engu líkt,“ sagði Guðmundur að lokum.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Dómarinn eins og pabbi sem er að stjórna leik út í garði í barnaafmæli“ Ísland er komið í milliriðil eftir frábæran sigur á Makedóní 17. janúar 2019 18:31 Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52 Gísli Þorgeir: Væri fáranlegt að hverfa frá því Miðjumaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög góðan leik í sigrinum gegn Makedóníu. 17. janúar 2019 18:45 Sérfræðingurinn: Þjálfarinn fær réttilega toppeinkunn Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli. 17. janúar 2019 19:00 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Sjá meira
Twitter eftir sigurinn: „Dómarinn eins og pabbi sem er að stjórna leik út í garði í barnaafmæli“ Ísland er komið í milliriðil eftir frábæran sigur á Makedóní 17. janúar 2019 18:31
Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52
Gísli Þorgeir: Væri fáranlegt að hverfa frá því Miðjumaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög góðan leik í sigrinum gegn Makedóníu. 17. janúar 2019 18:45
Sérfræðingurinn: Þjálfarinn fær réttilega toppeinkunn Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli. 17. janúar 2019 19:00