Biden telur sig líklegastan til að sigra Trump Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2019 23:00 Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. EPA/LISA HORNAK Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er sagður vera að íhuga af alvöru að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 76 ára gamli Biden ætlar að tilkynna ákvörðun sína á næstu vikum eða mánuðum en fjölmiðlar ytra hafa eftir vinum hans og ráðgjöfum að Biden telji sig þann líklegasta innan Demókrataflokksins til Donald Trump, núverandi forseta.New York Times segir útlit fyrir átök milli fylkinga í Demókrataflokknum og þá sérstaklega á milli íhaldssamra aðila flokksins og yngri framsæknari aðila. Það skipti bæði kjósendur og bakhjarla flokksins miklu máli að finna aðila sem gæti sigrað Trump en sömuleiðis hafi eftirspurn eftir framsæknum frambjóðendum aukist og þá sérstaklega með tilliti til síðustu þingkosninga þar sem slíkum frambjóðendum gekk vel.Líklegt þykir að Biden yrði í það minnst meðal fremstu frambjóðenda Demókrataflokksins. Hann þyrfti þó að byggja brýr á milli mismunandi fylkinga innan flokksins. Þá eru uppi vangaveltur að hann yrði ekki vinsæll meðal kvenna og minnihlutahópa.Bjóði hann sig fram er líklegt að hann mæti nokkrum þeldökkum frambjóðendum og konum. Þá hefur Biden tekið nokkrar ákvarðanir á stjórnmálaferli sínum sem þykja umdeildar meðal Demókrata. Meðal annars studdi hann innrásina í Írak og stýrði hann yfirheyrslu dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Anitu Hill, sem sakaði núverandi hæstaréttardómarann Clarence Thomas um kynferðisbrot. Flokksmenn báru miklar vonir við að Biden myndi bjóða sig fram árið 2016. Hann tilkynnti þó að hann myndi ekki bjóða sig fram og var það vegna dauða sonar hans. Biden sagðist ekki vera tilbúinn til að sinna embætti forseta. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er sagður vera að íhuga af alvöru að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 76 ára gamli Biden ætlar að tilkynna ákvörðun sína á næstu vikum eða mánuðum en fjölmiðlar ytra hafa eftir vinum hans og ráðgjöfum að Biden telji sig þann líklegasta innan Demókrataflokksins til Donald Trump, núverandi forseta.New York Times segir útlit fyrir átök milli fylkinga í Demókrataflokknum og þá sérstaklega á milli íhaldssamra aðila flokksins og yngri framsæknari aðila. Það skipti bæði kjósendur og bakhjarla flokksins miklu máli að finna aðila sem gæti sigrað Trump en sömuleiðis hafi eftirspurn eftir framsæknum frambjóðendum aukist og þá sérstaklega með tilliti til síðustu þingkosninga þar sem slíkum frambjóðendum gekk vel.Líklegt þykir að Biden yrði í það minnst meðal fremstu frambjóðenda Demókrataflokksins. Hann þyrfti þó að byggja brýr á milli mismunandi fylkinga innan flokksins. Þá eru uppi vangaveltur að hann yrði ekki vinsæll meðal kvenna og minnihlutahópa.Bjóði hann sig fram er líklegt að hann mæti nokkrum þeldökkum frambjóðendum og konum. Þá hefur Biden tekið nokkrar ákvarðanir á stjórnmálaferli sínum sem þykja umdeildar meðal Demókrata. Meðal annars studdi hann innrásina í Írak og stýrði hann yfirheyrslu dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Anitu Hill, sem sakaði núverandi hæstaréttardómarann Clarence Thomas um kynferðisbrot. Flokksmenn báru miklar vonir við að Biden myndi bjóða sig fram árið 2016. Hann tilkynnti þó að hann myndi ekki bjóða sig fram og var það vegna dauða sonar hans. Biden sagðist ekki vera tilbúinn til að sinna embætti forseta.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55