Fá hjón verja jafn miklum tíma saman Björk Eiðsdóttir skrifar 19. janúar 2019 08:00 Nína og Aron heimsóttu marmaraverksmiðjuna á Ítalíu og heilluðust af framleiðsluferlinu og segir Nína það hafa verið gaman að fá að fylgjast með. Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron P. Karlsson gengu í hjónaband síðastliðið haust og hafa nú tekið sameininguna skrefinu lengra og ætla að starfa saman að marmari.is, fyrirtæki sem þau stofnuðu nýverið. Nína segist ekki óttast að starfa svo náið með eiginmanninum enda þekki hún fá hjón sem verji jafn miklum tíma saman. Nína og Aron gengu í hjónaband í Langholtskirkju í september síðastliðnum og voru gestirnir aðeins börnin þeirra fjögur. Látlaust og einfalt! Mynd/Saga Sig.„Við vinnum mjög vel saman, erum bæði hugmyndarík, orkumikil, skoðanaglöð og leiðtogar í eðli okkar og örlítið blóðheit. En við skiptum verkum niður, sem er gott, notum styrkleika okkar beggja til að virkja sköpunargáfu hvort annars. Ég þekki fá hjón sem hafa varið jafn miklum tíma með hvort öðru, við erum dugleg að hafa gaman saman, en okkur líður líka vel saman í kyrrð og ró, sem betur fer.“„Sameiginlegur vinur kynnti okkur fyrir Pálma Sigmarssyni, meðeiganda okkar, sem er búsettur á Ítalíu. Við heimsóttum hann til að skoða marmaranámurnar. Námasvæðin í Carrara eru í yfir 2.000 metra hæð. Marmarinn sem unninn er úr námunum er mismunandi að lit, eftir því hvar hann er tekinn úr fjöllunum. Það var gaman að fylgjast með hvernig þeir skera marmarann niður. Þar sem Pálmi býr á Ítalíu hafði hann kynnst eiganda einnar námunnar, sem er lykilatriði og þar sem við kaupum marmara, granít og fleira eðalgrjót beint frá námunni getum við boðið mjög samkeppnishæf verð. Þannig að við slógum til og stofnuðum www.marmari.is.„Við erum bæði miklir fagurkerar og viljum hafa fallegt í kringum okkur enda heimakær og finnst fátt betra en að vera heima með fullt af kertaljósum. Sjálf hef ég alltaf haft mikinn áhuga á fallegum hlutum og rýmum til að innrétta og gera upp eða betrumbæta. Við gerðum upp hæðina sem við búum í en hún var öll upprunaleg þegar við féllum fyrir henni. Við leyfðum sumu af því gamla að vera en gerðum margt upp. Okkur þykir fallegast að blanda nýju og gömlu saman. Aron er mjög handlaginn og getur nánast allt og ég er mjög góður verkstjóri. Við erum með mjög líkan stíl og það var mjög sniðugt hvernig innbú okkar pössuðu saman þegar við hófum sambúð. Þurftum aldrei að láta neitt detta óvart niður á gólfið,“ segir fagurkerinn að lokum, spenntur fyrir komandi verkefnum, enda segir hún að marmarinn sé steina glæsilegastur. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron P. Karlsson gengu í hjónaband síðastliðið haust og hafa nú tekið sameininguna skrefinu lengra og ætla að starfa saman að marmari.is, fyrirtæki sem þau stofnuðu nýverið. Nína segist ekki óttast að starfa svo náið með eiginmanninum enda þekki hún fá hjón sem verji jafn miklum tíma saman. Nína og Aron gengu í hjónaband í Langholtskirkju í september síðastliðnum og voru gestirnir aðeins börnin þeirra fjögur. Látlaust og einfalt! Mynd/Saga Sig.„Við vinnum mjög vel saman, erum bæði hugmyndarík, orkumikil, skoðanaglöð og leiðtogar í eðli okkar og örlítið blóðheit. En við skiptum verkum niður, sem er gott, notum styrkleika okkar beggja til að virkja sköpunargáfu hvort annars. Ég þekki fá hjón sem hafa varið jafn miklum tíma með hvort öðru, við erum dugleg að hafa gaman saman, en okkur líður líka vel saman í kyrrð og ró, sem betur fer.“„Sameiginlegur vinur kynnti okkur fyrir Pálma Sigmarssyni, meðeiganda okkar, sem er búsettur á Ítalíu. Við heimsóttum hann til að skoða marmaranámurnar. Námasvæðin í Carrara eru í yfir 2.000 metra hæð. Marmarinn sem unninn er úr námunum er mismunandi að lit, eftir því hvar hann er tekinn úr fjöllunum. Það var gaman að fylgjast með hvernig þeir skera marmarann niður. Þar sem Pálmi býr á Ítalíu hafði hann kynnst eiganda einnar námunnar, sem er lykilatriði og þar sem við kaupum marmara, granít og fleira eðalgrjót beint frá námunni getum við boðið mjög samkeppnishæf verð. Þannig að við slógum til og stofnuðum www.marmari.is.„Við erum bæði miklir fagurkerar og viljum hafa fallegt í kringum okkur enda heimakær og finnst fátt betra en að vera heima með fullt af kertaljósum. Sjálf hef ég alltaf haft mikinn áhuga á fallegum hlutum og rýmum til að innrétta og gera upp eða betrumbæta. Við gerðum upp hæðina sem við búum í en hún var öll upprunaleg þegar við féllum fyrir henni. Við leyfðum sumu af því gamla að vera en gerðum margt upp. Okkur þykir fallegast að blanda nýju og gömlu saman. Aron er mjög handlaginn og getur nánast allt og ég er mjög góður verkstjóri. Við erum með mjög líkan stíl og það var mjög sniðugt hvernig innbú okkar pössuðu saman þegar við hófum sambúð. Þurftum aldrei að láta neitt detta óvart niður á gólfið,“ segir fagurkerinn að lokum, spenntur fyrir komandi verkefnum, enda segir hún að marmarinn sé steina glæsilegastur.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira