Domino's með fimmtung markaðarins Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 15:37 Domino's jók sölu sína um rúm 5 prósent á síðasta ári. Fréttablaðið/eyþór Domino's er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga. Pizzarisinn, sem rekur um 25 útibú um land allt, er með 21 prósent markaðshlutdeild meðal viðskiptavina Meniga. Næst á eftir kemur kjúklingakeðjan KFC með um 10 prósent markaðarins og Subway með 7 prósent. Serrano kemur þar á eftir með 4 prósent markaðshlutdeild, hamborgarastaðirnir American Style og Hamborgarabúlla Tómasar með 3 prósent hlutdeild en aðrir minna.Sjá einnig: Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósentFram kemur á vef Meniga að gögnin samanstandi af meðaltölum allra þeirra sem nýta sér þjónustu fyrirtækisins, sem nálgast má í gegnum heimabanka stóru bankanna þriggja. Jafnframt er undirstrikað að um ópersónugreinanlegar samantektir sé að ræða og að þær byggi á því hvernig færslur flokkast í Meniga.Costco með 8 prósent markaðarins Gögnin benda að sama skapi til að meðalviðskiptavinur Meniga hafi varið næstum 610 þúsund krónum í matarinnkaup á liðnu ári, sem gerir um 4 prósent aukningu frá árinu 2017. Fólk fari að meðaltali fjórum sinnum í viku í matvöruverslun og stendur sú tala í stað frá fyrra ári að sögn Meniga. „Það hefur sýnt sig að þeir sem fara sjaldnar í matvöruverslanir, eyða minna að meðaltali í matvöru, en þeir sem eru tíðari gestir,“ segir í frétt Meniga. Þar er þess einnig getið að Bónus hafi sem fyrr mesta markaðshlutdeild í flokki matvöruverslana, eða um 27 prósent. Næst á eftir kemur Krónan með 19 prósent, sem gefur til kynna að verslunin sé að „sækja aðeins í sig veðrið“ eins og það er orðað. Þar á eftir koma Hagkaup með 11 prósent hlutdeild og Nettó og Costco með prósent hvor. Meniga tekur þó fram að mögulegt sé að aðrir vörurflokkar, á borð við snyrtivöru, eldsneyti og fatnað, geti skekkt myndina í einhverjum tilfellum. Til að mynda sé hægt að kaupa aðrar vörur en matvöru í verslunum á borð við Costco, Hagkaup og Nettó. Nánar má kynna sér samantektina um markaðshlutdeildina á vef Meniga. Matur Neytendur Tengdar fréttir Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00 Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósent Sala Domino's á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 5,5 prósent frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í árshlutareikningi móðurfélagsins, Domino's Pizza Group, sem birtur var í gær. 8. ágúst 2018 06:00 Stefnt að opnun tveggja Domino's-staða Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. 14. mars 2018 08:00 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Domino's er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga. Pizzarisinn, sem rekur um 25 útibú um land allt, er með 21 prósent markaðshlutdeild meðal viðskiptavina Meniga. Næst á eftir kemur kjúklingakeðjan KFC með um 10 prósent markaðarins og Subway með 7 prósent. Serrano kemur þar á eftir með 4 prósent markaðshlutdeild, hamborgarastaðirnir American Style og Hamborgarabúlla Tómasar með 3 prósent hlutdeild en aðrir minna.Sjá einnig: Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósentFram kemur á vef Meniga að gögnin samanstandi af meðaltölum allra þeirra sem nýta sér þjónustu fyrirtækisins, sem nálgast má í gegnum heimabanka stóru bankanna þriggja. Jafnframt er undirstrikað að um ópersónugreinanlegar samantektir sé að ræða og að þær byggi á því hvernig færslur flokkast í Meniga.Costco með 8 prósent markaðarins Gögnin benda að sama skapi til að meðalviðskiptavinur Meniga hafi varið næstum 610 þúsund krónum í matarinnkaup á liðnu ári, sem gerir um 4 prósent aukningu frá árinu 2017. Fólk fari að meðaltali fjórum sinnum í viku í matvöruverslun og stendur sú tala í stað frá fyrra ári að sögn Meniga. „Það hefur sýnt sig að þeir sem fara sjaldnar í matvöruverslanir, eyða minna að meðaltali í matvöru, en þeir sem eru tíðari gestir,“ segir í frétt Meniga. Þar er þess einnig getið að Bónus hafi sem fyrr mesta markaðshlutdeild í flokki matvöruverslana, eða um 27 prósent. Næst á eftir kemur Krónan með 19 prósent, sem gefur til kynna að verslunin sé að „sækja aðeins í sig veðrið“ eins og það er orðað. Þar á eftir koma Hagkaup með 11 prósent hlutdeild og Nettó og Costco með prósent hvor. Meniga tekur þó fram að mögulegt sé að aðrir vörurflokkar, á borð við snyrtivöru, eldsneyti og fatnað, geti skekkt myndina í einhverjum tilfellum. Til að mynda sé hægt að kaupa aðrar vörur en matvöru í verslunum á borð við Costco, Hagkaup og Nettó. Nánar má kynna sér samantektina um markaðshlutdeildina á vef Meniga.
Matur Neytendur Tengdar fréttir Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00 Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósent Sala Domino's á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 5,5 prósent frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í árshlutareikningi móðurfélagsins, Domino's Pizza Group, sem birtur var í gær. 8. ágúst 2018 06:00 Stefnt að opnun tveggja Domino's-staða Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. 14. mars 2018 08:00 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00
Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósent Sala Domino's á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 5,5 prósent frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í árshlutareikningi móðurfélagsins, Domino's Pizza Group, sem birtur var í gær. 8. ágúst 2018 06:00
Stefnt að opnun tveggja Domino's-staða Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. 14. mars 2018 08:00