Trump hefnir sín á Pelosi Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 20:38 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar. AP/J. Scott Applewhite Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. Það gerði hann degi eftir að hún sendi honum bréf og meinaði honum að flytja ræðu á þinginu og sagði það vegna lokunnarinnar.Sem forseti hefur Trump í raun stjórn yfir opinberum flugvélum Bandaríkjanna, þar sem þær eru á vegum hersins og forseti Bandaríkjanna er æðsti stjórnandi hersins. Í bréfinu segir Trump að Pelosi fái afnot af flugvél þegar lokuninni lýkur. Hann tók þó fram að hún gæti ferðast á eigin vegum, ef hún kysi það. Hins vegar vildi hann hafa hana í höfuðborginni svo þau gætu samið um fjármögnun múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna hefur verið lokað í 27 daga vegna deilna um áðurnefnda fjármögnun. Trump vill tæpa sex milljarða dala til verksins en Demókratar, sem stjórna nú fulltrúadeild þingsins, segja það ekki koma til greina.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðinguTrump sendi bréfið frá sér nú í kvöld og segja fjölmiðlar úti að það hafi komið Pelosi á óvart. Það hafi jafnvel komið starfsmönnum Trump á óvart og fáir hafi vitað af því. Þá hefur vakið athygli að Trump tók fram í bréfinu hvert Pelosi væri að fara. Það hafði ekki verið opinberað vegna öryggisráðstafna. Hún var, samkvæmt Trump, að fara til Brussel, Egyptalands og til Afganistan, þar sem hún ætlaði að heimsækja bandaríska hermenn, yfirmenn hersins í Afganistan og aðra hershöfðingja frá Atlantshafsbandalaginu. Aðstoðarmaður Pelosi og aðrir þingmenn hafi ætlað til Egyptalands. Þá hafi eingöngu átt að stoppa í Brussel svo flugmennirnir gætu hvílt sig og um helgarferð væri að ræða. Ekki sjö daga ferð eins og Trump heldur fram í bréfi sínu.Minnst tveir aðrir þingmenn ætluðu með Pelosi og stóð til að leggja af stað núna í kvöld. New York Times segir einhverja þingmannanna hafa verið komna upp í rútu, sem átti að nota til að ferja þá á flugvöllinn, þegar bréfið barst.Einn þeirra, Stephen Lynch, sagði blaðamönnum að réttast væri að leyfa þeim að fara til Afganistan og sinna eftirlitsskyldu þeirra. Sendinefndir þingmanna fá reglulega afnot af flugvélum hersins og má þar nefna þingmenn Repúblikanaflokksins sem fóru til Írak, skömmu eftir að stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna var lokað.President @realDonaldTrump's letter to @SpeakerPelosi concerning her upcoming travel pic.twitter.com/TtBCvwp080— Sarah Sanders (@PressSec) January 17, 2019 Afganistan Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. Það gerði hann degi eftir að hún sendi honum bréf og meinaði honum að flytja ræðu á þinginu og sagði það vegna lokunnarinnar.Sem forseti hefur Trump í raun stjórn yfir opinberum flugvélum Bandaríkjanna, þar sem þær eru á vegum hersins og forseti Bandaríkjanna er æðsti stjórnandi hersins. Í bréfinu segir Trump að Pelosi fái afnot af flugvél þegar lokuninni lýkur. Hann tók þó fram að hún gæti ferðast á eigin vegum, ef hún kysi það. Hins vegar vildi hann hafa hana í höfuðborginni svo þau gætu samið um fjármögnun múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna hefur verið lokað í 27 daga vegna deilna um áðurnefnda fjármögnun. Trump vill tæpa sex milljarða dala til verksins en Demókratar, sem stjórna nú fulltrúadeild þingsins, segja það ekki koma til greina.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðinguTrump sendi bréfið frá sér nú í kvöld og segja fjölmiðlar úti að það hafi komið Pelosi á óvart. Það hafi jafnvel komið starfsmönnum Trump á óvart og fáir hafi vitað af því. Þá hefur vakið athygli að Trump tók fram í bréfinu hvert Pelosi væri að fara. Það hafði ekki verið opinberað vegna öryggisráðstafna. Hún var, samkvæmt Trump, að fara til Brussel, Egyptalands og til Afganistan, þar sem hún ætlaði að heimsækja bandaríska hermenn, yfirmenn hersins í Afganistan og aðra hershöfðingja frá Atlantshafsbandalaginu. Aðstoðarmaður Pelosi og aðrir þingmenn hafi ætlað til Egyptalands. Þá hafi eingöngu átt að stoppa í Brussel svo flugmennirnir gætu hvílt sig og um helgarferð væri að ræða. Ekki sjö daga ferð eins og Trump heldur fram í bréfi sínu.Minnst tveir aðrir þingmenn ætluðu með Pelosi og stóð til að leggja af stað núna í kvöld. New York Times segir einhverja þingmannanna hafa verið komna upp í rútu, sem átti að nota til að ferja þá á flugvöllinn, þegar bréfið barst.Einn þeirra, Stephen Lynch, sagði blaðamönnum að réttast væri að leyfa þeim að fara til Afganistan og sinna eftirlitsskyldu þeirra. Sendinefndir þingmanna fá reglulega afnot af flugvélum hersins og má þar nefna þingmenn Repúblikanaflokksins sem fóru til Írak, skömmu eftir að stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna var lokað.President @realDonaldTrump's letter to @SpeakerPelosi concerning her upcoming travel pic.twitter.com/TtBCvwp080— Sarah Sanders (@PressSec) January 17, 2019
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira