Aron Pálmars og Björgvin Páll fjarri sínu besta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2019 17:30 Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson. Mynd/Samsett/HSÍ Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson eru tveir af reyndustu leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins og góð frammistaða þeirra er algjört lykilatriði ef vel á að fara á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. Frammistaða Arons og Björgvins Páls heillaði hinsvegar ekki marga í sex marka tapi á móti Noregi á æfingamótinu í Osló í gær. Aron skoraði aðeins tvö mörk þrátt fyrir að reyna sjö skot í leiknum og Björgvini Páli tókst ekki að verja eitt einasta skot af þeim tólf sem Norðmenn skutu á hann. Þessi frammistaða þeirra tveggja gefur tilefni til þess að hafa áhyggjur. Félagsliða-Aron Pálmarsson er handboltamaður á heimsmælikvarða... Landsliðs-Aron Pálmarsson er ofmetnasti handboltamaður íslandssögunar#handbolti — Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) January 3, 2019Tap gegn Noregi. Erfiður leikur gegn góðum andstæðingi. Tvö atriði stöðu upp úr. Aðalmarkvörður Norðmanna varði 17 skot á meðan aðalmarkvörður Íslendinga varði 0 skot. Sagosen dró vagn Norðmanna en sama er ekki hægt að segja um Aron Pálmarsson hjá okkar mönnum. #handbolti#hsí — Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) January 3, 2019Norðmenn skrefi framar eins og er, hvergi veikur hlekkur. Gísli Þorgeir flottur en báðir hornamenn, ásamt Aroni og Bjöggi langt undir pari. Verðum að fá þessa menn í toppformi til að vinna heimsklassalið eins og Noreg #handbolti — Halldór Sigfússon (@dorifusa) January 3, 2019 Íslenska handboltalandsliðið á eftir að mæta Brasilíumönnum og Hollendingum á þessu æfingamóti í Noregi og þessir tveir lykilmenn íslenska liðsins fá því tvö tækifæri til að finna taktinn og koma sér í gang. Það skiptir íslenska liðið mjög miklu máli að besti sóknarmaðurinn og aðalmarkvörðurinn séu að spila vel ætli þetta fyrsta stórmót liðsins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar að ganga vel. Báðir voru í góðum gír á því síðasta undir stjórn Guðmundar sem voru Ólympíuleikarnir í London 2012. Aron Pálmarsson skoraði þá 37 mörk í 6 leikjum og komst í úrvalslið mótsins og Björgvin Páll varði meðal annars 4 af 13 vítum sem hann reyndi við.Fréttin hefur verið uppfærð. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson eru tveir af reyndustu leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins og góð frammistaða þeirra er algjört lykilatriði ef vel á að fara á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. Frammistaða Arons og Björgvins Páls heillaði hinsvegar ekki marga í sex marka tapi á móti Noregi á æfingamótinu í Osló í gær. Aron skoraði aðeins tvö mörk þrátt fyrir að reyna sjö skot í leiknum og Björgvini Páli tókst ekki að verja eitt einasta skot af þeim tólf sem Norðmenn skutu á hann. Þessi frammistaða þeirra tveggja gefur tilefni til þess að hafa áhyggjur. Félagsliða-Aron Pálmarsson er handboltamaður á heimsmælikvarða... Landsliðs-Aron Pálmarsson er ofmetnasti handboltamaður íslandssögunar#handbolti — Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) January 3, 2019Tap gegn Noregi. Erfiður leikur gegn góðum andstæðingi. Tvö atriði stöðu upp úr. Aðalmarkvörður Norðmanna varði 17 skot á meðan aðalmarkvörður Íslendinga varði 0 skot. Sagosen dró vagn Norðmanna en sama er ekki hægt að segja um Aron Pálmarsson hjá okkar mönnum. #handbolti#hsí — Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) January 3, 2019Norðmenn skrefi framar eins og er, hvergi veikur hlekkur. Gísli Þorgeir flottur en báðir hornamenn, ásamt Aroni og Bjöggi langt undir pari. Verðum að fá þessa menn í toppformi til að vinna heimsklassalið eins og Noreg #handbolti — Halldór Sigfússon (@dorifusa) January 3, 2019 Íslenska handboltalandsliðið á eftir að mæta Brasilíumönnum og Hollendingum á þessu æfingamóti í Noregi og þessir tveir lykilmenn íslenska liðsins fá því tvö tækifæri til að finna taktinn og koma sér í gang. Það skiptir íslenska liðið mjög miklu máli að besti sóknarmaðurinn og aðalmarkvörðurinn séu að spila vel ætli þetta fyrsta stórmót liðsins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar að ganga vel. Báðir voru í góðum gír á því síðasta undir stjórn Guðmundar sem voru Ólympíuleikarnir í London 2012. Aron Pálmarsson skoraði þá 37 mörk í 6 leikjum og komst í úrvalslið mótsins og Björgvin Páll varði meðal annars 4 af 13 vítum sem hann reyndi við.Fréttin hefur verið uppfærð.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira