Vítabaninn Björgvin vaknaður Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. janúar 2019 10:00 Fréttablaðið Enginn markvörður hefur varið fleiri víti en Björgvin Páll Gústavsson eftir riðlakeppnina á HM í handbolta. Vafasöm vítaköst Barein virtust kveikja á Björgvini sem hefur ekki litið um öxl eftir það. Eftir slaka frammistöðu í fyrsta leik Íslands á HM í handbolta gegn Króatíu hefur Björgvin Páll Gústavsson hrokkið í gang og átti reynslumesti leikmaður Íslands stóran þátt í því að ungt lið Íslands komst í milliriðlana sem hefjast í dag. Hinn 33 ára gamli Björgvin Páll er síðasti meðlimur silfurhópsins frá Peking sem er enn í liðinu og lang reynslumesti leikmaður liðsins með 217 landsleiki, 83 leikjum meira en næsti maður sem er Aron Pálmarsson. Björgvin hefur átt það til í gegnum tíðina að stíga upp á stórmótum í handbolta og er það vonandi fyrir íslenska liðið að Björgvin haldi áfram á sömu braut í næstu leikjum. Þegar rýnt er í tölfræðina kemur í ljós að hann er sá markvörður sem varði flest vítaköst í riðlakeppninni sem lauk á fimmtudaginn. Alls varði hann sjö af þeim sautján vítaköstum sem mótherjar Íslands hafa fengið í keppninni. Í fyrstu tveimur leikjum Íslands í keppninni gegn Króötum og Spánverjum varði Björgvin Páll aðeins eitt víti af fimm og náði sér ekki á strik í leikjunum en lærisveinum Arons Kristjánssonar tókst að skjóta Björgvin Pál í stuð. Mohamed Habib var réttilega vísað upp í stúku á fyrstu mínútum leiksins þegar hann skaut beint í höfuðið á Björgvini og áttu Bareinar eftir að skjóta tvisvar til viðbótar í höfuðhæð hjá Björgvini án þess að þeim væri refsað. Það efldi Björgvin sem átti besta leik sinn til þessa á mótinu gegn Barein og fylgdi því eftir með góðum leikjum gegn Japan og Makedóníu þar sem hann hefur haldið áfram 50% markvörslu úr vítaköstum andstæðinganna. Hann er því samtals með sjö varin víti af sautján eða 41% markvörslu eftir riðlakeppnina. Enginn markvörður á HM hefur varið fleiri víti til þessa og aðeins þrír markverðir, Nikola Marinovic frá Austurríki, Niklas Landin frá Danmörku og Leonel Carlos Maciel frá Argentínu eru með betra hlutfall þegar kemur að því að verja vítaköst eftir riðlakeppnina. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira
Enginn markvörður hefur varið fleiri víti en Björgvin Páll Gústavsson eftir riðlakeppnina á HM í handbolta. Vafasöm vítaköst Barein virtust kveikja á Björgvini sem hefur ekki litið um öxl eftir það. Eftir slaka frammistöðu í fyrsta leik Íslands á HM í handbolta gegn Króatíu hefur Björgvin Páll Gústavsson hrokkið í gang og átti reynslumesti leikmaður Íslands stóran þátt í því að ungt lið Íslands komst í milliriðlana sem hefjast í dag. Hinn 33 ára gamli Björgvin Páll er síðasti meðlimur silfurhópsins frá Peking sem er enn í liðinu og lang reynslumesti leikmaður liðsins með 217 landsleiki, 83 leikjum meira en næsti maður sem er Aron Pálmarsson. Björgvin hefur átt það til í gegnum tíðina að stíga upp á stórmótum í handbolta og er það vonandi fyrir íslenska liðið að Björgvin haldi áfram á sömu braut í næstu leikjum. Þegar rýnt er í tölfræðina kemur í ljós að hann er sá markvörður sem varði flest vítaköst í riðlakeppninni sem lauk á fimmtudaginn. Alls varði hann sjö af þeim sautján vítaköstum sem mótherjar Íslands hafa fengið í keppninni. Í fyrstu tveimur leikjum Íslands í keppninni gegn Króötum og Spánverjum varði Björgvin Páll aðeins eitt víti af fimm og náði sér ekki á strik í leikjunum en lærisveinum Arons Kristjánssonar tókst að skjóta Björgvin Pál í stuð. Mohamed Habib var réttilega vísað upp í stúku á fyrstu mínútum leiksins þegar hann skaut beint í höfuðið á Björgvini og áttu Bareinar eftir að skjóta tvisvar til viðbótar í höfuðhæð hjá Björgvini án þess að þeim væri refsað. Það efldi Björgvin sem átti besta leik sinn til þessa á mótinu gegn Barein og fylgdi því eftir með góðum leikjum gegn Japan og Makedóníu þar sem hann hefur haldið áfram 50% markvörslu úr vítaköstum andstæðinganna. Hann er því samtals með sjö varin víti af sautján eða 41% markvörslu eftir riðlakeppnina. Enginn markvörður á HM hefur varið fleiri víti til þessa og aðeins þrír markverðir, Nikola Marinovic frá Austurríki, Niklas Landin frá Danmörku og Leonel Carlos Maciel frá Argentínu eru með betra hlutfall þegar kemur að því að verja vítaköst eftir riðlakeppnina.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira