Laus við lyfjakokteilinn eftir að hún missti fimmtíu kíló Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2019 21:45 Sólveig léttist um fimmtíu kíló en hún segir vegferðina ekki hafa verið auðvelda. Skjáskot/Stöð 2 Fyrir fimm árum var Sólveig Sigurðardóttir offitusjúklingur og öryrki sem þurfti að taka inn stóran lyfjakokteil á hverjum degi. Viðtal sem sýnt var í Íslandi í dag árið 2012 vakti hana til lífsins og í dag er hún fimmtíu kílóum léttari og laus við lyfin. Rætt var við Sólveigu í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Hún segir að umrætt viðtal, sem fjallaði um líkamsrækt og heilbrigt líferni, hafi verið það sem þurfti til að koma henni af stað. „En þetta var ekki svo auðvelt samt, að koma sér að verki.“Segir stjúpafa hafa brotið á sér í æsku Sólveig rekur upphaf erfiðleikanna til kynferðisofbeldis sem hún var beitt í æsku. Hún segir stjúpafa sinn hafa ítrekað brotið á sér þegar hún var um tíu ára. „Það er eitthvað sem kemur svo síðarmeir. Þegar ég fór að hugsa sko, af því að þetta var leyndarmál sem ég átti svo lengi alein, og sá sem braut á mér var farinn til himnaríkis og ég sat ein uppi með skömmina.“Hér má sjá Sólveigu áður en hún léttist (t.v.) en myndirnar voru sýndar í þættinum í kvöld.Skjáskot/Stöð 2Sólveig var 25 ára þegar hún sagði fyrst frá ofbeldinu. Hún hélt þó áfram að bæla tilfinningar sínar niður og notaði mat sem deyfilyf. „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér og líka til að gleðjast. Þannig að það var alltaf svo stór partur að vera að borða.“Kílóin bara aukaverkun Þá var Sólveig greind með MS-sjúkdóminn og henni tjáð að hún myndi fljótlega þurfa að nota hjólastól. Hún fékk einnig vefjagigt og rósaroða og á tímabili tók hún inn fjölbreyttan lyfjakokteil á degi hverjum. Þannig hafi hún þurft að sprauta sig einu sinni í viku með MS-lyfjum sem framkölluðu mikla þreytu. Hún tók lyf til að vinna bug á þreytunni, svefntöflur til að sofna á kvöldin, sterk verkjalyf og tuggði tuggutöflur á næturna vegna bakflæðis. Í dag er hún hins vegar alveg lyfjalaus.Úr þætti kvöldsins. Sólveig greiddi sjálf 700 þúsund krónur fyrir aðgerð á kvið, sem hún segir hafa lafað niður á mið læri eftir að hún léttist.Skjáskot/Stöð 2„Þetta var algjör vítahringur. Það er það sem ég segi í dag þegar fólk spyr: Hvað ertu búin að missa mörg kíló? Ég segi alltaf: Heilsan er svo allt önnur. Kílóin voru bara einhver aukaverkun sem fóru, að eignast aftur heilbrigt líf er kraftaverk. Og í dag er það eina sem ég tek, lyfjalega séð, D-vítamín.“ Sólveig tekur þó fram að hún sé ekki læknuð heldur nái hún að halda sjúkdómunum niðri. „Í dag er ég í líkamsrækt fimm sinnum í viku. Ég reyni að borða eins hollan og góðan mat og ég get, reyni að elda minn mat frá grunni og ég ber allt öðruvísi virðingu fyrir mat í dag, og sjálfri mér.“Horfa má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Sjá meira
Fyrir fimm árum var Sólveig Sigurðardóttir offitusjúklingur og öryrki sem þurfti að taka inn stóran lyfjakokteil á hverjum degi. Viðtal sem sýnt var í Íslandi í dag árið 2012 vakti hana til lífsins og í dag er hún fimmtíu kílóum léttari og laus við lyfin. Rætt var við Sólveigu í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Hún segir að umrætt viðtal, sem fjallaði um líkamsrækt og heilbrigt líferni, hafi verið það sem þurfti til að koma henni af stað. „En þetta var ekki svo auðvelt samt, að koma sér að verki.“Segir stjúpafa hafa brotið á sér í æsku Sólveig rekur upphaf erfiðleikanna til kynferðisofbeldis sem hún var beitt í æsku. Hún segir stjúpafa sinn hafa ítrekað brotið á sér þegar hún var um tíu ára. „Það er eitthvað sem kemur svo síðarmeir. Þegar ég fór að hugsa sko, af því að þetta var leyndarmál sem ég átti svo lengi alein, og sá sem braut á mér var farinn til himnaríkis og ég sat ein uppi með skömmina.“Hér má sjá Sólveigu áður en hún léttist (t.v.) en myndirnar voru sýndar í þættinum í kvöld.Skjáskot/Stöð 2Sólveig var 25 ára þegar hún sagði fyrst frá ofbeldinu. Hún hélt þó áfram að bæla tilfinningar sínar niður og notaði mat sem deyfilyf. „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér og líka til að gleðjast. Þannig að það var alltaf svo stór partur að vera að borða.“Kílóin bara aukaverkun Þá var Sólveig greind með MS-sjúkdóminn og henni tjáð að hún myndi fljótlega þurfa að nota hjólastól. Hún fékk einnig vefjagigt og rósaroða og á tímabili tók hún inn fjölbreyttan lyfjakokteil á degi hverjum. Þannig hafi hún þurft að sprauta sig einu sinni í viku með MS-lyfjum sem framkölluðu mikla þreytu. Hún tók lyf til að vinna bug á þreytunni, svefntöflur til að sofna á kvöldin, sterk verkjalyf og tuggði tuggutöflur á næturna vegna bakflæðis. Í dag er hún hins vegar alveg lyfjalaus.Úr þætti kvöldsins. Sólveig greiddi sjálf 700 þúsund krónur fyrir aðgerð á kvið, sem hún segir hafa lafað niður á mið læri eftir að hún léttist.Skjáskot/Stöð 2„Þetta var algjör vítahringur. Það er það sem ég segi í dag þegar fólk spyr: Hvað ertu búin að missa mörg kíló? Ég segi alltaf: Heilsan er svo allt önnur. Kílóin voru bara einhver aukaverkun sem fóru, að eignast aftur heilbrigt líf er kraftaverk. Og í dag er það eina sem ég tek, lyfjalega séð, D-vítamín.“ Sólveig tekur þó fram að hún sé ekki læknuð heldur nái hún að halda sjúkdómunum niðri. „Í dag er ég í líkamsrækt fimm sinnum í viku. Ég reyni að borða eins hollan og góðan mat og ég get, reyni að elda minn mat frá grunni og ég ber allt öðruvísi virðingu fyrir mat í dag, og sjálfri mér.“Horfa má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Sjá meira