Skór sem opna augun Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 10:00 Einhyrningar eru töfrandi skepnur sem lofa ævintýralegri upplifun og víst að þessir einhyrningsskór hitta í mark hjá mörgum stúlkum. NORDICPHOTOS/GETTY Tískuvikan í Hong Kong stendur nú yfir en samhliða henni er sýnt spennandi skótau úr árlegri samkeppni skóhönnuða þar í landi. Skókeppnin er nú haldin í 19. sinn en þeirri fyrstu var hleypt af stokkunum um aldamótin 2000. Keppnin vakti heimsathygli og hefur síðan notið virðingar og viðurkenningar um allan heim. Skókeppnin í Hong Kong er einstakt tækifæri fyrir skapandi hönnuði sem vilja hasla sér völl í skóiðnaði og er hugsuð sem hvetjandi vagga sem nærir og uppgötvar nýja og spennandi hönnuði, auk þess að bæta gæði og samkeppni meðal skóframleiðenda. Keppendur tefla meðal annars fram framúrstefnulegri hönnun á kvenskóm, karlaskóm, barnaskóm, töskum og stígvélum en einn keppnisflokkurinn eru vistvænir skór til verndunar jörðinni. Skórnir sem keppa nú eru sannarlega forvitnilegir fyrir augað. Sumir eru eins og skartgripir á meðan aðrir eru ævintýraheimur út af fyrir sig og aðrir fínasta þarfaþing á hjólum. Sigurvegarar skókeppninnar hafa sumir gert garðinn frægan og vinningspörin verið send á alþjóðlegar skósýningar víða um heim. Til að mynda hefur Ms. Yim Kit Ling, sigurvegari keppninnar árið 2002, unnið alþjóðlegu skókeppnina á Ítalíu í tvígang.sBotn og hæll með mynstri býflugnabús og stöku býflugum til skrauts.Þokkafullir, vorlegir og himinháir hælar skreyttir bláum og hvítum blómum.Svalir dádýrsskór með horni.Sólkerfið skreytir þessa glamúrskó.Töff hælaskór með fallbyssuhjólum. Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Tískuvikan í Hong Kong stendur nú yfir en samhliða henni er sýnt spennandi skótau úr árlegri samkeppni skóhönnuða þar í landi. Skókeppnin er nú haldin í 19. sinn en þeirri fyrstu var hleypt af stokkunum um aldamótin 2000. Keppnin vakti heimsathygli og hefur síðan notið virðingar og viðurkenningar um allan heim. Skókeppnin í Hong Kong er einstakt tækifæri fyrir skapandi hönnuði sem vilja hasla sér völl í skóiðnaði og er hugsuð sem hvetjandi vagga sem nærir og uppgötvar nýja og spennandi hönnuði, auk þess að bæta gæði og samkeppni meðal skóframleiðenda. Keppendur tefla meðal annars fram framúrstefnulegri hönnun á kvenskóm, karlaskóm, barnaskóm, töskum og stígvélum en einn keppnisflokkurinn eru vistvænir skór til verndunar jörðinni. Skórnir sem keppa nú eru sannarlega forvitnilegir fyrir augað. Sumir eru eins og skartgripir á meðan aðrir eru ævintýraheimur út af fyrir sig og aðrir fínasta þarfaþing á hjólum. Sigurvegarar skókeppninnar hafa sumir gert garðinn frægan og vinningspörin verið send á alþjóðlegar skósýningar víða um heim. Til að mynda hefur Ms. Yim Kit Ling, sigurvegari keppninnar árið 2002, unnið alþjóðlegu skókeppnina á Ítalíu í tvígang.sBotn og hæll með mynstri býflugnabús og stöku býflugum til skrauts.Þokkafullir, vorlegir og himinháir hælar skreyttir bláum og hvítum blómum.Svalir dádýrsskór með horni.Sólkerfið skreytir þessa glamúrskó.Töff hælaskór með fallbyssuhjólum.
Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira