Luka Doncic með fleiri atkvæði en bæði Harden og Durant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2019 16:00 Luka Doncic hefur slegið í gegn í NBA í vetur en þetta er hans fyrsta tímabil í deildinni. Getty/Kevork Djansezian Slóvenski nýliðinn Luka Doncic er einn af þeim sem hafa fengið flest atkvæði í kosningunni á leikmönnum í Stjörnuleik NBA-deildarinnar en kosningin er í fullum gangi. Luka Doncic hefur fengið fleiri atkvæði en stórstjörnur á borð við Kevin Durant, James Harden og Russell Westbrook. James Harden kemst ekki einu sinni í fimm manna lið Vesturdeildarinnar því Derrick Rose hjá Minnesota Timberwolves hefur fengið fleiri atkvæði en hann. Stjörnuleikurinn er þó ekki lengur leikur á milli Vesturstrandarinnar og Austurstrandarinnar. Í staðinn kjóst tveir vinsælustu leikmennirnir í lið. Eins og staðan er núna þá munu það vera LeBron James og Giannis Antetokounmpo sem kjósa í liðin í ár en í fyrra voru það LeBron og Stephen Curry. LeBron James er sá eini sem er kominn með yfir milljón atkvæði í kosningunni en stöðuna má sjá hér fyrir neðan.LeBron/Steph and Giannis/Kyrie lead the first returns of #NBAAllStar Voting 2019 presented by @Google! Vote on https://t.co/R6fBO5LSAS, the NBA App or by searching for your favorite player or team on Google. Vote now! https://t.co/gcW4K59HC0pic.twitter.com/JIZFyIC2Pu — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 3, 2019Atvkæði aðdáenda gilda 50 prósent á móti 25 prósentum hjá öllum leikmönnum deildarinnar og 25 prósentum hjá fjölmiðlamönnum. Á hverju atkvæðaseðli er pláss fyirr tvo bakverði og svo þrjá leikmenn sem spila sem framherji eða miðherji. Kosningunni lýkur ekki fyrr en 21. janúar næstkomandi þannig að það er nóg eftir. Sjálfur stjörnuleikurinn fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu 17. febrúar. Leikmennirnir sem kæmust í fimm manna liðin samkvæmt fyrstu tölum væru annarsvegar LeBron James, Luka Doncic, Kevin Durant, Stephen Curry og Derrick Rose en hinsvegar Giannis Antetokounmpo, Kawhi Leonard, Joel Embiid, Kyrie Irving og Dwyane Wade. Það eru ekki allir NBA-spekingar mjög hrifnir af þessum fyrstu tölum og þá sérstaklega hversu fá atkvæði James Harden fær. Það má sjá tvo þeirra fá tölurnar beint í æð hér fyrir neðan.The first results for All-Star fan voting are in, and Chauncey Billups and Amin Elhassan say the DISRESPECT is real pic.twitter.com/LnGzyUvzKg — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 3, 2019 NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Slóvenski nýliðinn Luka Doncic er einn af þeim sem hafa fengið flest atkvæði í kosningunni á leikmönnum í Stjörnuleik NBA-deildarinnar en kosningin er í fullum gangi. Luka Doncic hefur fengið fleiri atkvæði en stórstjörnur á borð við Kevin Durant, James Harden og Russell Westbrook. James Harden kemst ekki einu sinni í fimm manna lið Vesturdeildarinnar því Derrick Rose hjá Minnesota Timberwolves hefur fengið fleiri atkvæði en hann. Stjörnuleikurinn er þó ekki lengur leikur á milli Vesturstrandarinnar og Austurstrandarinnar. Í staðinn kjóst tveir vinsælustu leikmennirnir í lið. Eins og staðan er núna þá munu það vera LeBron James og Giannis Antetokounmpo sem kjósa í liðin í ár en í fyrra voru það LeBron og Stephen Curry. LeBron James er sá eini sem er kominn með yfir milljón atkvæði í kosningunni en stöðuna má sjá hér fyrir neðan.LeBron/Steph and Giannis/Kyrie lead the first returns of #NBAAllStar Voting 2019 presented by @Google! Vote on https://t.co/R6fBO5LSAS, the NBA App or by searching for your favorite player or team on Google. Vote now! https://t.co/gcW4K59HC0pic.twitter.com/JIZFyIC2Pu — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 3, 2019Atvkæði aðdáenda gilda 50 prósent á móti 25 prósentum hjá öllum leikmönnum deildarinnar og 25 prósentum hjá fjölmiðlamönnum. Á hverju atkvæðaseðli er pláss fyirr tvo bakverði og svo þrjá leikmenn sem spila sem framherji eða miðherji. Kosningunni lýkur ekki fyrr en 21. janúar næstkomandi þannig að það er nóg eftir. Sjálfur stjörnuleikurinn fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu 17. febrúar. Leikmennirnir sem kæmust í fimm manna liðin samkvæmt fyrstu tölum væru annarsvegar LeBron James, Luka Doncic, Kevin Durant, Stephen Curry og Derrick Rose en hinsvegar Giannis Antetokounmpo, Kawhi Leonard, Joel Embiid, Kyrie Irving og Dwyane Wade. Það eru ekki allir NBA-spekingar mjög hrifnir af þessum fyrstu tölum og þá sérstaklega hversu fá atkvæði James Harden fær. Það má sjá tvo þeirra fá tölurnar beint í æð hér fyrir neðan.The first results for All-Star fan voting are in, and Chauncey Billups and Amin Elhassan say the DISRESPECT is real pic.twitter.com/LnGzyUvzKg — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 3, 2019
NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira