Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 11:30 Haukur Þrastarson er yngsti leikmaður HM-hóps Guðmundar Guðmundssonar en hann byrjar þó mótið fyrir utan hóp. mynd/heimasíða ehf Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. Kynslóðarskiptin hafa staðið í nokkur ár en að þessu sinni tekur Guðmundur Guðmundsson risaskref í átt að því að búa til framtíðarlið. Meiðsli á lokakaflanum sáu til þess að skrefið var enn stærra en hann ætlaði sér. Ísland á hinsvegar margra mjög efnilega leikmenn og fullt af þeim fá að reyna sig í djúpu lauginni á næstu vikum. Þegar íslenska landsliðið keppti á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir fjórum árum síðan þá var meðalaldur liðsins rétt undir þrítugu. Á heimsmeistaramótinu sem hefst í vikunni teflir Ísland fram næstum því sex árum yngra liði og sex stórmótanýliðum. Meðalaldur sautján manna hóps Guðmundar á HM í Þýskalandi og Danmörku er aðeins 24,1 ár. Þetta verður fjórða stórmótið í röð þar sem meðalaldur liðsins lækkar. Meðalaldurinn hefur farið úr 29,8 árum á HM 2015, niður í 29,1 ár á EM 2016, þaðan í 27,6 ár á HM 2017, hann var 27,1 ár á EM í fyrra og er síðan aðeins 24,1 ár á þessu HM. Þetta er fyrsta stórmót Guðmundar síðan á Ólympíuleikunum í London og þá var hann heldur betur með öðruvísi hóp þegar kemur að aldursbili leikmanna. Meðalaldur hópsins í London var 30,8 ár en tíu af fjórtán leikmönnum þessa liðs voru þá orðnir þrítugir og Aron Pálmarsson, þá langyngsti leikmaður liðsins, var þá sá eini sem var ekki orðinn 25 ára. 93 prósent leikmanna hóps Guðmundar fyrir sex og hálfu ári voru því 25 ára eða eldri en á mótinu í ár eru 65 prósent leikmanna Guðmundar aftur á móti yngri en 25 ára. Guðmundur fer með mjög ungt lið og það sést vel í samanburði við tvö liða á tveimur af stærstu kynslóðarskiptum íslenska landsliðsins. Þetta voru liðin sem fóru á ÓL 1984 annarsvegar og svo á HM 2005 hinsvegar. Á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 tók Bogdan Kowalczyk kynslóðin við í landsliðinu en það var fyrsta stórmót handboltalandsliðsins frá HM í Danmörku 1978. Allir nema tveir í hópnum 1984 (Þorbergur Aðalsteinsson og Bjarni Guðmundsson) höfðu enga reynslu af stórmótum en meðalaldur liðsins náði engu að síður 25,5 árum. Guðmundur Guðmundsson var þá leikmaður íslenska landsliðsins og á sínu fyrsta stórmóti. Meðalaldurinn á HM í Túnis 2005, þar sem kannski grunnurinn var lagður af silfurliðinu á Ól í Peking, voru sjö nýliðar á stórmótum og meðalaldur liðsins var 25,6 ár. Bæði þessi miklu kynslóðarlið voru því með mun hærri meðalaldur en lið Guðmundar á HM 2019. Hér fyrir neðan má sjá hvernig meðalaldur íslenska landsliðsins hefur hrunið niður á undanförnum stórmótum liðsins.Elvar Örn Jónsson er einn af ungu leikmönnum liðsins en hann er þegar kominn í stórt hlutverk hjá Guðmundi og er líklegur byrjunarliðsmaður á HM 2019.Mynd/Instagram/hsi_icelandÞróun meðalaldurs íslenska landsliðshópsins á síðustu stórmótumHM í Þýskalandi og Danmörku 2019 - 24,1 ár Tveir leikmenn yfir þrítugu Ellefu leikmenn undir 25 áraElstur: Björgvin Páll Gústavsson (33 ára)Yngstur: Haukur Þrastarson (17 ára)EM í Króatíu 2018 - 27,1 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Sex leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (38 ára)Yngstur: Ýmir Örn Gíslason (20 ára)HM í Frakklandi 2017 - 27,6 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (37 ára)Yngstur: Ómar Ingi Magnússon (19 ára)EM í Póllandi 2016 - 29,1 ár Átta leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (36 ára)Yngstur: Guðmundur Hólmar Helgason (23 ára)HM í Katar 2015 - 29,8 ár Níu leikmenn yfir þrítugu Tveir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (37 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (24 ára)EM í Danmörku 2014 - 28,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (36 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (23 ára)HM á Spáni 2013 - 27,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fimm leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (35 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára)ÓL í London 2012 - 30,8 ár Tíu leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Ólafur Stefánsson (39 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. Kynslóðarskiptin hafa staðið í nokkur ár en að þessu sinni tekur Guðmundur Guðmundsson risaskref í átt að því að búa til framtíðarlið. Meiðsli á lokakaflanum sáu til þess að skrefið var enn stærra en hann ætlaði sér. Ísland á hinsvegar margra mjög efnilega leikmenn og fullt af þeim fá að reyna sig í djúpu lauginni á næstu vikum. Þegar íslenska landsliðið keppti á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir fjórum árum síðan þá var meðalaldur liðsins rétt undir þrítugu. Á heimsmeistaramótinu sem hefst í vikunni teflir Ísland fram næstum því sex árum yngra liði og sex stórmótanýliðum. Meðalaldur sautján manna hóps Guðmundar á HM í Þýskalandi og Danmörku er aðeins 24,1 ár. Þetta verður fjórða stórmótið í röð þar sem meðalaldur liðsins lækkar. Meðalaldurinn hefur farið úr 29,8 árum á HM 2015, niður í 29,1 ár á EM 2016, þaðan í 27,6 ár á HM 2017, hann var 27,1 ár á EM í fyrra og er síðan aðeins 24,1 ár á þessu HM. Þetta er fyrsta stórmót Guðmundar síðan á Ólympíuleikunum í London og þá var hann heldur betur með öðruvísi hóp þegar kemur að aldursbili leikmanna. Meðalaldur hópsins í London var 30,8 ár en tíu af fjórtán leikmönnum þessa liðs voru þá orðnir þrítugir og Aron Pálmarsson, þá langyngsti leikmaður liðsins, var þá sá eini sem var ekki orðinn 25 ára. 93 prósent leikmanna hóps Guðmundar fyrir sex og hálfu ári voru því 25 ára eða eldri en á mótinu í ár eru 65 prósent leikmanna Guðmundar aftur á móti yngri en 25 ára. Guðmundur fer með mjög ungt lið og það sést vel í samanburði við tvö liða á tveimur af stærstu kynslóðarskiptum íslenska landsliðsins. Þetta voru liðin sem fóru á ÓL 1984 annarsvegar og svo á HM 2005 hinsvegar. Á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 tók Bogdan Kowalczyk kynslóðin við í landsliðinu en það var fyrsta stórmót handboltalandsliðsins frá HM í Danmörku 1978. Allir nema tveir í hópnum 1984 (Þorbergur Aðalsteinsson og Bjarni Guðmundsson) höfðu enga reynslu af stórmótum en meðalaldur liðsins náði engu að síður 25,5 árum. Guðmundur Guðmundsson var þá leikmaður íslenska landsliðsins og á sínu fyrsta stórmóti. Meðalaldurinn á HM í Túnis 2005, þar sem kannski grunnurinn var lagður af silfurliðinu á Ól í Peking, voru sjö nýliðar á stórmótum og meðalaldur liðsins var 25,6 ár. Bæði þessi miklu kynslóðarlið voru því með mun hærri meðalaldur en lið Guðmundar á HM 2019. Hér fyrir neðan má sjá hvernig meðalaldur íslenska landsliðsins hefur hrunið niður á undanförnum stórmótum liðsins.Elvar Örn Jónsson er einn af ungu leikmönnum liðsins en hann er þegar kominn í stórt hlutverk hjá Guðmundi og er líklegur byrjunarliðsmaður á HM 2019.Mynd/Instagram/hsi_icelandÞróun meðalaldurs íslenska landsliðshópsins á síðustu stórmótumHM í Þýskalandi og Danmörku 2019 - 24,1 ár Tveir leikmenn yfir þrítugu Ellefu leikmenn undir 25 áraElstur: Björgvin Páll Gústavsson (33 ára)Yngstur: Haukur Þrastarson (17 ára)EM í Króatíu 2018 - 27,1 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Sex leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (38 ára)Yngstur: Ýmir Örn Gíslason (20 ára)HM í Frakklandi 2017 - 27,6 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (37 ára)Yngstur: Ómar Ingi Magnússon (19 ára)EM í Póllandi 2016 - 29,1 ár Átta leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (36 ára)Yngstur: Guðmundur Hólmar Helgason (23 ára)HM í Katar 2015 - 29,8 ár Níu leikmenn yfir þrítugu Tveir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (37 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (24 ára)EM í Danmörku 2014 - 28,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (36 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (23 ára)HM á Spáni 2013 - 27,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fimm leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (35 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára)ÓL í London 2012 - 30,8 ár Tíu leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Ólafur Stefánsson (39 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira